Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Er í lagi að vera ekki í lagi?
Maður spyr sig. Simone Biles,
ein frægasta íþróttakona jarðar,
dró sig úr keppni í úrslitum á Ól-
ympíuleikunum í Tókýó í vikunni
og sagðist þurfa að huga að and-
legri heilsu sinni. Viðbrögðin
voru, eins og við var að búast,
fjölbreytt og litskrúðug.
Sigursælasti keppandi í
sögu Ólympíuleikanna, sund-
maðurinn Michael Phelps, studdi
rækilega við bakið á ákvörðun
landa síns. Phelps vann 23 ól-
ympíugull, barðist við þunglyndi
og íhugaði um tíma að svipta sig
lífi. Hann kvaðst sjálfur ekki hafa
þorað að biðja um hjálp og hrós-
aði Biles í hástert fyrir að hafa
hugrekkið til að segja frá erfið-
leikum sínum.
Sjónvarpsmaðurinn Piers
Morgan, sem hefur einstakt lag á
því að lenda upp á kant við fólk,
var á öndverðum meiði. Hann
ásakaði Biles um að skýla sér á
bak við andlega vanheilsu eftir
laka frammistöðu í von um að
hún yrði fyrir minni gagnrýni.
Hélt hann því fram að það væri
hvorki aðdáunarvert né hugrakkt
að gefast upp og hún hefði með
þessu einfaldlega brugðist liðs-
félögum sínum.
Undirritaður á það sameigin-
legt með Piers Morgan að hafa
aldrei keppt sem afreks-
íþróttamaður og þurft að þola
það álag sem því vafalaust fylgir.
Ætlar hann því ekki að þykjast
vita hvað er rétt í þessum efnum.
Það var þó eitt í ágætu viðtali
Phelps við CBS sem vakti undir-
ritaðan sérstaklega til umhugs-
unar.
„Ef við hugum ekki að bæði
líkamlegri og andlegri heilsu,
hvernig ætlum við eiginlega að
vera hundrað prósent?“ sagði
sundkappinn sigursæli. Maður
spyr sig.
BAKVÖRÐUR
Kristófer Krist-
jánsson
kristoferk@mbl.is
Viðar Ari Jónsson skoraði fyrir
Sandefjord í góðum útisigri á Odds
í norsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gær. Viðar Ari fékk hæstu
einkunn fyrir frammistöðu sína hjá
mörgum netmiðlum í gærkvöldi.
Sandefjord sigraði 3:2 og skoraði
Viðar þriðja mark liðsins. Kom
hann liðinu þá 3:1 yfir.
Sandefjord er í 9. sæti deild-
arinnar með 19 stig eftir 13 leiki en
Odd er einnig með 19 stig.
Viðar Ari fékk
góða dóma
KNATTSPYRNA
Sambandsdeild Evrópu, seinni leikur:
Kópavogsv.: Breiðablik – Austria Vín 17.30
1. deild karla, Lengjudeildin:
Jáverkvöllur: Selfoss – Þróttur R....... 19.15
2. deild kvenna:
Húsavík: Völsungur – Hamrarnir............ 19
3. deild karla:
Týsvöllur: KFS – KFG ............................. 18
Í KVÖLD!
Ólympíuleikar
Karlar, A-riðill:
Bandaríkin – Íran............................... 120:66
Tékkland – Frakkland ......................... 77:97
_ Frakkland 4, Bandaríkin 3, Tékkland 3,
Íran 2.
Karlar, B-riðill:
Nígería – Þýskaland............................. 92:99
Ítalía – Ástralía..................................... 83:86
_ Ástralía 4, Ítalía 3, Þýskaland 3, Nígería
2. (2 stig fyrir sigur, 1 fyrir tap)
>73G,&:=/D
riðlinum af sjö. Sextán bestu kom-
ust í undanúrslit og synda þurfti á
53,71 sekúndu til að ná inn í þann
hóp.
Besti árangur Snæfríðar var
56,32 sekúndur en Íslandsmet
Ragnheiðar Ragnarsdóttur sem
Snæfríður Sól Jórunnardóttir náði
sínum besta árangri í 100 metra
skriðsundi í gær þegar hún hafnaði
í 34. sæti af 52 keppendum í grein-
inni á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Snæfríður synti á 56,15 sek-
úndum og varð í fjórða sæti í þriðja
hún setti árið 2009 er 55,66 sek-
úndur.
Snæfríður var með 38. besta tím-
ann fyrir leikana af þeim 52 sem
tóku þátt og hækkaði sig því upp
um fjögur sæti miðað við það.
Hún lauk þar með keppni í Tókýó
en í 200 metra skriðsundinu, sinni
aðalgrein, hafnaði Snæfríður í 22.
sæti og setti Íslandsmet.
Emma McKeon frá Ástralíu setti
ólympíumet í greininni í gær en
hún synti best allra í undanrás-
unum á 52,13 sekúndum.
Ljósmynd/Simone Castrovillari
Tókýó Snæfríður Sól Jórunnardóttir á fullri ferð í 100 metra skriðsundinu í ólympíulauginni í gær þar sem hún endaði í 34. sæti og setti persónulegt met.
Besti árangur og upp um fjögur sæti
FIMLEIKAR
Kri stján Jónsson
kris@mbl.is
Simone Biles, einn besti íþróttamað-
ur heims, verður ekki með í úrslitum í
fjölþraut í fimleikakeppni Ólympíu-
leikanna í Tókýó. Hún greindi frá
þessari ákvörðun í gær en áður hafði
hún dregið sig úr keppni í liðakeppn-
inni sem vakti gífurlega athygli. Úr-
slit á einstökum áhöldum eru fyr-
irhuguð dagana 1.-3. ágúst en ekki
kemur fram í yfirlýsingunni hvort
möguleiki sé að Biles muni keppa þar
á einhverju áhaldi.
Besta fimleikafólk heims keppir
ekki jafn reglulega og fólk í ýmsum
öðrum íþróttagreinum. Eftirvænt-
ingin vegna fimleikakeppninnar var
því mikil hjá íþróttaunnendum. Ekki
síst vegna Simone Biles sem var ein
helsta stjarna síðustu Ólympíuleika
fyrir fimm árum.
Biles glímdi við meiðsli í ökkla í að-
draganda Ólympíuleikanna. Hún er
því ekki heil heilsu og meiðslin virð-
ast hafa haft áhrif á sjálfstraustið.
Eftir að hafa dregið sig úr liðakeppn-
inni var hún mjög hreinskilin í sam-
tali við Eurosport og sagðist vera óör-
uggari í keppni en áður. Af svörunum
að dæma virtist einnig augljóst að hún
hefði takmarkaða ánægju af því að
keppa á leikunum. Gleðin sem ætti að
fylgja því að keppa við þær í bestu í
heimi á stóra sviðinu var orðin að
kvöð. Umhverfi sem hún hafði fundið
sig svo vel í fyrir fimm árum. Alla
vega ef mið er tekið af frammistöðu
hennar þá og breiða brosinu sem hreif
ófáa sem fylgdust með.
Frítíminn ánægjulegastur
Þegar fimleikakeppnin var að hefj-
ast í Tókýó birti stórblaðið The New
York Times afar áhugavert viðtal við
Biles sem tekið hafði verið viku áður.
Þar kemur skýrt fram að Biles geti
vart beðið eftir því að Ólympíu-
leikunum ljúki. Það sé orðinn þungur
kross að bera að vera andlit íþrótt-
arinnar í heiminum og vera keppandi
sem eigi ekki bara að vinna ólympíu-
gull heldur mörg. Auk þess sem lík-
aminn finni verulega fyrir því álagi
sem fimleikunum fylgir.
Sláandi var svar Biles við spurn-
ingu The New York Times um hvaða
stund á hennar ferli hefði verið
ánægjulegust. „Í hreinskilni sagt hef-
ur það líklegast verið frítíminn,“ var
svarið.
Svarið gefur einhverja mynd af því
hugarástandi sem Biles hefur verið í
og líklega er henni létt eftir að hafa
tekið þessa ákvörðun. Hún virðist vera
komin með upp í kok af því að vera
heimsfrægur afreksíþróttamaður eins
og það er kallað á mannamáli. Vonandi
er málið ekki alvarlegra en svo en vita-
skuld gæti Biles glímt við vanlíðan eða
depurð, um það verður ekki dæmt af
áhugamanni úr fjarlægð.
Ekki má heldur gleyma því að kon-
urnar í bandaríska fimleikalandslið-
inu hafa þurft að vinna úr ömurlegri
lífsreynslu þar sem margar þeirra
urðu fyrir kynferðisofbeldi í æf-
ingabúðum bandaríska fimleika-
sambandsins sem fékk að viðgangast
um langt skeið.
Biles vill sem minnst af bandaríska
fimleikasambandinu vita vegna
þessa. Segist ekki keppa fyrir hönd
þess heldur keppi hún fyrir hönd
svartra kvenna.
Hefur Biles fengið sig fullsadda?
- Verður ekki með í fjölþrautinni
- Gleðin virðist hafa breyst í kvöð
AFP
Í loftinu Simone Biles í keppni á jafnvægisslá í undankeppninni.
Alfreð Gíslason og hans menn í
þýska karlalandsliðinu í handknatt-
leik þurftu öðru sinni að sætta sig
við eins marks tap á Ólympíu-
leikunum í Tókýó í gær. Þeir töp-
uðu áður klaufalega fyrir Spánverj-
um og í gær unnu Frakkar þá 30:29
í sveiflukenndum leik. Dika Mem
skoraði 6 mörk fyrir Frakka og
Timo Kastening 7 fyrir Þjóðverja.
Frakkar og Spánverjar eru komnir
áfram en Þjóðverjar berjast við
Norðmenn og Brasilíumenn um tvö
sæti í átta liða úrslitunum í tveimur
síðustu umferðum riðilsins.
Annað naumt
tap hjá Alfreð
AFP
Þjálfarinn Alfreð Gíslason á hlið-
arlínunni gegn Frökkum í gær.
Guðni Valur Guðnason keppir síð-
astur Íslendinganna á Ólympíu-
leikunum í Tókýó í nótt en kl. 2.20
að íslenskum tíma, sem er 11.20 á
föstudagsmorgni í Tókýó, hefst
seinni riðillinn í undankeppni
kringlukasts karla. Íslandsmet
Guðna er 69,35 metrar en besti
árangur hans á tímabilinu er 65,39
metrar. Kasta þarf 66 metra til að
fara áfram, eða vera annars meðal
tólf bestu. Íslandsmetið setur
Guðna í 9. sæti af 32 kösturum en
hann er með 22. besta árangurinn
af þeim á þessu tímabili.
Guðni Valur
kastar í nótt
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Kringlan Guðni Valur Guðnason á
níunda besta árangur keppenda.