Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 18

Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef áhuga á fólki og vil hafa áhrif á hvernig samfélag okkar þróast,“ segir Guðrún Hafsteins- dóttir, sem skipar efsta sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í alþingiskosningum 25. september. „Síðasta ártuginn eða svo hef ég notið þeirra forrétt- inda að vera í leiðandi hlutverki á vettvangi atvinnulífsins og samtaka þess. Unnið þar að mörgum mik- ilvægum málum með góðu fólki. Þegar því úthaldi lauk var oft nefnt við mig hvort bein afskipti af stjórn- málum kæmu ekki næst eins og varð niðurstaðan. Þátttaka mín í fé- lagsmálum og reynsla af atvinnu- rekstri tel ég að geti nýst vel á Al- þingi.“ Atvinnulífið er æðakerfi Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir telur framboðslistann sem hún fer fyrir vera vel skipaðan ólíku fólki sem hafi þó svipaðar lífsskoðanir. „Við í hópnum náum vel saman, sem er uppskrift að árangri í haust,“ segir Guðrún sem fyrir prófkjörið og nú að undanförnu hefur farið víða um kjördæmið til að kynna sér við- horf fólks og í hvaða málum öðrum fremur úrbóta sé þörf. „Að starfsemi fyrirtækjanna í landinu gangi vel er í raun undir- staða þess að samfélag okkar geti haldið úti sterkum undirstöðum sem gera fólki kleift að njóta sín. Æða- kerfi Íslands er atvinnulífið sem vegna veirunnar var á hægagangi síðasta vetur. Ég bjóst því við, þegar ég fór um kjördæmið fyrir prófkjör, að fólk vildi helst tala við mig um at- vinnumálin en ekki heilbrigðisþjón- ustuna eins og var raunin. Heilbrigð- ismálin og áherslur þar eru í raun átakalína stjórnmálanna í dag,“ seg- ir Guðrún. Suður með sjó segir fólk heilbrigð- isþjónustu og styrkingu hennar ekki hafa verið í takti við fjölgun íbúa á svæðinu um nærri 12.000 manns síð- asta áratug. Þennan veruleika segir Guðrún oft berast í tal í samtölum við Suðurnesjafólk – og þarna sé klárlega þörf á úrbótum. „Á Suðurnesjum þarf nýja heilsu- gæslustöð; slíkt getur ekki dregist stundinni lengur. Hjúkrunarými fyr- ir aldraða þurfa sömuleiðis að vera miklu fleiri í kjördæminu. Á stærstu þéttbýlisstöðunum þurfa að vera heilbrigðisstofnanir sem geta veitt alla algengustu þjónustu, sinnt fæð- ingum, bráðum veikindum og slys- um. Um þetta er þung krafa á Suðurnesjum, í Eyjum, Hornafirði, Árborg og víðar. Sjálf er ég mjög oft á ferðinni hér milli Hveragerðis og Reykjavíkur og í þeim ferðum er al- gjör undantekning að ég mæti ekki sjúkrabílum sem eru í flutningum með sjúklinga í bæinn,“ segir Guð- rún. Gera kröfu um heilbrigðisráðuneytið „Góðir skólar, greiðfærir vegir, að nauðsynjar fáist í verslunum, og öruggi í heilbrigðismálum. Þetta er grunnþjónusta. Við þurfum sömu- leiðis að vera opin fyrir fleiru en op- inberum rekstri í heilbrigðisþjón- ustu. Einkaframtakið hefur sína kosti en hvaða leið er valin snýst um pólitíska hugmyndafræði. Um margt hefur samstarf núverandi stjórnar- flokka verið farsælt, árangursríkt og svarað óskum fólks um stöðugleika í stjórnarfari. Í sumum málum eru stjórnarflokkarnir þó alls ekki sam- stíga. Komist Sjálfstæðisflokkurinn í næstu ríkisstjórn eigum við að gera kröfu um að stýra heilbrigðisráðu- neytinu,“ segir Guðrún. Á líðandi kjörtímabili var frum- varp umhverfisráðherra um hálend- isþjóðgarð eitt af stóru málunum, en náði ekki fram að ganga. Andstaða var mikil til dæmis innan Sjálfstæð- isflokksins, sem Guðrún Hafsteins- dóttir segir ekki mega skilja sem andóf við náttúruvernd. „Með stofn- un hálendisþjóðgarðs sem spanna skyldi um þriðjung landsins yrði tek- ið alltof stórt skref í einu – auk þess að skipulagsvald sveitarfélaga yrði skert. Einnig að gera nánast að engu sjálfboðið starf til dæmis bænda sem hafa verið góðir vörslumenn lands- ins og sinnt því frábærlega. Ríkið er ekki alltaf neitt sérstaklega góður eigandi lands eða húsa – og þá eigum við að veðja á einstaklinginn og framtak hans. Hálendisþjóðgarður getur verið ágæt hugmynd, en markmiðum í náttúruvernd sem voru undir í frumvarpinu má kannski ná með öðrum leiðum.“ Grunnþjónustan rúlli eðlilega Að undanförnu hafa stundum heyrst þau sjónarmið að breyta þurfi kjördæmum landsins frá þeirri skip- an sem gilt hefur síðastliðin 20 ár eða svo. Núverandi einingar séu oft stórar og feli í sér þá hættu að kjörn- ir fulltrúar hafi ekki yfirsýn eða tengsl við umbjóðendur sína. Guðrún segir vert að gefa þessum sjónarmiðum gaum, en kveðst þó enn ekki hafa myndað sér skoðun á málinu. „Hvað Suðurkjördæmi viðvíkur má færa fyrir því rök að fólk í Grindavík og á Hornafirði – Keflavík og Klaustri - eigi ekki margt sameig- inlegt. En á einhvern máta þarf að útfæra þetta. Eftir ferðalög mín að undanförnu, heimsóknir á hvern ein- asta þéttbýlisstað og víða um sveitir í Suðurkjördæmi þá finnst mér þó mun fleira sameina íbúana og hags- muni þeirra en hitt. Að atvinnulífið slái með eðlilegum púlsi og grunn- þjónustan virki; stjórnmálamanna er að sjá til þess að þetta rúlli allt eðli- lega og smurt, sama hver staðurinn er.“ Heilbrigðismálin eru átakalínan - Guðrún er oddviti Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi - Sameiginlegir hagsmunir víða á svæðinu - Reynsla nýtist - Uppskrift að árangri - Veðjað á einstaklinginn - Atvinnulíf með eðlilegum púlsi Reykjanesbær Suðurkjördæmi er víðfeðmt og nær frá Vatnsleysuströnd í Hvalnesskriður fyrir austan. Hagsmunir fólks á þessu stóra svæði eru ólíkir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frambjóðandi Að atvinnulífið slái með eðlilegum púlsi og grunnþjónustan virki: stjórnmálamanna er að sjá til þess að þetta rúlli allt eðlilega, segir Guðrún Hafsteinsdóttir um mikilvæg verkefni sem sinna þarf í pólitíkinni. N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Mjúkir og þægilegir fótlaga skór fyrir konur og karla frá spænska Bio inniskór Netverslun skornir.is SMÁRALIND www.skornir.is Verð8.995 Stærðir 36-46 3 litir 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.