Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 26
26 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvunnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur,
Minniskort, USB lyklar og fleira
VIÐ GERUM VIÐ
allar tegundir síma,
spjaldtölva, tölva og dróna
Körfur
frá 25.000 kr.
Startpakkar
frá 5.500 kr.
og margt
fleira
Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is
Allt fyrir frisbígolf
Töskur
frá 3.990 kr.
Diskar
frá 2.500 kr.
Fjarlægðarmælir
24.990 kr.
29. júlí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.16
Sterlingspund 174.22
Kanadadalur 100.35
Dönsk króna 20.035
Norsk króna 14.266
Sænsk króna 14.657
Svissn. franki 137.91
Japanskt jen 1.1463
SDR 179.46
Evra 149.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.3811
BAKSVIÐ
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Verslunarmannahelgin er á næsta
leiti og líklega verður mikið um grill-
veislur, enda vill landinn gera vel við
sig um þessa löngu helgi. Fátt er
betra en að sitja úti í sólinni, um-
kringdur góðu fólki með dýrindis-
mat við hönd. Sól er í kortunum, og
þá aðallega á Norður- og Austur-
landi eins og verið hefur. Eigendur
sælkeraverslana bíða spenntir eftir
helginni og búast við aukinni sölu
þar sem útihátíðum á landinu hefur
verið frestað vegna innanlands-
takmarkana.
Stærsta helgi sumarsins
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjöt-
kompanís, segir að innanlands-
takmarkanir sem tóku gildi í síðustu
viku breyti aðeins vikunni, en búist
var við því að aðsóknin yrði mest á
fimmtudag og á föstudag. Nú verði
hún líklega dreifðari um helgina þar
sem fólk er minna á faraldsfæti út
fyrir höfuðborgina.
„Við reiknum með að þetta verði
svipað og um verslunarmannahelg-
ina í fyrra, en við sjáum 30-50%
aukningu á veltunni og magni, miðað
við venjulega helgi. Verslunar-
mannahelgin er án efa ein sú
stærsta, en auðvitað eru jólin
stærri,“ segir hann.
Lambakonfekt, nautalund í
trufflusveppakryddlegi, hamborg-
ararnir og nýja steikin þeirra „rib-
eye cap“ eru vinsælustu vörur búð-
arinnar að sögn Jóns og segir hann
söluna á „ribeye cap“ líkasta
„sprengju“, og segir að fyrir Covid
hafi fólk verið fyrr á ferðinni að
kaupa inn fyrir verslunarmanna-
helgina.
„Þá var traffíkin fyrr á ferðinni,
núna er fólk rólegra og þeir sem ætl-
uðu sér á útihátíðir eða út á land eru
kannski aðeins rólegri. Það er meiri
ró yfir þessu núna.“
Viktor Örn Andrésson, eigandi
Sælkerabúðarinnar, segir útlit fyrir
að verslunarmannahelgin verði
nokkuð lík því sem var í fyrra. Að
hans sögn finnur hann fyrir því að
fleira fólk stefni út á land en í fyrra.
„Verslunarmannahelgin er ekki
stærsta helgi árs-
ins en hún er
klárlega há-
punktur sumars-
ins. Jólin og pásk-
arnir eru stærri.
Síðan er Euro-
vision líka mjög
stórt. Um
verslunarmanna-
helgina er 30-40%
meiri velta en við
sjáum á venju-
legri helgi.“
Sælkerabúðin verður opin alla
helgina og Viktor segir steikar-
pakkana, trufflunautið og nauta-
ribeye vinsælustu afurðir búð-
arinnar.
„Þetta fer mikið eftir veðri. Fólk
er mestmegnis að kaupa sér steikur
á grillið og hafa það gott.“
Geir Rúnar Birgisson, eigandi
Kjötbúðarinnar, tekur í sama
streng og segir allt stefna í nokkuð
svipaða verslunarmannahelgi og í
fyrra.
Árið verið annasamt
„Verslunarmannahelgin fyrir Co-
vid og í fyrra var að öllu leyti nokk-
uð svipuð, nema laugardagurinn
var stærri en verið hefur, mun fleiri
kúnnar þá. Ég reikna með í ár að
þetta verði svipað og í fyrra. Sér-
staklega vegna þess hvernig veður-
spáin lítur út hjá okkur reiknum við
með því að fleiri verði hérna í bæn-
um og erum að gera áætlanir sam-
kvæmt því. Ef við horfum líka á
pantanir sem eru komnar, þá lítur
þetta vel út.“
Geir segir veltuna aukast að jafn-
aði um 50% um verslunarmanna-
helgina miðað við aðrar helgar. Árið
hefur verið annasamara en áður að
sögn Geirs og fólk rólegra en um
verslunarmannahelgar fyrir Covid.
Veður hefur áhrif
„Fólk er líka koma kannski tvisv-
ar. Áður fyrr kom það á fimmtudegi
eða föstudegi og keypti fyrir alla
helgina en núna þegar það er í bæn-
um kemur það bara aftur.“
Geir segir verslunarmannahelg-
ina stærstu sumarhelgina, en jól og
páskar séu þó stærri. Nautaribeye,
T-bone og „dry-age“ eru vinsælustu
steikurnar að sögn hans. Geir bætir
við að veður geti haft mikil áhrif á
kauphegðun viðskiptavina búð-
arinnar.
„Þegar það er betra veður sækir
fólk meira í lambakjötið og salan
eykst þar. Það er ekki sama aukn-
ingin í nautakjötinu á móti, því fólk
eðlilega grillar kannski aðeins
meira lambakjöt nú en oft áður.“
Búast við meiri umsvifum um helgina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sumar Landsmenn eru sólgnir í sælkerakjöt. Margir bíða spenntir eftir því að fara grilla í blíðviðri.
- Veltan eykst um 30-50% hjá kjötbúðunum - Trufflunaut, nauta-„ribeye“, hamborgarar og lamba-
konfekt vinsælast hjá fólki - Laugardagurinn stærri en fyrir faraldur - Sól í kortunum víðast hvar
Jón Örn
Stefánsson
Geir Rúnar
Birgisson
Viktor Örn
Andrésson
Hagnaður Arion banka nam 7.816
milljónum króna á öðrum ársfjórð-
ungi og jókst um 59,1% frá öðrum
ársfjórðungi á síðasta ári. Rekstrar-
tekjur bankans námu 15 milljörðum
á öðrum árfjórðungi og hækka um
tæpan milljarð á milli ára. Arðsemi
eiginfjár í fjórðungnum nam 16,3%
en var 10,5% fyrir sama tímabil í
fyrra.
Ef horft er til fyrstu sex mánaða
ársins nemur hagnaður bankans um
13,9 milljörðum króna og arðsemi
eiginfjár 14,3% á tímabilinu. Arð-
greiðsla og endurkaup á hlutabréf-
um bankans námu 17,8 milljörðum
króna á fyrstu sex mánuðum ársins
og stefnir bankinn að því að hefja
endurkaup á eigin bréfum á ný í dag
fyrir um fjóra milljarða.
Heildareignir bankans námu 1.218
milljörðum króna í lok júní en voru
1.173 milljarðar í árslok 2020. Lausa-
fjárstaða bankans jókst um 7,3%
þrátt fyrir endurkaup á hlutabréfum
hans og arðgreiðslur. Heildarskuldir
bankans eru 1.024 milljarðar króna í
lok annars ársfjórðungs en voru 975
milljarðar króna í árslok 2020. Eig-
infjárhlutfall bankans var 27,2% í lok
júní.
„Starfsemi Arion banka á öðrum
ársfjórðungi gekk mjög vel. Arðsemi
ársfjórðungsins upp á 16,3% er vel
yfir 10% arðsemismarkmiði bankans
og er þetta þriðji ársfjórðungurinn í
röð þar sem arðsemin er umfram
markmið. Það má því segja að vel
hafi tekist að aðlaga starfsemina
þeim áskorunum sem eru í umhverf-
inu,“ segir Benedikt Gíslason,
bankastjóri Arion banka, í tilkynn-
ingu frá bankanum.
Bankastjóri Benedikt Gíslason seg-
ir bankann yfir arðsemismarkmiði
þriðja fjórðunginn í röð.
Arion hagnast
um 7,8 milljarða
- Hagnaður bank-
ans 13,9 milljarðar
það sem af er ári