Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Bífræfinn ræningi, gráhærður
maður á sextugsaldri, gekk inn í
hina nafntoguðu skartgripaverslun
Chaumet í Champs Élysées í gær
og bað um að fá að skoða dýr
djásn. Þegar orðið var við því dró
hann hins vegar upp byssu og
hrifsaði til sín skartgripi, sem
metnir eru á um 400 milljónir
króna. Hann gekk við svo búið út,
steig á rafskútu og hefur hvorki
sést til hans, skútunnar né ráns-
fengsins síðan. Myndir náðust af
ræningjanum á öryggis-
myndavélar, en þær koma að litlu
gagni, þar sem hann bar sótt-
varnagrímu líkt og skylt er.
PARÍS
Skartgriparæningi
stakk af á rafskútu
Skútur við Signubakka í Parísarborg.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Tilskipanir Emmanuels Macrons
Frakklandsforseta um harðar að-
gerðir til þess að þröngva fólki til
bólusetninga mælast mjög misjafn-
lega fyrir og þeim hefur verið mót-
mælt víða um land. Á mánudag réð-
ist múgur heilbrigðisstarfsmanna
inn á spítala í Saint-Étienne en þeir
voru reknir launalaust heim nema
þeir létu bólusetjast. Í dag á að hefj-
ast verkfall í Édouard Herriot--
spítalanum í Lyon, þar sem hand-
leggir voru græddir á Guðmund
Felix Grétarsson í janúar.
Allt þetta má rekja til tilskipunar
Macrons hinn 12. júlí um bólusetn-
ingarvegabréf, en án þess má ekki
hleypa fólki inn í líkamsræktarstöðv-
ar, kvikmyndahús, veitingahús og
bari. Það varð ekki til þess að sefa
fólk þegar einn ráðgjafa hans sagði
markmiðið að gera líf óbólusettra
ömurlegt.
Sjálfur var Macron herskár og
sagði þetta nýja sókn í stríðinu gegn
veirunni. Í fyrstu virtist þessi aðgerð
bera ávöxt þegar fólk þusti til bólu-
setningar, en síðan tóku andstæðing-
ar bólusetninga að svara og það full-
um hálsi; ef Macron vildi stríð, þá
fengi hann stríð.
Það skortir ekki á stríðsyfirlýsing-
arnar síðustu daga. Andstæðingar
bólusetninga tala um andspyrnu-
hreyfingu og nota fána frjálsra
Frakka úr seinni heimsstyrjöld, líkja
stjórn Macrons við leppstjórnina í
Vichy, saka þá sem krefjast vega-
bréfs fyrir að vera „samverkamenn“
og minna á hvernig Frakkar voru sí-
fellt krafðir um pappíra í hernáminu,
fjölmiðlum og starfsmönnum þeirra
er líkt við Göbbels og þar fram eftir
götum.
Hugsanlega veðjaði Macron á að
mótmæli yrðu lítil. Frakkar fara
helst ekki í götumótmæli í hinum
heita sumarleyfismánuði júlí, þótt á
því séu undantekningar líkt og 1789.
Um helgina mótmæltu samt hundr-
uð þúsunda á 168 stöðum í landinu.
Það er blendinn söfnuður. Meðal
forsprakkanna má sjá marga þjóð-
ernisöfgasinna, en meðal mótmæl-
enda eru innflytjendur áberandi.
Skoðanakannanir benda til að um
35% Frakka styðji mótmælendur.
Macron er þó ekki einangraður,
ámóta margir styðja hann. En þetta
er ekki gott veganesti fyrir forseta-
kosningarnar á næsta ári og Macron
átti í vök að verjast fyrir faraldurinn
vegna bágs efnahagsástands. Og
ekki til svara nú, þar sem hann er í
opinberri heimsókn í Suðurhöfum.
Stríðsástandið í Frakklandi
- Áköf mótmæli gegn bólusetningarvegabréfi Emmanuels Macrons víða um land
- Ummæli Frakklandsforseta um stríð gegn veirunni hent á lofti gegn honum
AFP
Frakkland Macron forseti á í vök að
verjast vegna viðbragða við veirunni.
Dixie-skógareldurinn geisar enn í skóglendi í
Norður-Kaliforníu, en þar er nægur eldiviður í
þjóðgarði og á vinsælu útivistarsvæði. Eldurinn
og hefur þegar brennt um 200.000 ekrur til ösku.
Til samanburðar er það um það bil jafnstórt
svæði og Reykjanesskaginn allur.
kviknaði fyrst um miðjan mánuðinn en lítið hef-
ur gengið að ráða við hann og framrás hans lítt
fyrirsjáanleg. Eldurinn er um 130 km að ummáli
Skógareldar geisa áfram vestanhafs
AFP
Fullbólusettir ríkisborgarar frá
Evrópusambandinu (ESB) og
Bandaríkjunum mega koma til Bret-
lands án þess að fara í sóttkví frá 2.
ágúst að telja. Sú tilslökun gildir á
öll gulmerkt lönd á svokölluðum
„gulum lista“.
Þetta breytir litlu fyrir Íslend-
inga, þar sem Ísland verður rauð-
merkt frá og með deginum í dag, en
kæmi sér vel ef sú staða breyttist.
Til þessa hafa engar undanþágur
verið veittar frá sóttkví komu-
farþega frá gulmerktum löndum
nema á fullbólusettum breskum rík-
isborgurum á heimleið þaðan, en að-
eins þó ef þeir hafa verið bólusettir í
Bretlandi. Það hefur mælst illa fyrir,
enda á fjöldi Breta hús á meginland-
inu.
Gert fyrir ferðaþjónustuna
Þessi ákvörðun var tekin á ríkis-
stjórnarfundi í gærmorgun, en lítið
hefur verið um ferðamenn í Bret-
landi vegna sóttvarnatakmarkana
við komu til landsins.
Ferðaþjónustan, sem er
fyrirferðarmikill geiri atvinnulífsins
í Bretlandi, hefur verið þessa mjög
hvetjandi, enda séu aðstæður í land-
inu nú allar aðrar en áður, vegna
bólusetningar þar í landi og meðal
helstu gestaþjóða.
Rannsóknir Aþjóðaferða-
málaráðsins benda til þess að breska
hagkerfið verði á hverjum degi af
639 milljónum sterlingspunda (jafn-
virði um 111 milljarða króna) af
þeim sökum og munar um minna. Í
löndum ESB hefur viðlíka kvöðum
um sóttkví við komu þangað víðast
hvar verið aflétt.
AFP
London Það er tómlegt á ferða-
mannastöðum eins og Marble Arch.
Bretar
slaka á
sóttkví við
komu
- Opna á fullbólu-
setta af „gulum“ lista
Ótti um öryggi bóluefnis AstraZeneca, sem alið var á með falsfréttum, var
ástæðulaus og kostaði mannslíf. Þetta er meðal ályktana af nýrri rann-
sókn, sem birtist í næsta tölublaði hins virta læknisfræðirits The Lancet.
Grunsemdir voru uppi um að bóluefnið gæti valdið blóðtappa og ýttu bæði
bóluefnisandstæðingar og ráðamenn í Evrópusambandinu undir falsfréttir
um ætlaða skaðsemi þess. Svo mjög að vantrú á bóluefni almennt jókst víða
verulega og dró mikið úr bólusetningu af þeim sökum. Samkvæmt rann-
sókninni getur bólusetning með bæði Pfizer og AstraZeneca aukið líkur á
blóðtappa lítillega, en líkurnar aukast margfalt veikist fólk af Covid-19.
RANNSÓKN Á ASTRAZENECA
Falsfréttir um bóluefni kostuðu mannslíf
AUGLÝSING UMÚTGÁFU FRAMKVÆMDALEYFI
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi þann 14. júlí 2021 að veita framkvæmdaleyfi
fyrir eftirfarandi framkvæmdum;
Framkvæmdaleyfi Æðarodda
Umsókn Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi, sem felur í sér að koma fyrir setþró og nýrri útrás.
Akraneskaupstaður auglýsir hér með útgáfu leyfisins. Framkvæmdaleyfið er gefið út skv. 10. gr.
reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Framkvæmdaleyfi Flóahverfi
Umsókn Veitna ohf. Um framkvæmdaleyfi er varðar tengingu á fráveitulögnum í Flóahverfi við
hreinsistöðina í Kalmansvík og byggingu skólpdælustöð við Lækjarflóa 1a í Flóahverfi.
Akraneskaupstaður auglýsir hér með útgáfu leyfisins. Framkvæmdaleyfið er gefið út skv. 10. gr.
reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Vakin er athygli á að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til útskurðarnefndar umhverfis og auðlinda-
mála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður
frá birtingu auglýsingar um leyfið, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála.