Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 35

Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Við VESTMANNEYJUM EINSTAKT ÚTSÝNI LJÚFFENGURMATUR KÍKTU Á OKKUR Á FACEBOOK -tanginn.is Flug fjórum sinnum í viku Við tökum flugið til Vestmannaeyja með Icelandair og skoðum einstaka náttúrufegurð og fjölbreytta afþreyingu með frábæru fólki í beinni útsendingu um helgina. Hægt er að fylgjast með í Sjónvarpi Símans og á K100.is Vestmannaeyjar hotelvestmannaeyjar.is Í HJARTA HEIMAEYJAR – HEIMILI AÐ HEIMAN. eitthvað er hafi það verið þyngra högg að fella viðburðinn niður í ár en í fyrra enda var fyrirsjáanlegt í hvað stefndi árið 2020 á meðan leit út fyrir að þetta sumar gæti allt verið opið og í eðlilegum skorðum. Var und- irúningur vel á veg kominn og nánast allt klárt í dalnum og t.d. búið að leggja raf- magn að hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal. „Sú staða sem komin er upp er líka áfall fyrir ÍBV enda Þjóðhátíð þeirra mikilvæg- asta tekjulind og segir sig sjálft að það er ekki auðvelt fyrir íþróttafélagið að viðburð- urinn falli niður tvö ár í röð. Einnig fara fyrirtækin í bænum á mis við mikilvægar tekjur enda uppgrip vikuna í kringum Þjóðhátíð hjá t.d. gististöðum, veit- ingastöðum og verslunum. Var allt tilbúið og búið að bæta í hillurnar þegar nýjar samkomutakmarkanir voru kynntar,“ segir Íris. „En umfram allt er fólkið í Eyjum dapurt yfir frestun Þjóðhátíðar enda er þessi viðburður menningarperlan okkar og frábær hátíð sem á engan sinn líka. Það er þó auðvitað þannig að þótt vonbrigðin séu mikil verðum við öll að sýna þessu skilning og halda áfram saman í baráttunni við veir- una.“ Ekki er þó öll von úti enn og hefur þjóðhátíðarnefnd gefið það út að staðan verði skoðuð að nýju 14. ágúst næstkomandi en þá er reiknað með að stjórnvöld ákveði hvort draga megi úr sóttvarnaaðgerðum. „En um leið er ekki hægt að hundsa þá staðreynd að það að undirbúa 15-17.000 manna hátíð er ekki eitthvað sem hægt er að gera á nokkrum dögum.“ Ánægðastir allra Að sögn Írisar er eftir sem áður mikill kraftur og jákvæðni í samfélaginu, upp- bygging íbúðarhúsnæðis gengur vel og margir sem hafa komið auga á kosti þess að flytja með fjölskyldur sínar til Vest- mannaeyja. „Nýleg könnun sem gerð var á vegum Landshlutasamtaka sveitarfé- laga leiddi í ljós að Vestmannaeyingar eru ánægðastir allra með búsetuskilyrði sín og sérstaklega ánægðir með þá þjón- ustu sem þeim stendur til boða. Sam- félagið er mjög fjölskylduvænt með leik-, grunn- og framhaldsskóla og gott aðgengi að háskólanámi. Íþróttastarfið er líka fjölbreytt og við erum stolt af góðri þjón- ustu við fatlaða. Þjónustustigið er hátt og mikil fjölbreytni í afþreyingu. Loks má ekki gleyma þeim lífsgæðum sem fylgja því að þurfa ekki að vera í umferðinni í klukkutíma á dag eða meira heldur geta farið allra sinna ferða á nokkrum mín- útum.“ Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Í sambandi Eftir smá byrjunarörðugleika ganga siglingar rafvædds Herjólfs eins og í sögu Morgunblaðið/Árni Sæberg Sátt Í könnun Landshlutasamtaka sveitarfélaga reyndust Vestmannaeyingar ánægðastir. Eitt af baráttumálum Vestmanna- eyinga er að sjúkraþyrla verði til taks á Suðurlandi og helst staðsett í Eyjum. Íris segir að vöntun á skurðstofuvakt geri það brýnt að geta komið Eyja- mönnum hratt á spítala í Reykjavík ef þess þarf. „Aukinn straumur ferða- manna um Suðurland skapar líka þörf fyrir þessa þjónustu og myndi stytta viðbragðstíma mikið að hafa sjúkra- þyrlu á svæðinu.“ Sjúkraþyrlan er vonandi á leiðinni en til stóð að ráðast í tilraunaverkefni. „En kórónuveirufaraldurinn setti þau plön í uppnám og við bíðum núna átekta,“ segir Íris. Bíða eftir sjúkraþyrlu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.