Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Kíktu til okkar
í góðan mat og
notalegt andrúmsloft
Borðapantanir á
www.matarkjallarinn.is
Nýttu ferðagjöfina
hjá okkur
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
S
jálfsmynd er 34. sólóplata
Bubba Morthens, hvorki
meira né minna, og sú
fyrsta síðan Regnbogans
stræti sem kom út árið 2019 við góð-
ar undirtektir.
Sömu hljóðfæraleikarar eru með í
för og á þeirri plötu, eða þeir Guð-
mundur Óskar Guðmundsson, upp-
tökustjóri og bassaleikari, þekkt-
astur úr hljómsveitinni Hjaltalín,
Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljóm-
borðsleikari, Örn Eldjárn gítarleik-
ari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxó-
fónleikari og Þorvaldur Þór
Þorvaldsson trommari.
Eins og nafn plötunnar gefur til
kynna horfir Bubbi nokkuð inn á við
á plötunni, en önnur umfjöllunarefni
fá einnig sinn sess eins og heyra má
í upphafslaginu „Ertu góður?“ Þar
er hlýnun jarðar í brennidepli og tit-
illinn gæti þannig verið vísun í sam-
visku ráðamanna, eða þá bara al-
mennings. Eru allir að leggja sitt af
mörkum eða ætla menn bara að
fljóta sofandi að feigðarósi? Þarft
umfjöllunarefni í týpísku Bubba-
rokklagi en traustu sem slíku. Er-
indi eins og: „Það eru börnin í aug-
um þínum sem finna enga leið út -
Jöklar sem svitna í sólinni og sálin
er full af grút“ og síðar: „Á Þingvöll-
um eru fagurgræn tún, þar fer vind-
urinn í sleik - Íslenska fánann dreg-
inn að hún, þar eru kvöldin blá og
bleik“ hljóma
vissulega skringi-
lega en einhvern
veginn sleppur
þetta fyrir horn.
Er þetta ekki
bara ekta Bubbi?
Annað prýði-
legt rokklag þar sem horft er út á
við er „Þessir menn“, eitt af betri
lögum Sjálfsmyndar, þar sem saxó-
fóninn stelur senunni og gefur því
þennan gamla góða blæ frá níunda
áratugnum. Viðlagið er líka grípandi
eins og Bubba er von og vísa. Text-
inn gæti verið vísun í margt en upp í
hugann koma hrokafullir og dóna-
legir karlar sem vaða yfir aðra á
skítugum skónum án þess að hafa
nokkuð efni á því.
Bubbi er góður sögumaður líkt og
hann hefur sýnt í sígildum lögum á
borð við „Agnes og Friðrik“ og
„Syneta“. Hann heldur uppteknum
hætti í „12 hvítir hestar“ og „Ást-
rós“. Fyrrnefnda lagið fjallar um
þegar erlendur veiðimaður sá fyrir
löngu síðan 12 hvíta hesta þjóta yfir
Hvítá og hefur textinn og flutning-
urinn allur yfir sér dulúðlegan blæ.
Gæðin í spilamennskunni skína
þarna vel í gegn.
Síðarnefnda lagið fjallar um hve
heimilisofbeldi getur haft hræðileg-
ar afleiðingar og þar nýtur Bubbi
aðstoðar Bríetar, auk þess sem
GDRN er í bakröddum. Sterkur
leikur að fá þær til aðstoðar og þau
erindi sem Bríet syngur gera mjög
gott lag enn betra. Textabrot á borð
við: „Varð að vernda börnin rjúfa
þessa hlekki, þeir fella óða hunda er
það ekki?“ og „Þegar hann drakk þá
dó í honum ljósið, þá urðu augu hans
sem svartanótt“ eru sömuleiðis
sterk og eftirminnileg.
Í laginu „Á horni hamingjunnar“
horfir ástfanginn Bubbi síðan inn á
við í óði til eiginkonu sinnar. „Ég
beið á horni hamingjunnar eftir
stelpu eins og þér“ er góð og gríp-
andi lína sem Bubbi flytur eins og
honum einum er lagið.
„Hungur“, þar sem Auður leikur
á rafmagnsgítar, er fyrirtaks, sálar-
skotið lag þar sem Bubbi gæti verið
mála mynd af sjálfum sér: „Fyrst
kom gráminn og síðan settist rykið.
Mér var sagt að ég dópaði of mikið,
það eina sem ég átti þetta kvöld ást-
in mín var þetta ískalda hungur sem
leitaði til þín“.
Þegar Bubbi er ekki að segja sög-
ur eða syngja um ástina, syngur
hann um trúna og Guð og gerir það
vel í „Guð er ekki til“: „Mig dreymdi
Guð og draumurinn var skýr –
óttinn er það sem heimsins illsku
knýr“. Aftur fær hann sess í hinu
hressa „Ennþá er tími“: „Guð er
mér týndur, tapaði hann mér? –
Kirkjan á vergangi mannlaus er“.
Í lokalaginu „Sól skín“ kemur
Guð aftur við sögu og þar virðist
Bubbi horfa inn aftur inn á við:
„Sært hef ég marga þó mest sjálfan
mig, sjálfsagt líka svikið þig - En í
blóðfen fíknar lágu sporin mín, yfir
sumri mínu vetrarsólin skín“. Ma-
rimbu-sólóið kryddar þetta annars
miðlungs lag rækilega og færir því
töfra.
Sjálfsmynd er plata sem snertir á
hinum ýmsu krókum og kimum ást-
arinnar en einnig trúnni á Guð al-
máttugan. Sólin kemur sömuleiðis
við sögu í langflestum textunum,
hvort sem jöklanir eru að svitna í
henni, hún sest niður, rís eða ein-
faldlega skín. Enda er sumarið tím-
inn, eins og segir í laginu. Þótt sólin
hafi verið fjarverandi hér suðvestan-
lands meira og minna í sumar er
hægt að hugga sig við sólina hans
Bubba. Hún skín bjart eins og svo
oft áður.
Morgunblaðið/Eggert
Kóngurinn „Sjálfsmynd er plata sem snertir á hinum ýmsu krókum og kimum ástarinnar en einnig trúnni á Guð
almáttugan,“ segir gagnrýnandinn og að sól Bubba skíni hér bjart. Hann æfir hér fyrir útgáfutónleika plötunnar.
Hljómplata
Sjálfsmynd bbbbn
Sólóplata Bubba Morthens sem er höf-
undur laga og texta.
Guðmundur Óskar Guðmundsson leikur
á bassa, Hjörtur Ingvi Jóhannsson á
hljómborð, Örn Eldjárn á gítar, Aron
Steinn Ásbjarnarson á saxófón og Þor-
valdur Þór Þorvaldsson trommar. Bríet
og GDRN syngja í laginu Ástrós.
Útgefandi: Alda Music ehf, 2021.
FREYR
BJARNASON
TÓNLIST
Sólin hans Bubba
„Hve lífið getur verið einstakt og einleikið. Annað árið
í röð verðum við að fresta okkar árlegu Act alone leik-
listar- og listahátíð á Suðureyri,“ segir í tilkynningu
frá Elfari Loga Hannessyni, listrænum stjórnanda há-
tíðarinnar. „Hátíðin átti að vera haldin hátíðleg í næstu
viku, 5.–8. ágúst, og var það jafnframt okkar 18 ár,
bara komin í góðan Whiskýárgang, en því miður.
Víst er Actið alveg einstakt í hinni íslensku hátíðar-
flóru en við viljum hins vegar ekki vera ein og stök í
hátíðardeildinni. Allt í kring er verið að fresta og eða
aflýsa hátíðum og viðburðum […] Því er það eina í
stöðunni að fresta Act alone 2021 um óákveðinn tíma.“
Leiklistarhátíðinni Act alone frestað
Elfar Logi
Hannesson
Bandaríski trommuleikarinn Joey
Jordison, einn stofnenda málm-
sveitarinnar dáðu, Slipknot, er lát-
inn 46 ára að aldri. Hann lést í
svefni en hann hætti í Slipknot fyrir
átta árum eftir að hafa greinst með
taugahrörnunarsjúkdóm.
Jordison var dáður fyrir hraðan,
kröftugan og frumlegan trommu-
leik sinn. Árið 2010 völdu lesendur
trommutímaritsins Rhythm hann
besta trommara undangengins
aldarfjórðungs.
Jordison ólst upp í Iowa og lék
með ýmsum sveitum áður en hann
gekk til liðs við Slipknot. Fyrsta
plata sveit-
arinnar kom út
árið 1999 og sló í
gegn en liðs-
mennirnir komu
ætíð fram með
hryllingsgrímur.
Eftir að hann
hætti í Slipknot
lék Jordison með
nokkrum sveit-
um sem hann stofnaði, eins og
Vimic, Sinsaenum og Murderdolls.
Gegnum árin trommaði hann líka á
tónleikum með Metallica, Korn, Sa-
tyricon, Ministry og Rob Zombie.
Trymbillinn Joey Jordison allur
Joey Jordison
„Ljósmyndir og litaflóð“ er heiti
sýningar ljósmyndarans og blaða-
mannsins Áskels Þórissonar sem
verður opnuð í Deiglunni í Lista-
gilinu á Akureyri í dag, fimmtudag,
klukkan 17. Sýningin verður síðan
opin föstudag, laugardag og sunnu-
dag kl. 13–17.
Um árabil hefur Áskell einbeitt
sér að náttúrulífsmyndum og gjarn-
an tekið nærmyndir. Þá hefur hann
unnið myndirnar í myndvinnslu-
forritum og náð fram litbrigðum
sem gera myndirnar ólíkar því sem
fólk á að venjast.
„Ég hika ekki við
að ýkja liti og
draga fram þá
liti sem ber
minna á,“ segir
hann.
Áskell var
meðal annars
blaðamaður og
síðar ritstjóri
Dags. Síðar stofnaði hann Bænda-
blaðið fyrir Bændasamtök Íslands
og ritstýrði blaðinu um árabil.
Ljósmyndir og litaflóð Áskels í Deiglu
Áskell Þórisson