Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 56
WWW.ILVA.IS
1.júlí - 9.ágúst
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
virkir dagar 11-18:30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
virkir dagar 11-18
s: 522 4500 - www.ILVA.is
Útsala
30%
30%
30%
20%
40%
BOTA Borðstofustóll. Brúnt leðurlíki.
34.900 kr. NÚ 24.430 KR.
CADIZ Borðstofustóll. Bronze velúr áklæði,
svartir fætur. 27.900 kr. NÚ 19.530 KR.
CARLTON Borðstofustóll. Ljósgrátt áklæði,
fætur úr eik. 19.900 kr. NÚ 15.920 KR.
ENIX Borðstofustóll. Bleikt velúr áklæði,
svartir fætur. 12.900 kr. NÚ 9.030 KR.
BJORG hægindastóll með sessu.
69.900 kr. NÚ 41.940 KR.
af allri
sumarvöru
30-50%
50%
ELLA garðstóll. Grátt reipi, grá sessa.
28.900 kr. NÚ 14.450 KR.
ARCTIC gaseldstæði. Ø76,5 cm.
99.900 kr. NÚ 69.930 KR.
30%
„Hvorki fugl né fiskur - Kyrralíf“ er heiti sýningar sem
myndlistarmaðurinn Sævar Karl – fyrrverandi klæð-
skeri og kaupmaður
– opnar á Mokka við
Skólavörðustíg í dag.
Á sýningunni eru ný
kyrralífsmálverk sem
Sævar Karl hefur
málað hér heima og í
München þar sem
hann er með vinnu-
stofu og dvelur hluta
af árinu. Málverkin
eru sögð í tilkynn-
ingu „kraftmikil, lit-
skrúðug og rík af
orku og sköpunargleði“. Sævar Karl (f. 1947) hefur
stundað myndlistarnám við ýmsa listaháskóla hér-
lendis, í Þýskalandi og Austurríki. Hann hefur sýnt víða,
meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Eng-
landi.
Sævar Karl sýnir ný litskrúðug
kyrralífsmálverk sín á Mokka
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Breiðablik á langbestu möguleikana af íslensku lið-
unum þremur til að komast í þriðju umferð Sam-
bandsdeildar Evrópu í fótbolta en Breiðablik, FH og Val-
ur leika öll síðari leiki sína í 2. umferð keppninnar í dag.
Allra augu beinast að Blikum eftir jafnteflið, 1:1, í
fyrri leiknum gegn gamla stórveldinu Austria Wien í
Vínarborg. Ekki bara fyrir úrslitin heldur hvernig Blik-
arnir spiluðu þann leik. Þeir stýrðu leiknum stóran
hluta hans, voru óhræddir við að vera með boltann og
sköpuðu sér betri færi en Austurríkismennirnir. »48
Fellur Austria Wien úr keppni á
Kópavogsvellinum í dag?
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Hótel Capitano er lítið og hlýlegt
hótel í endurgerðu 100 ára gömlu
bárujárnshúsi og stendur þar við
sjávarsíðuna í Neskaupstað. Þang-
að leggja margir leið sína á ferða-
lagi um Austfirði en ekki síður Liv-
erpool-aðdáendur bæjarins. Á
hótelinu er nefnilega sérstök Liver-
pool-stofa með málverkum.
„Ég er með Steven Gerrard, Lu-
is Suarez og svo náttúrulega Jür-
gen Klopp. Ég er með myndir af
Kenny Dalglish, þrjár með framlín-
una; Firmino, Salah og Mané. Svo
er ég nýbúinn að fá Alisson Becker,
fæ síðan nýja af Virgil van Dijk. Ég
er með slatta af myndum,“ segir
Sveinn Friðrik Jónsson, kallaður
Svenni, sem rekur hótelið. „Við
köllum þetta Liverpool-stofuna,
sjáðu til.“
Spurður hvort hann sé með
myndir frá öðrum fótboltaliðum
hlær Svenni og svarar neitandi.
„Nei bara Liverpool-menn.“
Hann segist spenntur fyrir
næsta tímabili í ensku úrvalsdeild-
inni og bindur vonir við gott gengi
sinna manna. „Það verður gaman
að sjá hvort þeir geti eitthvað gert
af viti.“
Öll verkin eru olíumálverk eftir
listamanninn Örvar Árdal Árnason
sem hefur þó, merkilegt nokk, aldr-
ei komið til Neskaupstaðar. Hann
segist þó stoltur af verkefninu. „Ég
hef alltaf málað það sem kemur
upp í hugann en einnig fyrir fólk.
Ég hef haldið 16 sýningar, margar í
Hveragerði. Þessar fótboltamyndir
hef ég gert einstaka sinnum,“ segir
Örvar. „Ég er stoltur af að koma að
þessu fallega Liverpool-umhverfi
hjá Sveini í Neskaupstað. You’ll ne-
ver walk alone.“
Liverpool-stofa mynd-
skreytt í Neskaupstað
- Allir helstu lykilleikmenn - Listamaðurinn aldrei komið
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Gerrard Yrsa Björt, starfsmaður hótelsins, heldur hér á málverki af Steven Gerrard sem var lengi fyrirliði liðsins.
Liðsmenn Hér má sjá Salah, Firmino og Mané, framherja Liverpool.