Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 HUMAN RESOURCES CLERK Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Human Resources Clerk lausa til umsóknar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Human Resources Clerk. Applicationinstructions and further information can be found on the Embassy’s home page: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA) Vilt þú efla samstarf Íslands og Bandaríkjanna í menntamálum? Fulbright stofnunin leitar að háskólamenntuðum einstaklingi í krefjandi og fjölbreytt starf sérfræðings (EducationUSA adviser/Fulbright program officer). Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi með góða skipulagshæfileika og þekkingu á bandarísku menntakerfi. Starfið felst m.a. í ráðgjöf til námsmanna, kynningu á námi í Bandaríkjunum og stjórnsýslu og samskiptum tengdum Fulbright styrkjum. Starfið krefst m.a. getu til að skrifa vandaðan texta, bæði á íslensku og ensku, góðrar þekkingar á helstu tölvuforritum og færni til að tileinka sér nýja tækni, vinna með ólíka gagnagrunna og annast kynningarstarfi og skipulagningu viðburða. Aðrar hæfniskröfur: sveigjanleiki, þjónustulund og samskiptahæfni. Við bjóðum áhugavert starf í alþjóðlegu umhverfi. Hér starfar lítið teymi þar sem framlag og frumkvæði hvers starfsmanns skiptir máli. Verkefni eru fjölbreytt og árstíðabundin - halda þarf utan um marga þræði og mæta glaður hverri áskorun. Upplýsingar um Fulbright stofnunina má finna á www.fulbright.is. Til að sækja um starfið skal senda umsóknarbréf og ferilskrá á netfangið belinda@fulbright.is merktar „starfsumsókn 2021“. Umsóknarbréf skal vera á ensku, en ferilskrá á íslensku. Vinsamlegast tilgreinið tvo meðmælendur. Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst n.k. Fulbright stofnunin á Íslandi Tilkynningar Skipulags- og byggingarful l t rúi Norðurþing / ketilsbraut 7-9 640 Húsavík Tillögur að breytingum á deili- skipulögum Miðhafnarsvæðis og Norðurhafnar á Húsavík Byggðarráð Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 22. júlí 2021 að kynna tillögur að breytingum á deiliskipulögum Miðhafnarsvæðis og Norðurhafnar á Húsavík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillaga vegna deiliskipulags miðhafnarsvæðis felur í sér stækkun skipulagssvæðisins þannig að miðhafnarskipulagið taki y#r lóðir og viðlegukannta Naustagarðs og slippsins (H3). Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir að Hafnarstétt 1 og 3 verði tengd með viðbyggingu sem mun loka á umferðarleið milli húsanna sem skilgreind er í gildandi deiliskipulagi. Í stað þeirrar leiðar er gert ráð fyrir kvöð um nýja umferðarleið milli Hafnarstéttar 3 og Hafnarstéttar 5. Að auki felur tillagan í sér nokkrar minniháttar breytingar og leiðréttingar fyrra skipulags. Breytingartillagan er sett fram sem uppdráttur á einu blaði í blaðstærð A1 og greinargerð í blaðstærð A4. Breytingartillaga vegna deiliskipulags Norðurhafnar felur í sér að skipulagssvæðið minnkar frá gildandi skipulagi þar sem lagt er upp með að lóðir og viðlegukanntar á Naustagarði og lóð slippsins (H3) fylgi hér eftir deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins. Breytingartillagan er sett fram sem uppdráttur með greinargerð á einu blaði í blaðstærð A1. Breytingartillögur þessar er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem þær hanga uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulags- tillagnanna er frá 29. júlí til og með 10. september 2021. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við breytingartillögunar er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir lok föstudags 10. september 2021. Tekið verður á móti skri"egum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing!nordurthing.is Húsavík, 23. júlí 2021 Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings Auglýsing um álagningu vanrækslugjalds frá og með 1. maí 2021 Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 1. maí 2021 tók gildi ný reglugerð um skoðun ökutækja, reglugerð nr. 414/2021. Samkvæmt reglugerðinni skal álagning vanrækslugjalds á eigendur (umráðamenn) þeirra ökutækja sem skráð eru í ökutækjaskrá hérlendis og ekki hafa verið færð til aðalskoðunar frá og með 1. maí 2021 hefjast þann dag. Álagning gjaldsins byggir á 45. og 46. gr. reglugerðarinnar, sbr. 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum. Miðast álagning gjaldsins, með þeim undantekningum sem greinir hér að neðan, við endastaf á skráningarmerkis ökutækis og skal það leggjast á sem hér segir: • 1. maí vegna ökutækja með 2 í endastaf • 1. júní vegna ökutækja með 3 í endastaf. • 1. júlí vegna ökutækja með 4 í endastaf. • 4. ágúst vegna ökutækja með 5 í endastaf. • 1. september vegna ökutækja með 6 í endastaf. • 1. október vegna ökutækja með 7 í endastaf. • 2. nóvember vegna ökutækja með 8 í endastaf. • 1. desember vegna ökutækja með 9 í endastaf. • 4. ágúst vegna ökutækja með einkamerki sem ekki enda á tölustaf. • 1. október vegna fornbifreiða, húsbifreiða, bifhjóla, þar með talin fornbifhjól og létt bifhjól, hjólhýsa, fellihýsa og tjaldvagna, sbr. 7. gr. reglugerðar um skoðun ökutækja og 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í sömu reglugerð. Vanrækslugjald leggst á vegna þeirra ökutækja sem ekki hafa verið færð til endurskoðunar skv. ákvæðum reglugerðar um skoðun ökutækja þegar liðinn er mánuður frá lokum þess mánaðar er ökutækið skyldi fært til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun skoðunarmanns. Vanrækslugjald leggst á vegna þeirra ökutækja sem ekki hafa verið færð til skoðunar þegar liðinn er mánuður frá því að skráningarmerki var afhent tímabundið til þess að færa mætti ökutækið til skoðunar. Þremur mánuðum eftir álagningu vanrækslugjalds hefst innheimta þess hafi ökutækið ekki verið fært til skoðunar eða það skráð úr umferð og gjaldið greitt innan þess tíma. Ísafirði, 27. júlí 2021. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum. Nauðungarsala PROTOCOL ASSISTANT Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Protocol Assistant lausa til umsóknar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Protocol Assistant . Applicationinstructions and further information can be found on the Embassy’s home page: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA) Aflagrandi Samfélagshús Opin vinnustofa kl. 9-12.30, göngutúr um hverfið kl. 10.30-11.15, skák kl. 13-15.45, bingó kl. 13.30-14.30, kaffi kl. 14.30-15.20. Allir velkomnir! Nánari upplýsingar má nálgast á skrif- stofu Samfélagshúss og í síma 411-2701 & 411-2702. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Gönguhópur með göngustjóra kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12- 16.Töfrasýning / skemmtun kl. 13. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðaþing Bíósýning fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13.15, sýndur verður þáttur úr Stiklum Ómars Ragnarssonar. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-15.40. Föndurhornið kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 12.50-13.20. Opin Listasmiðja kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Gjábakki Opin vinnustofa í allt sumar í Gjábakka á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13 og 15. Á staðnum verður boðið upp á máln- ingu, pensla og blöð. Bíósýning þriðjudaginn 3. og miðvikudaginn 4. ágúst kl. 13.15, sýndur verður þáttur úr Stiklum Ómars Ragnarssonar. Gullsmári Bíósýning þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.15, sýndur verður þáttur úr Stiklum Ómars Ragnarssonar. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10. Augnablik - ég á mér rödd kl. 9-12. Opin vinnustofa kl. 9-16. Gönguferð kl. 13.30. Korpúlfar Það verður frí í styrktar- og jafnvægisleikfimi í þessari viku, byrjar svo aftur fimmtudaginn 5. ágúst.Tölvunámskeið kl. 9 í Borgum. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15 og 18.30, kaffispjall í króknum frá kl. 9, leikfimi í salnum Skólabraut kl. 11. Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á - $*& $!,')"#+(%")
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.