Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 24
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Efri hluti Laugavegar mun taka
miklum breytingum samkvæmt
deiliskipulagi fyrir svokallaðan
Heklureit, sem Reykjavíkurborg
hefur auglýst til kynningar. Á skipu-
lagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að
463 íbúðum á efri hæðum og verslun
og þjónustu á 1. hæð
Á Heklureit er í dag fjölbreytt at-
vinnustarfsemi. Þar er stærsti að-
ilinn Hekla hf., bílaumboð og verk-
stæði, en einnig eru þar minni
fyrirtæki og skrifstofuhúsnæði,
ásamt verslunum og veitingastöðum.
Í fundi skipulags- og samgöngu-
ráðs hinn 30. júní sl. var lögð fram
tillaga Yrkis arkitekta ehf. dags. 16.
júní 2021 að deiliskipulagi fyrir
Heklureit, nánar tiltekið lóðirnar við
Laugaveg 168-174a. Í tillögunni eru
settar fram skipulagslegar heimildir
fyrir íbúðir, atvinnustarfsemi og
gististarfsemi. Gert er ráð fyrir að
allar byggingar á lóð Laugavegar
168 til 174a verði fjarlægðar að
undanskildu borholuhúsi.
Byggðin verður mótuð með tilliti
til landslags, sólargangs og veður-
fars. Byggðin rís hæst til norðurs við
Laugaveg en er lægst til suðurs við
Brautarholt. Um er að ræða íbúðar-
hús, tveggja til sjö hæða, með mögu-
leika á 8. hæð á norðvesturhorni
Laugavegar 168 á reit A skv. fyrir-
liggjandi skipulagstillögu.
Byggingarnar skulu vera stall-
aðar með ríku tilliti til sólarátta og
byggð skipulögð þannig að miðlæg-
ur inngarður sé í góðu skjóli fyrir
veðri og vindum við allar byggingar.
Gert er ráð fyrir sérafnotaflötum
fyrir íbúðir á jarðhæðum og svölum
á efri hæðum. Heildarflatarmál
ofanjarðar á lóðunum er 46.474 fer-
metrar. Þar af eru að hámarki
44.351 m² undir íbúðir og lágmark
2.123 m² undir verslanir og þjón-
ustu. Góðar göngu- og hjólateng-
ingar skulu vera í gegnum svæðið.
Bílastæði innan lóða eru neðan-
jarðar í samtengdum bílakjallara.
Hjólastæði eru í bílakjallara og á lóð.
Hámarksfjöldi bílastæða í bílakjall-
ara Laugavegar 168-174 er 375.
Fyrir liggur samkomulag milli
Reykjavíkurborgar og lóðarhafa við
Laugaveg 168-174 um tilfærslu á
starfsemi Heklu hf. af lóðunum. Árið
2017 var haldin skipulagssamkeppni
fyrir allan götureitinn sem afmark-
ast af Laugavegi, Bolholti, Skipholti,
Brautarholti og Nóatúni. Niður-
stöður samkeppninnar voru kynntar
í júlí 2017 þar sem tillaga Yrkis arki-
tekta varð hlutskörpust. Eftir sam-
keppnistillögunni var unnið ramma-
skipulag fyrir reitinn.
Að þeirri vinnu lokinni var ákveð-
ið að hefja vinnu við deiliskipulags-
gerð fyrir lóðirnar við Laugaveg
168-176. Svæðið sem deiliskipulagið
nær til afmarkast af Laugavegi til
norðurs, lóðarmörkum Laugavegar
178 til austurs, Brautarholti og lóð-
armörkum Skipholts 33, 31 og
Brautarholti 29. Til vesturs afmark-
ast svæðið af Nóatúni.
Sjö byggingar á reitnum
Í húsakönnun fyrir Heklureit frá
árinu 2017 kemur fram að á svæðinu
standa í dag sjö byggingar. Elstu
húsin voru reist 1943 og það yngsta
2002. Svæðið einkennist af atvinnu-
starfsemi; skrifstofum og verslunum
ásamt verkstæðum og bílageymslum
en eitt borholuhús er á reitnum.
Húsin á reitnum eru af mismunandi
módernískum og póstmódernískum
stílgerðum og öll steinsteypt nema
borholuhúsið.
Heklureitur er við samgönguás
fyrirhugaðrar borgarlínu, nálægð
við miðborgina og stór atvinnusvæði
ásamt blandaðri, fjölbreyttri land-
notkun er líkleg til að draga úr notk-
un einkabíla og styðja við notkun al-
menningssamgangna og virkra
ferðamáta, þ.e. göngu og hjólreiða,
segir í deiliskipulagstillögunni.
Áhrifin eru talin óveruleg á heild-
ina litið hvað varðar aukningu bíla-
umferðar. Núverandi umferð um
Laugaveg er um 13.000 bílar að
meðaltali á dag yfir árið (ÁDU).
Laugavegur fær andlitslyftingu
- Ný byggð með allt að 463 íbúðum mun rísa á Heklureitnum efst við Laugaveg - Sjö hús verða rif-
in til að rýma fyrir nýrri byggð - Hún verður mótuð með tilliti til landslags, sólargangs og veðurfars
Tölvuteikning/Yrki arkitektar
Framtíðarútlit Horft til bygginganna frá Laugavegi. Efri hluti götunnar mun taka stakkaskiptum í framtíðinni.
Morgunblaðið/sisi
Reiturinn í dag Öll húsalengjan við Laugaveg, þar á meðal höfuðstöðvar Heklu, mun víkja fyrir nýju byggðinni.
Nú þegar Vegagerðin er flutt í
Garðabæ eftir að hafa verið með
starfsemi í tæp 80 ár við Borgartún í
Reykjavík vaknar sú spurning hvað
verði gert við þær húseignir.
„Það liggur ekki fyrir formleg
ákvörðun á þessu stigi. Gert er ráð
fyrir að tekin verði heildstæð
ákvörðun um eignirnar og reitinn
eftir sumarið,“ segir Sólrún Jóna
Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri
Ríkiseigna, aðspurð.
Hún segir að í 6. gr. fjárlaga und-
anfarinna ára hafi verið til staðar
heimild til að selja Borgartún 5-7.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
fer með hin formlegu eignarráð fyrir
hönd ríkissjóðs og tekur ákvarðanir
um kaup og sölu á eignum ríkisins á
grundvelli fjárlagaheimildarinnar.
Húsið Borgartún 5 og verkstæðis-
byggingarnar risu 1942 og var þá
grófstarfsemin flutt af Klapparstíg 2
(lóðin á móti timburverkstæðinu
Völundi). Árið 1964 fluttu skrifstof-
urnar af Laugavegi 114 í Borgartún.
Borgartún 7 er skráð 7.480 fer-
metrar og Borgartún 5 er 2.707 fer-
metrar. Þessar eignir eru miðsvæðis
í borginni og verða væntanlega eft-
irsóttar verði þær settar á almennan
markað. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Ófeigur
Borgartún 5-7 Húsin munu losna við flutning Vegagerðarinnar í Garðabæ.
Heimild til sölu á
húsum Vegagerðar
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2020