Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Rannsóknarskip Hafrann-
sóknastofnunar Íslands, Árni Frið-
riksson, kom í höfn í Hafnarfirði í
fyrradag eftir að hafa tekið þátt í ár-
legum alþjóðlegum uppsjáv-
arvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum
að sumarlagi, sem kallast upp á
ensku IESSNS, International Eco-
system Summer Survey in the Nor-
dic Seas.
Fyrstu niðurstöður leiðangursins
benda til þess að meira magn sé af
makríl í íslenskri fiskveiðilögsögu í
ár heldur en í fyrrasumar.
Þá benda niðurstöðurnar til að
makríll hafi áberandi meiri út-
breiðslu fyrir austan landið heldur
en sumarið 2021 en þéttleikinn sé lít-
ill. Með öðrum orðum er makríl víða
að finna en hann er dreifður.
Þetta kemur heim og saman við
frásagnir og tilfinningu sjómanna og
útgerðarmanna sem 200 mílur hafa
rætt við frá því haldið var af stað í
makrílveiðar í sumar.
Enn veiða skip í Smugunni þessi
dægrin og dæla á milli skipa til þess
að lágmarka tíma fram að löndun.
Stefán Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir
í samtali við 200 mílur að veiði sé enn
svipuð, það er hæg.
„Við reyndum í síðustu viku að
veiða í íslensku lögsögunni með
frekar litlum árangri. Það var bland-
að af síld og makríl en fiskurinn var
ansi góður. Það var lítið af honum
hér, en hann var stór og góður. Í
Smugunni er eitthvað meira af hon-
um en hann er smár eins og er og lé-
legur,“ segir Stefán.
Stefán segir gott samkomulag
ríkja um uppgjör gagnvart sjómönn-
um þegar dælt er á milli skipa.
„Aflaverðmætum er jafnt dreift á
milli skipa. Síðan er hlutur reikn-
aður út frá fjölda háseta um borð í
hverju skipi.“
Makríllinn er
á víð og dreif
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Makríll Enn gengur veiði hægt.
- Meiri makríll í
íslenskri lögsögu
heldur en í fyrra
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Í fyrsta lagi var mjög gott hvernig
starfsfólkið allt saman brást við. Þó
að það sé búið að undirbúa og skipu-
leggja alls konar viðbrögð er ekki
sjálfgefið að allir bregðist rétt við og
allir atburðir séu fyrisjáanlegir en
þetta var helvíti gott. Við erum
ánægð með hvernig fór og sérstak-
lega að enginn reyndist sýktur af
Covid-19,“ segir Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum, í samtali við 200 mílur um
þegar grunur um Covid-19-smit
kom upp í Kap II VE-7 eins og
greint var frá á 200 mílum á mbl.is í
fyrradag.
Skipið var á grálúðuveiðum norð-
vestan af Vestfjörðum, sunnan við
miðlínu til Grænlands þegar grun-
urinn vaknaði og voru viðbrögð
áhafnarinnar þau að sigla beint til
Grundarfjarðar. Öll áhöfnin fór í
sýnatöku í höfninni og fengu sýnin
flýtimeðferð.
Langir túrar, stutt stopp
„Þetta minnir okkur á að fara
mjög varlega. Núna eru mörg skip
að fara austur í Smuguna í viku-
túrum og jafnvel tveggja sólar-
hringa stím. Auðvitað skiptir miklu
máli að allir hugi að sínum sótt-
vörnum,“ segir Sigurgeir Brynjar.
„Við vinnum að því að afla okkur
hraðprófa, svo við getum prófað sjó-
menn áður en þeir fara á sjó, með
skömmum fyrirvara. Það er erfitt að
skipuleggja í kringum svona vertíðir
þar sem eru langir túrar og stutt
stopp. Það er aldrei að vita nema
sjómenn smitist í landi. Eins hefði, í
tilfelli Kap II, verið mjög gott að
hafa hraðpróf um borð úti á sjó. Þá
hefði verið hægt að tjékka menn af
úti á sjó og láta þá sofa úr sér úti á
sjó þar sem þetta var bara flensa,“
segir Sigurgeir Brynjar.
Spurður hvort slík hraðpróf séu
nægilega áreiðanleg segir Sigurgeir
Brynjar að í það minnsta séu þau
notuð víða um heim til að halda
starfsemi gangandi. Það þurfi að
þjálfa starfsfólk í notkun prófanna
og í það minnsta myndu þau veita
aukið öryggi. Hann segir þjónustu
Landhelgisgæslunnar og heilbrigð-
isyfirvalda í ferlinu hafa verið til
fyrirmyndar.
Óþægileg áminning en
hárrétt viðbrögð áhafnar
- Vinnslustöðin skoðar að taka upp hraðpróf við Covid-19
Ljósmynd/Óskar Pétur
Vestmannaeyjar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri VSV.