Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 40

Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 ✝ Hilmar Eyjólfs- son fæddist 3. janúar 1934. Hann lést á Seyðisfirði 20. júlí 2021. Foreldrar hans voru Guðmundína Margrét Sigurðar- dóttir og Eyjólfur Júlíus Finn- bogason. Eigin- kona Hilmars var Erna Halldórs- dóttir, f. 22. september 1936, d. 1. janúar 2018. Fyrri eiginkona Hilmars er Bergljót Gunnars- dóttir, f. 23. febrúar 1938. Börn þeirra: 1. Hrönn, f. 5. ágúst 1956, eiginmaður Heimir Har- aldsson. Börn: a) Valgerður Dýrleif, f. 1. janúar 1977, eig- inmaður Sigurður P. Sigmunds- son. Börn: Hrannar Pétur og Skorri Sigmundur. b) Haraldur Hilmar, f. 25. nóvember 1980, eiginkona Bryndís Krogh Gísla- dóttir. Börn: Heimir Krogh og Sverrir Krogh. 2. Hinrik Gunn- ar, f. 28. júlí 1958, d. 24. mars 2016. Barn: Sunna Dís, f. 11. apríl 1981, sambýlismaður Arn- þór Snær Sævarsson. Stjúp- synir: Arnaldur Kjárr og Pat- rekur Kjárr. 3. Hörður, f. 30. júlí 1959, eiginkona Milena Na- doeva. Barn: Hauk- ur Gabríel. Fyrri eiginkona Harðar er Valgerður Petra Hreiðarsdóttir. Börn þeirra: a) Haf- þór, f. 23. júlí 1985, sambýliskona Nina Rifelj. Barn: Stella. Fyrir á Hafþór Ar- on Dag Hafþórsson Hansen. b) Elsa, f. 1. október 1989, eiginmaður Eggert Gunnþór Jónsson. Barn: Lisbet Hannah. c) Hilmir, f. 22. október 1995. Hilmar bjó mestan hluta æv- innar á Seyðisfirði og vann lengst af í Vélsmiðju Seyðis- fjarðar. Áhugamálin voru mörg svo sem ferðalög, útivist og veiði. Þau Erna höfðu líka yndi og gaman af dansi og voru með danskennslu í nokkur ár fyrir unga fólkið á Seyðisfirði. Útförin verður frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 29. júlí 2021, kl. 14. Slóð á streymi má finna á: https://egilsstadaprestakall.com/ og YouTube Seyðisfjarð- arkirkja. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat/ Elsku afi. Ekki átti ég von á því að skrifa minningargrein um þig svona fljótt. Þú alltaf svo hress og nýbúinn að koma keyr- andi á nýja húsbílnum þínum frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Ekki smáferðalag fram og til baka fyrir 87 ára gamlan mann. Komst í mat til okkar og sýndir okkur nýja farartækið þitt, sem þú varst svo hreykinn af, enda varstu mikill bíladellukarl. Ég minnist þess að þú varst yfirleitt með marga bíla í takinu á verk- stæðinu sem þurfti að gera við. Þegar ég hugsa um þig, þá rifjast upp svo margar góðar minningar. Það var alltaf gaman að koma til Seyðisfjarðar að heimsækja þig og Ernu heitna, því þið tókuð svo vel á móti mér og fjölskyldu minni. Þá var gist í Dagsbrún, Hafnargötu 26, þar sem þið áttuð heima í um 50 ár áður en þið fluttuð í þjónustuí- búð aldraðra á Múlaveginum fyrir um fjórum árum síðan. Þú varst glaðlyndur, drífandi og kraftmikill dugnaðarforkur. Vannst lengst af í Vélsmiðju Seyðisfjarðar, fórst stundum að skjóta gæs upp á Héraði áður en vinna hófst og kenndir svo krökkunum í bæjarfélaginu dans á kvöldin í fjölda ára, auðvitað í sjálfboðavinnu. Þess á milli fórstu út á fjörð á Lúsinni til að veiða fisk. Hver stund notuð, ef ekki til vinnu þá til að ganga, fara í bíltúra með Ernu eða ræða við hina karlana um daginn og veginn. Þú varst með eindæmum vinsæll, gast talað við alla, enda komu margir í morgunkaffi til þín í gegnum árin. Það var alltaf gaman að hlusta á þig segja frá því sem á daga þína dreif í gamla daga. Þú kenndir mér að meta gott hrossakjöt en ég var reynd- ar ekki til í að borða allan gamla, íslenska matinn sem þú hélst mikið upp á. Söltuð grásleppa fannst mér síst, en þú hafðir gaman af að fylgjast með svipn- um á mér. Það var mikið áfall fyrir þig þegar Erna dó fyrir þremur ár- um, en þá varstu kominn á Múla- veginn. Þá var Dagsbrúnin not- uð fyrir aðra fjölskyldumeðlimi sem voru á ferðinni. Enn eitt áfallið kom svo í desember sl. þegar aurskriðan tók Dagsbrúna með sér, húsið sem þú bast svo mikla tryggð við. Það var greini- legt að þessi atburður féll þér mjög þungt. Ég mun alltaf sakna þess að heimsækja þig og takk fyrir all- ar samverustundirnar sem við áttum, en nú ertu kominn á góð- an stað til Ernu þinnar. Valgerður, Sigurður Pétur, Hrannar Pétur og Skorri Sigmundur. Einn af okkar bestu vinum er fallinn frá, Hilmar Eyjólfsson, vinátta sem entist í yfir hálfa öld. Hilmari kynntist ég 1963 þeg- ar ég fór á samning í vélvirkjun hjá vélsmiðjunni Tækni í Reykjavík, þá bjó Hilmar á Korpúlfsstöðum. Í Tækni unnum við saman í þrjú ár en þá réð hann sig til Vélsmiðju Seyðis- fjarðar, ári seinna réð hann mig einnig í vinnu hjá vélsmiðjunni, eigandi hennar var Stefán Jó- hannsson, sá mæti og flinki mað- ur, og starfsmenn allir eftir- minnilegir og urðu góðir kunningjar okkar Hilmars. Á þessum tíma stóð síldarævintýr- ið sem hæst og nóg að gera, unn- ið alla daga og fram eftir kvöldi. Hilmar var „alt muligt-maður“ í hæsta gæðaflokki, hvort sem það sneri að viðgerðum eða málm- smíði hvers konar, þó held ég að málmsuða í sinni víðustu merk- ingu hafi verið hans sérgrein, þar var hann á heimavelli. Hilmar var einstakur maður, heilsteyptur og trygglyndur. Hann hafði ákveðnar skoðanir og fór sínar eigin leiðir og var skemmtilegur og þægilegur í umgengni. Hilmar var unnandi náttúru og útiveru hvers konar og fór ég nokkrum sinnum með honum í veiðitúra, svo sem í Ánavatn á Jökuldalsheiði, og var gaman fyrir mig, sem var 11 árum yngri, að þvælast með honum um hálendi Austurlands með veiðistöng en hann með stöng og byssu. Ekki er hægt að nefna Hilmar án þess að eiginkonu hans, Ernu Halldórsdóttur, sé getið, þau höfðu gerst Seyðfirðingar af lífi og sál og búseta orðin meira en hálfrar aldar gömul. Erna lést fyrir fáum árum og var það mik- ill missir fyrir Hilmar því þau voru einstaklega samrýnd hjón. Það má segja að dvöl mín á Seyðisfirði hafi verið afdrifarík því þar kynntist ég eiginkonu minni, Helgu Láru Hólm, sem var frænka Ernu og urðu þau hjón meðal okkar bestu vina ætíð síðan, þau komu alltaf í heimsókn þegar þau voru fyrir sunnan og við hittum þau þegar við komum til Seyðisfjarðar. Í hamförunum sem dundu yfir Seyðisfjörð í desember síðast- liðnum fór húsið Dagsbrún undir aurskriðu og gjöreyðilagðist, það var hús Hilmars og Ernu og hafði verið heimili þeirra þar til fyrir fáum árum að þau fluttu innar í bæinn. Oft hringdum við í Hilmar eftir skriðuföllin og var honum að vonum brugðið en var samt ótrúlega æðrulaus, sagði mesta missinn vera tapaðar myndir og bækur, en þetta væru bara hlutir og aðalatriðið væri að enginn hefði látið lífið eða slas- ast. Fyrir þremur vikum kom Hilmar til okkar og sýndi okkur nýja húsbílinn sinn sem hann var afar ánægður með. Í góðu spjalli voru rifjaðar upp gamlar vinnustaðasögur og minnst góðra vinnufélaga, ekki var á honum að heyra að neitt amaði að og kom skyndilegt fráfall hans okkur á óvart. Öllum ættingjum okkar góða vinar sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Logi og Helga. Hilmar Eyjólfsson ✝ Eyþór Björgvinsson fæddist á Seyðis- firði 31. mars 1953. Hann lést 22. júlí á Landspítala eftir hetjulega baráttu í tvö og hálft ár við bráðahvítblæði. Foreldrar hans eru hjónin Björgvin Jónsson frá Eyrar- bakka, f. 15. nóv- ember 1925, d. 23. nóvember 1997, og Ólína Þorleifsdóttir frá Norðfirði, f. 17. mars 1927. Eiginkona Eyþórs er Ágústa Benný Herbertsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 25. september 1956. Foreldrar hennar eru Herbert Jóhann Sveinbjörnsson, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1983, og Sigríður Þóra Helgadóttir, f. 3. september 1926. Systkini Eyþórs eru Hansína Ásta, f. 1946, Þorleifur, f. 1947, Jón Björgvin, f. 1949, Sigurður, f. 1955, d. 1955, Ingibjörg, f. 1956, d. 2020, og Elín Ebba, f. 1961. Börn Eyþórs og Ágústu eru: 1) Eyþór Ingi viðskiptafræð- ingur, f. 1979, maki Inga R. til 1986 og sérhæfði sig í rönt- gen- og geislagreiningu. Hann var við sérnám í myndgreiningu á George Washington- háskólasjúkrahúsinu í Wash- ington, D.C., röntgendeild, Johns Hopkins-háskólasjúkra- húsi í Baltimore, ísótópadeild. Einnig starfaði hann á Child- ren’s Hospital National Center í Washington á mynd- og ísótópa- greiningadeild barna. Eyþór hlaut bandarískt sér- fræðileyfi í geisla- og ísótópa- greiningu árið 1985, hann hlaut sérfræðileyfi í geislagreiningu á Íslandi sama ár og sérfræðileyfi í ísótópagreiningu sem undir- sérgrein árið 1987. Eyþór var félagi í The Johns Hopkins Medical and Surgical Association, einnig í The Radio- logy Society of North America. Hann var virkur félagi í Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur og var meðal annars árnefndarmaður í því félagi. Eyþór starfaði á röntgendeild St. Jósefsspítala Landakoti á ár- unum 1986-1993. Ári síðar stofnaði hann, ásamt samstarfs- læknum á röntgendeild Landa- kots, Röntgen Dómus – lækn- isfræðilega myndgreiningu. Þar starfaði Eyþór frá árinu 1994 þar til heilsan leyfði ekki meir. Eyþór verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 29. júlí 2021, klukkan 13. Bachmann gull- smiður, f. 1980, dóttir þeirra Gróa Laufey, f. 2013. 2) Ásta líffræðingur, f. 1982. 3) Finnur Már flugvirki, f. 1994, unnusta Björg Ósk Gunnarsdóttir lög- fræðinemi, f. 1992. Eyþór bjó með fjölskyldu sinni á Seyðisfirði til 11 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Reykja- víkur vegna starfa föður hans. Á unglingsárum dvaldi hann öll sumur hjá móðurömmu sinni og –afa á Norðfirði og minntist þess tíma með miklu þakklæti. Hann vann á menntaskólaárum í fiskvinnslufyrirtæki foreldra sinna í Þorlákshöfn, Glettingi, síðar Árnesi. Eyþór tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973 og hóf nám við læknadeild Háskóla Íslands í framhaldi af því. Hann lauk læknanámi 1979 og kandídatsári á Borgarspítala ári síðar. Eyþór var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum á árunum 1982 Kveðja frá eiginkonu, börnum, barnabarni og tengdadætrum Vagga, vagga víða, fagra, undurbreiða haf, ástarblíðum blævi strokið af, vagga, vagga, allar sorgir svæf og niður þagga. Húmið hnígur hægt og blítt um endalausan geim. Stormur felldist fyrir eyktum tveim. Húmið hnígur. Aldnar vakna endurminningar, en sofna um leið; hugann dregur aldan blökk og breið. Draumar vakna; duldir þræðir upp í sálu rakna. Bernsku draumar, blíðir eins og ljúfrar móður hönd andann leiða inn í blómskrýdd lönd. Ljúfir draumar líða’ um sálu eins og heitir straumar. (Hannes Hafstein) Ágústa. Það er alltaf jafn mikið högg þegar maður fær andlátsfrétt, þó maður hafi verið undir hana bú- inn í talsverðan tíma, en svo var einnig þegar fregnin um andlát elsku bróður míns barst mér. Ey- þór var búinn að berjast hetju- lega við bráðahvítblæði í um tvö ár. Margar hugsanir streyma fram og margar ánægjustundir rifjast upp. Eyþór var fimmti í röð okkar sjö systkina, en áður eru látin þau Sigurður og Ingibjörg. Það var oft gaman hjá okkur systk- inunum og þótti mér sérlega vænt um að hann Eyþór, litla bróður minn. Eyþór hafði alla tíð gaman af því að vera í kringum alla sem eitthvað voru að gera eða brasa, svo var líka með það þegar ég og Bóbó, móðurbróðir okkar og skipstjóri, vorum að snúast í kringum eða mála Dalaröstina á Seyðisfirði þar sem við bjuggum á síldarárunum, en þá vildi hann alltaf vera með okkur og vita allt um allt í bátnum og helst vera þar öllum stundum og þegar við fór- um svo á síldina þá faldi hann sig um borð í bátnum og gaf sig ekki fram fyrr en komið var út fyrir Dalatanga, það var ekkert annað að gera en að kalla í Nesradíó og biðja um samtal heim og láta for- Eyþór Björgvinsson ✝ Þórey Mjallhvít H. Kolbeins kennari fæddist 31. ágúst 1932 að Stað í Súgandafirði. Hún lést á Hrafnistu 17. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru sr. Halldór Kolbeins, f. 16.2. 1893, d. 29.11. 1964, og Lára Ágústa Ólafsdóttir, f. 26.3. 1898, d. 18.3. 1973. Systkini Þóreyjar eru Ingveldur Aðalheiður, Gísli, Erna, Eyjólf- ur og Lára. Fóstursystkini eru Guðrún S. Guðmundsdóttir og Ólafur Valdimarsson. Þórey ólst upp í foreldrahúsum að Stað í Súgandafirði, að Mælifelli í Skagafirði og að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Stúdent 1952 frá Menntaskólanum á Ak- ureyri. Nám í guðfræðideild HÍ 1952-53 og 1974-75, kenn- arapróf úr stúdentadeild Kenn- araskóla Íslands 1962 og úr Mamiko Dís, fyrri eiginmaður Halldór Benediktsson og dóttir þeirra Módís Fujiko, unnusti Benjamin Schmid og dóttir þeirra Maísól Sonoko. Síðari eiginkona Ragnars er Dagný Chen Ming, dætur þeirra Eirdís Heiður Chen og Eirfinna Mána- dís Chen; b) Heiður, f. 31.5. 1958, d. 28.5. 1993. Eiginmaður var Ómar Sævar Harðarson, dætur þeirra Brynhildur og Þórey Mjallhvít, gift Fayaz Khan, hennar barn og Finnboga Þorkels Jónssonar er Heiður Ísafold; c) Lára Sigríður, f. 12.9. 1965. Eiginmaður er Atli Geir Jóhannesson, börn þeirra Atli Baldur og Heiður Þórey; d) Halldór Kristján, f. 12.9. 1965. Fyrri eiginkona er Sigríður Mel- rós Ólafsdóttir, synir þeirra Baldur Kolbeinn, Ólafur Elliði og Steinn Völundur. Síðari eig- inkona Halldórs er Hlíf Una Bárudóttir, dóttir þeirra Bára Mjallhvít. Útförin verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag, 29. júlí 2021, klukkan 13. Jarðarförinni verð- ur streymt á: https://youtu.be/DSY8Vxqys_w Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat framhaldsdeild fyr- ir sérkennara KÍ 1978. Kennari við Skóla Ísaks Jóns- sonar 1962-1983, yfirkennari við Þroskaþjálfaskóla Íslands 1983-1995, sérkennari við Ís- aksskóla 1997- 2004. Þórey giftist Baldri Sigurþóri Ragnarsyni, kennara, þýðanda og skáldi, 25.9. 1954, f. 25.8. 1930, d. 25.12. 2018. Foreldrar hans voru Ragnar Andrés Þor- steinsson, f. 11.5. 1905, d. 27.6. 1998, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 23.4. 1903, d. 4.10. 1992. Börn Þóreyjar og Baldurs eru a) Ragnar, f. 29.11. 1955. Fyrri eiginkona er Sari Ohyama, dætur þeirra Mariko Margrét, gift Árna Þór Vigfús- syni, synir þeirra eru Vigfús Fróði Fujio, Tómas Grettir To- mio og Emil Eldar Takao, og Móðir okkar, Þórey Mjallhvít H. Kolbeins, lifði lífi sínu eins og sólgeisli hlýr eins og foreldrar hennar höfðu kennt henni. Hún kenndi okkur manngæsku, sýndi föður okkar ást og umhyggju og var honum við hlið þegar hann kvaddi heiminn á jóladag 2018. Hún fór ekki í manngreinarálit og hún sá til þess að tengdafólk og ættingjar af asískum uppruna voru umfaðmaðir af fjölskyldunni jafnt og aðrir í ættinni. Mesta áfallið á ævi móður okk- ar var að Heiður, systir okkar, skyldi falla frá hinn 28. maí 1993, eftir harða baráttu við krabba- mein. Ekkert er móður þungbær- ara en þurfa að fylgja barni til hinstu hvílu. Sorgin vegna fráfalls Heiðar fylgdi henni til hinsta dags, jafnvel þótt ýmsar aðrar minningar yrðu henni óljósar í þoku fortíðar. Í ævi Þóreyjar tengjast tveir tímar. Hún fæddist á Stað í Súg- andafirði og varð vitni að tíma- skeiði mikilla framfara þegar þjóðin reis úr öskustónni og gekk inn í nútímann með samgöngum um allt land yfir fljót og firnindi, símasambandi og tölvum. Umfram allt var Þórey barn Þórey Mjallhvít H. Kolbeins Ástkær eiginkona, móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Boðaþingi 22, Kópavogi, lést á heimili sínu 30. júní. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýndan hlýhug og vináttu. Þorsteinn Gíslason Gísli Þorsteinsson Vala Dröfn Jóhannsdóttir Aðalheiður Þorsteinsdóttir Guðlaugur Jón Gunnarsson Gunnar Þorsteinsson Kristín Ólafsdóttir Guðbjörg Þorsteinsdóttir Einar Rúnar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu, dóttur og systur, ÞÓRUNNAR EGILSDÓTTUR alþingismanns frá Hauksstöðum, Vopnafirði. Við færum læknum og hjúkrunarfólki FSA og starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri sérstakar þakkir fyrir einstaka aðstoð og umhyggju. Friðbjörn Haukur Guðmundsson Kristjana L. Friðbjarnardóttir Axel Örn Sveinbjörnsson Guðmundur Friðbjarnarson Guðrún Helga Ágústsdóttir Hekla K. Friðbjarnardóttir barnabörn, bróðir og foreldrar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.