Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 10

Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 10
DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar í Lækjargötu, segir síðustu 15 mánuði hafa verið lær- dómsríka. Tímabilið hafi verið mikill skóli í „mennsku“ eins og hann orðar það. Lýsir hann t.d. þeirri miklu aðlög- unarhæfni sem veitingamenn hafi þurft að sýna eftir því sem sótt- varnaaðgerðum hefur undið fram síðustu misserin. Fram til 10. desem- ber hafi veitingastaðurinn haft 400- 500 borðapantanir á degi hverjum fram að jólum. Þegar í ljós hafi kom- ið að ekki yrði slakað á sóttvarna- aðgerðum hafi staðurinn þurft að af- bóka viðskiptavini sína, sem sé þungbært. Viðbrögð fólks hafi hins vegar verið aðdáunarverð og m.a. byggt undir enn frekari heimsend- ingu á veitingum en verið hafi fram til þessa. Jakob er gestur í Dagmálum, sem aðgengileg eru á mbl.is. Hann ræðir þar um faraldurinn og veitingamark- aðinn en Jakob hefur frá árinu 2018 setið í stjórn Samtaka ferðaþjónust- unnar. Skekkja á vinnumarkaði Hann bendir á að launakostnaður sé hár á Íslandi og að hann vegi þungt í rekstri veitingastaða sem flestir séu reknir með afar litlum EBITDA-hagnaði. Hann telur mik- ilvægt að endurskoða kjarasamninga með tilliti til samsetningar vinnu- tíma fólks. Auka þurfi hlut þeirra sem sinni dagvinnu. „Ég held að það sé af hinu góða að það sé fókus á lægstu laun,“ segir Jakob en hann telur að of langt hafi verið í gengið í því að umbuna fólki fyrir að vinna utan dagvinnutíma. „Starfsmaður, 18 eða 19 ára, sem ég myndi ráða inn til mín á Jómfrúna á vaktir, er með dagvinnu og svo er hann með 33% álag eftir kl. 17 og 45% álag um helgar. En af því að hann er í vaktavinnu þá vinnur hann 15 daga í mánuði en ekki 20 eða 21 eins og ef þú ert í skrifstofuvinnu. Þessi starfsmaður er með 430 þús- und í laun.“ Bendir Jakob á að ofan á þessi laun bætist svo kostnaður vinnuveitanda upp á 35-40% og þá sé kostnaður fyrirtækisins vegna starfsmannsins allt að 600 þúsund krónur á mánuði. Segir hann að það séu ekki lág laun, sérstaklega þegar litið sé til þess að þarna sé um að ræða starfsmenn sem gjarnan séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumark- aði. Helgin byrjar snemma á Íslandi „Við erum á skjön við hinar Norð- urlandaþjóðirnar þegar kemur að skilgreiningu helgarvinnu. Hún byrjar kl. 17 á föstudegi hjá okkur en í mörgum öðrum löndum eftir hádegi á laugardegi.“ Bendir hann á að með því fyrirkomulagi sem hér hefur ver- ið byggt upp verði til neikvæðir hvat- ar sem komi niður á atvinnulífinu. „Neikvæða hliðin er sú að það er oft erfitt að fá fólk til að vinna dag- vinnu því það er svo miklu hærra kaup fyrir að vinna utan dagvinnu. En hví skyldi þetta vera svona nei- kvætt? Ég veit ekki hver bjó til þá hugmynd að það væri svo neikvætt að vinna á kvöldin og um helgar. Er þetta ekki einmitt sá sveigjanleiki sem fólk, að minnsta kosti á ákveðnu æviskeiði, myndi kalla eftir, þegar þú ert í námi eða annað, að geta stokkið í vinnu á kvöldin og um helg- ar og haft upp úr því sæmileg laun?“ Aðspurður segi Jakob að Jómfrúin stefni ótrauð á Sumardjass um kom- andi helgi, þrátt fyrir samkomu- takmarkanir. Öllum sóttvarna- reglum verði fylgt og fólk verði skráð í sæti. Segir hann afar ánægju- legt að tekist hafi að ræsa tónlistar- dagskrána að nýju eftir langt hlé en sumartónleikaröðin á Jómfrúartorg- inu hefur verið haldin nær óslitið frá árinu 1996. Faraldurinn mikill skóli í „mennskunni“ - Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir síðustu misseri hafa verið lærdómsrík - Sumardjassinn verður á sínum stað um verslunarmannahelgi - Er með stækkun á prjónunum Veitingamaður Jakob Einar Jakobsson keypti Jómfrúna ásamt Birgi Þ. Bieltvedt af föður sínum og Guðmundi Guðjónssyni árið 2015. Árið 2020 varð Jakob eini eigandi staðarins þegar hann keypti hlut Birgis að fullu. Að nýju Sumardjassinn hóf göngu sína að nýju um miðjan júní eftir langt hlé en sóttvarnaaðgerðir hafa að mestu komið í veg fyrir viðburðinn, sem haldinn hefur verið nær óslitið, að síðasta ári undanskildu, frá árinu 1996. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.