Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Samtöl við yfirmann, foreldra
eða annað áhrifafólk setja svip sinn á
daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því
hvort þú sért að gera það sem þú viljir
vera að gera í lífinu.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ert í fínu formi þessa dagana
og átt einkar auðvelt með allt samstarf
við vinnufélaga þína. En ekki er víst að
allir skilji það sem þú ert að gera, en
það skiptir engu máli, haltu þínu striki.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Fólk dáist að styrk þínum og
ákveðni í að ná vilja þínum fram. Þín
bíður gáskafullur og rómantískur tími.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Einhver sem býr yfir meiri
reynslu getur gefið þér góð ráð en farðu
þér hægt og kynntu þér smáa letrið vel.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Besta leiðin til að sýn mátt þinn er
sveigjanleiki. Hættu því að hafa áhyggj-
ur.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það getur reynst erfitt að halda
sínu striki þegar engu er líkara en allir
vilji leggja stein í götu manns. Gefðu þér
góðan tíma og leyfðu þínum innri manni
að ráða ferðinni.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Loksins kemur einhver auga á kosti
þína. Láttu það vinna með þér.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Samband við vin skiptir þig
miklu í dag. Vertu til staðar fyrir þá sem
skipta þig máli og hlúðu að eigin heill.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það getur verið erfitt að eiga
við andstæðing sem er svo líkur manni
sjálfum að furðu sætir. Vertu því á varð-
bergi en varastu allt ofsóknaræði.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þig dreymir dagdrauma þegar
þú getur, svo þú getur einbeitt þér þess
á milli. Stundum dregur það þig kannski
af leið, en svona er það bara.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Agi og erfiðleikar eiga sér
sinn tíma, og hann er ekki núna. Láttu
koma skýrt fram hvað þú hyggst gera og
hvað ekki.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Spenna eða átök í samskiptum
við vin eru hugsanleg. Nú hefurðu tvær
ástæður til að fá vin til að hlæja eða
stríða einhverjum sem þarfnast þess.
aði við múrverk og smíðar og útskrif-
aðist sem múrsmiður haustið 2006.
„Það hefur alltaf búið með mér þessi
áhugi á handverki og sérstaklega
tengt smíðum og múrverki og varð-
veislu eldri bygginga. Eftir að hafa
verið í grafískri hönnun á annan ára-
tug og myndskreyta mikið, vildi ég
vinna að öðruvísi verkefnum.“ Næstu
fjölda bóka og verið hönnunarstjóri
og séð um útlit stórverka og má þar
nefna Íslenska söguatlasinn og Ís-
lensku kynlífsbókina fyrir AB, Fugla-
bókina fyrir Vöku-Helgafell og Undir
Bárujárnsboga og Listina að lifa og
deyja fyrir JPV útgáfu. Árið 2002
ákvað hann að breyta aðeins til og fór
í Tækniskólann í Reykjavík og starf-
B
úi Kristjánsson fæddist á
Ólafsfirði 29. júlí 1961.
Fjölskyldan fór til Upp-
sala í Svíþjóð þegar Búi
var 5 ára og þar ólst
hann upp til 15 ára aldurs, þar sem
faðir hans var í framhaldsnámi í guð-
fræði. „Þetta var yndislegur tími og
mikið fjör hjá okkur fimm syst-
kinunum. Í Svíþjóð eru fjórar árstíðir
og sól á sumrum og mikil stilla og
kyrrð á veturna, en ekki þessir um-
hleypingar sem maður þekkir hér
heima. Síðan var bærinn mjög fjöl-
skylduvænn og við vorum mjög tengd
náttúrunni, enda stutt að fara út í
skóg.“ Búi segir að þeir bræðurnir
hafi verið sendir á sumarnámskeið í
íþróttum og kynnst þar frægum Sví-
um. „Við kynntumst stráknum sem
lék Emil í Kattholti í myndinni, sem
var fínn strákur.“ Ekki var minni
stjarna í tennisfélagi bræðranna, þar
sem nokkru eldri Björn Borg var far-
inn að vinna alla. „Hann var ekki orð-
inn frægur þá, en heimurinn getur
verið lítill, ekki bara á Íslandi.“ Búi
hefur aldrei glatað íþróttaáhuganum
og hafa hópíþróttir eins og körfubolti
og fótbolti verið hluti af hans lífi.
Þegar heim til Íslands var komið
flutti fjölskyldan í Vesturbæinn og
þar fór Búi í Hagaskóla og var í KR.
„Við fluttum beint í rauðu KR-
blokkina með Bjarna Fel beint á móti
KR-vellinum.“ Búi hafði verið sí-
teiknandi alla tíð frá því í Svíþjóð. „Í
Hagaskóla var Guðmundur Magn-
ússon myndlistarkennari og hann
hafði mikil og góð áhrif á mig og
hvatti mig áfram.“ Þegar fjölskyldan
flutti í Breiðholtið lá beint við að fara
í Fjölbrautaskólann þar og Búi út-
skrifaðist af listasviði 1981, sem þá
var nýstofnað. Þaðan lá leiðin í Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands í list-
málaradeild þar sem hann var frá
1981 til vorsins 1985 og útskrifaðist
með Georgi Guðna, Óskari Jónssyni
og Einari Garibaldí meðal annarra.
„Þetta var mjög skemmtilegur tími
og ég vildi ná tökum á málara-
listinni.“
Að námi loknu starfaði Búi sem
myndlistarmaður, grafískur hönn-
uður, bókahönnuður og mynda-
söguhönnuður allt til ársins 2001.
Hann hefur hannað og myndskreytt
árin var Búi að bæta við sig þekkingu
í þessum geira og útskrifaðist sem
byggingarstjóri árið 2008. „Ég var á
tímabili aðstoðarbyggingarstjóri í
Tónlistarhúsinu Hörpu og hef unnið
ýmis verkefni tengd varðveislu bygg-
inga á Íslandi.“
Samhliða nýjum verkefnum og
námi vann Búi að listinni. „Vorið 2010
Búi Kristjánsson myndlistarmaður – 60 ára
Ljósmynd: Heida H.B
Fjölskyldan F.v.: Haukur Þór, Kristín Mjöll, Birgir Hrafn, Búi, Hildur Björk, Sif, Telma Sif og Arnar Már.
Myndlist er í grunninn áhugi á lífinu
Listamaðurinn Búi á sýningu sem haldin var í New York árið 2014.
Varsjá 2018 Búi með Sveinbirni
Hjálmarssyni lífs kúnstner og vini á
sýningu í Varsjá í Póllandi.
Til hamingju með daginn
30 ÁRA Auður Björk fæddist í
Reykjavík en flutti til Noregs
þegar hún var tveggja ára og og
ólst þar upp í Bergen til sjö ára
aldurs. Þá flutti fjölskyldan
heim í Kópavoginn þar sem Auð-
ur bjó eftir það. Auður var í fim-
leikum frá 1999 til 2009 og æfði
með íþróttafélaginu Gerplu. „Ég
eiginlega ólst upp í Gerplu, því
ég var alltaf þar og fimleikarnir
hafa mótað mig mjög mikið. Það
er frábær félagsskapur og allar
mínar bestu vinkonur í dag eru
stelpurnar úr fimleikunum.“
Eftir grunnskólann fór Auður í
Verslunarskóla Íslands. Eftir
stúdentsprófið ákvað hún að
prófa eitthvað nýtt og fór til Sví-
þjóðar þar sem hún vann næstu
þrjú árin. Þá kom norskan að
góðum notum við að læra
sænskuna, en hún talar bæði
tungumálin reiprennandi. Þegar heim var komið fór Auður í tölv-
unarfræði í Háskóla Reykjavíkur og útskrifaðist 2018. „Tölvunarfræði er
oft talin mikið strákafag, en það er svolítið að breytast og ég eignaðist
mjög góðar vinkonur í náminu.“ Auður fór að vinna sem tölvunarfræð-
ingur hjá Icelandair eftir námið, en er nú tímabundið heimavinnandi með
börnin.
Helstu áhugamál Auðar eru ferðalög, tíska, innanhúshönnun og svo að
njóta samvista með fjölskyldu og vinum.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Auðar Bjarkar er Viktor Davíð Sigurðsson,
f. 19.2. 1974, og þau eiga börnin Óliver Ara Viktorsson, f. 2019, og Ísabel
Önnu Viktorsdóttur, f. 2021. Fyrir átti Auður dótturina Klöru Mist Melin,
f. 2011. Foreldrar Auðar Bjarkar eru Ari Víðir Axelsson læknir, f. 1961,
og Anna Margrét Guðmundsdóttir læknir, f. 1965.
Auður Björk Aradóttir