Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 12
Tekið er forskot á
sæluna og afmæl-
isdegi galdra-
drengsins Harrys
Potters, sem er
laugardagurinn
31. júlí, fagnað á
Amtsbókasafninu
á Akureyri á
morgun, 30. júlí.
Potterdagurinn
mikli var fyrst
haldinn há Amtsbókasafninu 2017
og hátt í 1.000 manns hafa sótt
viðburðinn ár hvert. Hátíðin verður
með öðru sniði í ár og áhersla lögð
á að börn og fjölskyldur geti tekið
þátt í hátíðahöldunum án hópa-
myndana. Viðburðurinn mun því
fara fram heima í stofu og á göt-
um úti
Á Amtsbókasafninu á morgun,
milli kl. 14 og 17, verða afhentir
Harry Potter-pakkar til þess að
taka með heim. Í hverjum pakka
leynist sitthvað skemmtilegt, svo
sem fjölbragðabaunir, föndur og
þrautir.
Í sýningarrými safnsins verður
hægt að skoða ýmsa töfrandi muni
tengda veröld Harrys Potters.
Frá föstudegi til sunnudags verð-
ur hægt að koma auga á ýmsar
persónur galdraheimsins á Ak-
ureyri, en fyrirtæki og stofnanir í
miðbænum leggja bókasafninu lið
með því að lána glugga fyrir rat-
leik.
Harry Potter
Ævintýri á Amtsbókasafninu
Galdradrengurinn
er á Akureyri
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 |
Við erum á facebook
Útsalan
í fullum
gangi
40-50%
afsláttur
50%
afslátturaf útsölu-buxum
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
N
ú um verslunarmanna-
helgina verður opið hús
fyrir gesti og gangandi í
gamla húsinu í Brautar-
holti í Dölum, þar sem lungann úr
síðustu öld var starfrækt sveitabúð
eins og algengar voru víða um land
fyrr á tíð. Vaktina
þar stóðu Aðal-
steinn Baldvins-
son kaupmaður
og Ingileif
Björnsdóttir en
nokkrir af afkom-
endum þeirra
eiga húsið í
Brautarholti og
bjóða nú fólki að
líta inn. „Segja
má að búðin gamla sé líkust safni og
húsið er bókstaflega fullt af minn-
ingum,“ segir Atli Ingólfsson, sem
er skipuleggjandi þessa viðburðar.
Í krambúðarstíl
Í Brautarholti var rekin verslun
frá 1908 til 1971. Hún átti sér trygga
viðskiptavini í Suður- og Miðdölum
en var líka vinsæll viðkomustaður
ferðalanga, enda stendur verslunar-
húsið við fjölfarinn þjóðveg. Því þótti
nauðsyn að í Brautarholti væri elds-
neytissala, það er dæla frá BP. Inn-
réttingar eru í krambúðarstílnum og
hafa varðveist óbreyttar. Heillegar
innréttingar sambærilegar er hvergi
að finna hérlendis nema þá í gömlu
búðinni í Flatey á Breiðafirði.
„Í innréttingunum eru skúffur
sem gjarnan eru merktar hverri
vörutegund, svo sem kaffi, sykur,
kaffibætir og svo framvegis. Í versl-
uninni fengust líka ýmsar vörur til
búrekstrar, svo sem reipi, ljáir,
brýni og auðvitað gúmmískór, eins
og allir í sveitinni þurftu að eiga. Svo
voru þarna líka man ég klæða-
strangar sem selt var af eftir máli,“
segir Atli sem hefur skipulagt sýn-
inguna, en bróðir hans Birgir, sem
var innanbúðarmaður og versl-
unarstjóri þar í mörg sumur á sínum
unglingsárum, átti stóran þátt í
hönnun og uppsetningu hennar.
„Annars var búðin hans afa
míns líka samkomustaður,“ heldur
Atli áfram. „Þarna hittist fólkið í
sveitinni til að ræða um landsins
gagn og nauðsynjar, karlarnir tóku í
nefið og sögðu sögur. Þetta var al-
veg frábær staður. Þá var í Brautar-
holti líka sláturhús, símstöð og
bréfahirðing, svo þetta var í raun
mjög mikilvægur staður fyrir sam-
félagið í sunnanverðum Dölum. Og
það var líka heilmikil pólitík í þessu
öllu. Kaupmannsbúðin var í harðri
samkeppni við kaupfélagið í Búðar-
dal og allt litaðist þetta af hörðum
flokkadráttum, og afi var gallharður
sjálfstæðismaður.“
Kreppuárin erfið
Aðalsteinn Baldvinsson kaup-
maður sagði sögu sína í Morgun-
blaðinu 18. júlí 1956 í greinargóðu
viðtali við Þorstein Thorarensen.
Þar er farið vítt yfir sviðið og löng
saga rifjuð upp. „Kreppuárin voru
miklir erfiðleikatímar fyrir fjöl-
skyldumann, sem hafði fyrir stórri
fjölskyldu að sjá, ekki síst, ef maður
hafði byggt afkomu sína að ein-
hverju leyti á verslun. Þá gerðist það
m.a. að margir fóru í skuldaskil og
virðist mér að það hafi oft verið
ranglátt. Varð ég að strika yfir
skuldir manna sem hefðu átt að geta
bjargað sér, en skellurinn kom á
mig, sem hafði fyrir stórri fjölskyldu
að sjá. En til slíks var ekkert tillit
tekið. Nú hin síðustu ár höfum við
hins vegar lifað góð ár með fram-
förum og velgengni.“
Harðnandi samkeppni, betri
samgöngur við Búðardal sem drógu
úr viðskiptum í Brautarholti og að
árin færðust yfir réð því að Aðal-
steinn kaus að draga sig í hlé og búð-
inni var lokað árið 1971.
Taugin er römm
Í dag eiga gamla verslunar-
húsið í Brautarholti börn Ingólfs,
sonar Aðalsteins og Ingileifar konu
hans. Atli er eitt þeirra, hann starfar
sem tónskáld og fer oft vestur í Dali
til að skapa sér næðisstundir.
„Römm er sú taug,“ segir Atli sem
verður við búðardeskinn í Brautar-
holti um verslunarmannahelgina,
laugardag og sunnudag, frá kl. 13-
18. Aðgangur er ókeypis.
Húsið er fullt af minningum
Dalirnir heilla! Sveita-
búðin í Brautarholti er
til sýnis nú um versl-
unarmannahelgina.
Mikilvægur staður
í Miðdölum. Líkast
byggðasafni. Gúmmí-
skór og kaffibætir.
Sagnfræði Frá Aðalsteini kaupmanni og umsvifum hans sagði í Morgun-
blaðinu árið 1956. Af viðtalinu má ráða að á ýmsu gekk í rekstrinum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Brautarholt Þekktur staður við þjóðveginn í sunnanverðum Dölunum.
Ljósmyndir/Úr einkasafni
Viðskiptavinir Ingvi Hallgrímsson, t.v., og Skjöldur Stefánsson í búðinni.
Atli Ingólfsson
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15
NÝR LITUR
10.950,- 4.990,-
MATILDA
FRÁ ELOMI
Verslunin
er lokuð frá
31. júlí - 2. ágúst
Allaf opið
á misty.is