Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 DAÐI/DÖGG Regnjakkar kr. 11.990.- KRINGLAN · LAUGAVEGUR 91 · SMÁRALIND „VEIT HANN EKKI ÖRUGGLEGA AÐ ÞETTA ER BARA ÆFING?“ „HVENÆR ÆTLAR ÞÚ AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ RAUNVERULEIKANN?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leiða mömmu. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ÞARF EKKI AÐ STILLA VEKJARAKLUKKU ÉG VAKNA SJÁLFUR ÞAÐ ER ÁRIÐ 2078! ÚÚPS ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ ÞÚ HAFIR GERT VIÐ SKIPIÐ Á TUTTUGU MÍNÚTUM! ÉG GET SKRIFAÐ REIKNINGINN HANDA ÞÉR ÁÖÐRUM TUTTUGU MÍNÚTUM! ÞVÍ GET ÉG TRÚAÐ! var ég með vinnustofu hjá SÍM í Garðabæ. Ég hafði verið svolítið leit- andi í listinni í svolítinn tíma og hafði mikið verið að fást við fígúratívan ex- pressjónisma en þarna gerist eitt- hvað og mér fannst ég fara að leita meira inn á við og meira í abstrakt form og fer að mála mikið.“ Áður hafði Búi mestmegnis tekið þátt í sýningum tengdum hönnun bóka og myndasagna, en fer þarna að taka þátt í samsýningum og einkasýn- ingum þar sem málverkið er í aðal- hlutverki, og hefur oftast verið með sýningar í New York, en líka í Evr- ópu og á Íslandi. „Ég hef alltaf verið að leita að nýrri þekkingu og vil sækja á ný mið og verða fyrir áhrif- um.“ Árið 2012 fór Búi í Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist með meist- aragráðu í verkefnastjórnun. „Ég var byrjaður að mála mikið og vildi bæta við mig háskólanámi sem væri alveg ótengt myndlistinni. Ég held að þetta sé hluti af einhverju þroskaferli og maður tapar aldrei á því að læra eitt- hvað nýtt. Myndlist er í grunninn áhugi á lífinu.“ Fjölskylda Eiginkona Búa er Sif Sigfúsdóttir, fræðslustjóri dómstólasýslunnar, f. 16.11. 1967. Foreldrar hennar eru Sigfús J. Johnsen félagsmálastjóri, f. 25.11. 1930, d. 2.11. 2006, og Kristín S. Þorsteinsdóttir, fv. bankastarfs- maður, f. 27.5. 1930. Börn Búa og Sifjar eru Haukur Þór þýðandi, f. 16.3. 1981; Birgir Hrafn lögfræð- ingur, f. 30.1. 1984; Arnar Már, dokt- or í hagfræði, f. 24.1. 1987; Kristín Mjöll myndlistarkona, f. 13.2. 1990; Telma Sif, háskólanemi í Bandaríkj- unum, f. 11.4. 2000, og Hildur Björk, nemi í Verslunarskólanum, f. 29.5. 2004. Systkini Búa eru Jóna sálfræð- ingur, f. 11.11. 1958; Guðrún, pró- fessor í HÍ, f. 6.12. 1959; Guðjón læknir, f. 11.10. 1962, og Erlendur verkfræðingur, f. 8.4. 1966. Foreldrar Búa eru hjónin Krist- ján Búason, fv. sóknarprestur og dósent í guðfræði í Háskóla Íslands, f. 25.10. 1932, og Erla G. Guðjóns- dóttir fulltrúi, f. 20.5. 1932, d. 7.12. 2015. Búi Kristjánsson Þorvaldur Jakobsson prestur í Sauðlauksdal Magdalena Jónasdóttir húsfreyja í Sauðlauksdal Búi Þorvaldsson mjólkurfræðingur í Reykjavík Jóna Erlendsdóttir húsfreyja í Reykjavík Kristján Búason dósent í Reykjavík Erlendur Kristjánsson útvegsbóndi á Hvallátrum Steinunn Ólafsdóttir Thorlacius húsfreyja á Hvallátrum Gísli Sighvatsson bóndi á Höfða í Dýrafirði Jóna Elíasdóttir húsfreyja á Höfða í Dýrafirði Guðjón Gíslason sjómaður í Reykjavík Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þorsteinn Jónsson bóndi á Geithellum Sveinbjörg Þ. Pétursdóttir húsfreyja á Geithellum Úr frændgarði Búa Kristjánssonar Erla Gróa Guðjónsdóttir fulltrúi í Reykjavík Í Skútuöldinni segir svo: „Eftir að skipstjóri hafði sagt fyrir um stefnu þá, sem átti að stýra, fór hann niður og fékk sér hvíld, en fól Páli Siglfirðing að standa við stýri. Það leið ekki á löngu, að Páll byrj- aði að kveða, fyrst hljóðlega, en brýndi svo brátt raustina eftir því sem kaldinn glæddist. Hann kvað vísur eftir Sigurð Breiðfjörð og ýmsar fleiri, þar á meðal þessar: Vindur gall í voðunum, velti fallið gnoðunum, belgur skall við boðunum borðið vall í froðunum. Dundi í voðum, strengir stynja, stundum froðu knörrinn óð, mundu af boðum hengjur hrynja, hrundu af gnoðum Ránar jóð. Öslaði gnoðin, beljaði boðinn, blikaði voðin, Kári söng stýrið gelti, aldan elti, inn sér hellti á borðin löng. Næsta dag þegar komið var inn í flóann og útlit var fyrir, að leiðið héldist alla leið inn á höfn, og Páll var aftur kominn undir stýri, kvað hann og endurtók í sífellu þessa vísu eftir Bólu-Hjálmar: Sléttist gefla, glóði á refla, grunnleið teflir öldujór; masturstrefla höldar hefla, hætti að skefla digur sjór. Eftir tíu daga burtveru komum við svo aftur inn til Hafnarfjarðar.“ Þessar sumar-vísur eru eftir Sig- urð Breiðfjörð: Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum, veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. Bárur naumast stumra úr stað, hjá strandar krauma fótum; fiskar laumast fróni að fram í strauma mótum. Við lásum Rammaslag eftir Stephan G. Stephansson í mennta- skóla. Ég man hve hrifinn Heimir Steinsson var af þessu erindi, þeirri mynd sem skáldið dregur þar upp og af hljómfallinu: Mastrið syngur sveigt í keng, seglið kringum hljómar, raddir þvinga úr stagi og streng stormsins fingurgómar. Og þessi: Leggðu barminn alvot að aftanbjarma gljáa. Strjúktu harm úr hjartastað hrönnin arma-bláa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Páli Siglfirðingi og úr Rammaslag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.