Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Borðapantanir á www.matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 S jálfsmynd er 34. sólóplata Bubba Morthens, hvorki meira né minna, og sú fyrsta síðan Regnbogans stræti sem kom út árið 2019 við góð- ar undirtektir. Sömu hljóðfæraleikarar eru með í för og á þeirri plötu, eða þeir Guð- mundur Óskar Guðmundsson, upp- tökustjóri og bassaleikari, þekkt- astur úr hljómsveitinni Hjaltalín, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljóm- borðsleikari, Örn Eldjárn gítarleik- ari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxó- fónleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommari. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna horfir Bubbi nokkuð inn á við á plötunni, en önnur umfjöllunarefni fá einnig sinn sess eins og heyra má í upphafslaginu „Ertu góður?“ Þar er hlýnun jarðar í brennidepli og tit- illinn gæti þannig verið vísun í sam- visku ráðamanna, eða þá bara al- mennings. Eru allir að leggja sitt af mörkum eða ætla menn bara að fljóta sofandi að feigðarósi? Þarft umfjöllunarefni í týpísku Bubba- rokklagi en traustu sem slíku. Er- indi eins og: „Það eru börnin í aug- um þínum sem finna enga leið út - Jöklar sem svitna í sólinni og sálin er full af grút“ og síðar: „Á Þingvöll- um eru fagurgræn tún, þar fer vind- urinn í sleik - Íslenska fánann dreg- inn að hún, þar eru kvöldin blá og bleik“ hljóma vissulega skringi- lega en einhvern veginn sleppur þetta fyrir horn. Er þetta ekki bara ekta Bubbi? Annað prýði- legt rokklag þar sem horft er út á við er „Þessir menn“, eitt af betri lögum Sjálfsmyndar, þar sem saxó- fóninn stelur senunni og gefur því þennan gamla góða blæ frá níunda áratugnum. Viðlagið er líka grípandi eins og Bubba er von og vísa. Text- inn gæti verið vísun í margt en upp í hugann koma hrokafullir og dóna- legir karlar sem vaða yfir aðra á skítugum skónum án þess að hafa nokkuð efni á því. Bubbi er góður sögumaður líkt og hann hefur sýnt í sígildum lögum á borð við „Agnes og Friðrik“ og „Syneta“. Hann heldur uppteknum hætti í „12 hvítir hestar“ og „Ást- rós“. Fyrrnefnda lagið fjallar um þegar erlendur veiðimaður sá fyrir löngu síðan 12 hvíta hesta þjóta yfir Hvítá og hefur textinn og flutning- urinn allur yfir sér dulúðlegan blæ. Gæðin í spilamennskunni skína þarna vel í gegn. Síðarnefnda lagið fjallar um hve heimilisofbeldi getur haft hræðileg- ar afleiðingar og þar nýtur Bubbi aðstoðar Bríetar, auk þess sem GDRN er í bakröddum. Sterkur leikur að fá þær til aðstoðar og þau erindi sem Bríet syngur gera mjög gott lag enn betra. Textabrot á borð við: „Varð að vernda börnin rjúfa þessa hlekki, þeir fella óða hunda er það ekki?“ og „Þegar hann drakk þá dó í honum ljósið, þá urðu augu hans sem svartanótt“ eru sömuleiðis sterk og eftirminnileg. Í laginu „Á horni hamingjunnar“ horfir ástfanginn Bubbi síðan inn á við í óði til eiginkonu sinnar. „Ég beið á horni hamingjunnar eftir stelpu eins og þér“ er góð og gríp- andi lína sem Bubbi flytur eins og honum einum er lagið. „Hungur“, þar sem Auður leikur á rafmagnsgítar, er fyrirtaks, sálar- skotið lag þar sem Bubbi gæti verið mála mynd af sjálfum sér: „Fyrst kom gráminn og síðan settist rykið. Mér var sagt að ég dópaði of mikið, það eina sem ég átti þetta kvöld ást- in mín var þetta ískalda hungur sem leitaði til þín“. Þegar Bubbi er ekki að segja sög- ur eða syngja um ástina, syngur hann um trúna og Guð og gerir það vel í „Guð er ekki til“: „Mig dreymdi Guð og draumurinn var skýr – óttinn er það sem heimsins illsku knýr“. Aftur fær hann sess í hinu hressa „Ennþá er tími“: „Guð er mér týndur, tapaði hann mér? – Kirkjan á vergangi mannlaus er“. Í lokalaginu „Sól skín“ kemur Guð aftur við sögu og þar virðist Bubbi horfa inn aftur inn á við: „Sært hef ég marga þó mest sjálfan mig, sjálfsagt líka svikið þig - En í blóðfen fíknar lágu sporin mín, yfir sumri mínu vetrarsólin skín“. Ma- rimbu-sólóið kryddar þetta annars miðlungs lag rækilega og færir því töfra. Sjálfsmynd er plata sem snertir á hinum ýmsu krókum og kimum ást- arinnar en einnig trúnni á Guð al- máttugan. Sólin kemur sömuleiðis við sögu í langflestum textunum, hvort sem jöklanir eru að svitna í henni, hún sest niður, rís eða ein- faldlega skín. Enda er sumarið tím- inn, eins og segir í laginu. Þótt sólin hafi verið fjarverandi hér suðvestan- lands meira og minna í sumar er hægt að hugga sig við sólina hans Bubba. Hún skín bjart eins og svo oft áður. Morgunblaðið/Eggert Kóngurinn „Sjálfsmynd er plata sem snertir á hinum ýmsu krókum og kimum ástarinnar en einnig trúnni á Guð almáttugan,“ segir gagnrýnandinn og að sól Bubba skíni hér bjart. Hann æfir hér fyrir útgáfutónleika plötunnar. Hljómplata Sjálfsmynd bbbbn Sólóplata Bubba Morthens sem er höf- undur laga og texta. Guðmundur Óskar Guðmundsson leikur á bassa, Hjörtur Ingvi Jóhannsson á hljómborð, Örn Eldjárn á gítar, Aron Steinn Ásbjarnarson á saxófón og Þor- valdur Þór Þorvaldsson trommar. Bríet og GDRN syngja í laginu Ástrós. Útgefandi: Alda Music ehf, 2021. FREYR BJARNASON TÓNLIST Sólin hans Bubba „Hve lífið getur verið einstakt og einleikið. Annað árið í röð verðum við að fresta okkar árlegu Act alone leik- listar- og listahátíð á Suðureyri,“ segir í tilkynningu frá Elfari Loga Hannessyni, listrænum stjórnanda há- tíðarinnar. „Hátíðin átti að vera haldin hátíðleg í næstu viku, 5.–8. ágúst, og var það jafnframt okkar 18 ár, bara komin í góðan Whiskýárgang, en því miður. Víst er Actið alveg einstakt í hinni íslensku hátíðar- flóru en við viljum hins vegar ekki vera ein og stök í hátíðardeildinni. Allt í kring er verið að fresta og eða aflýsa hátíðum og viðburðum […] Því er það eina í stöðunni að fresta Act alone 2021 um óákveðinn tíma.“ Leiklistarhátíðinni Act alone frestað Elfar Logi Hannesson Bandaríski trommuleikarinn Joey Jordison, einn stofnenda málm- sveitarinnar dáðu, Slipknot, er lát- inn 46 ára að aldri. Hann lést í svefni en hann hætti í Slipknot fyrir átta árum eftir að hafa greinst með taugahrörnunarsjúkdóm. Jordison var dáður fyrir hraðan, kröftugan og frumlegan trommu- leik sinn. Árið 2010 völdu lesendur trommutímaritsins Rhythm hann besta trommara undangengins aldarfjórðungs. Jordison ólst upp í Iowa og lék með ýmsum sveitum áður en hann gekk til liðs við Slipknot. Fyrsta plata sveit- arinnar kom út árið 1999 og sló í gegn en liðs- mennirnir komu ætíð fram með hryllingsgrímur. Eftir að hann hætti í Slipknot lék Jordison með nokkrum sveit- um sem hann stofnaði, eins og Vimic, Sinsaenum og Murderdolls. Gegnum árin trommaði hann líka á tónleikum með Metallica, Korn, Sa- tyricon, Ministry og Rob Zombie. Trymbillinn Joey Jordison allur Joey Jordison „Ljósmyndir og litaflóð“ er heiti sýningar ljósmyndarans og blaða- mannsins Áskels Þórissonar sem verður opnuð í Deiglunni í Lista- gilinu á Akureyri í dag, fimmtudag, klukkan 17. Sýningin verður síðan opin föstudag, laugardag og sunnu- dag kl. 13–17. Um árabil hefur Áskell einbeitt sér að náttúrulífsmyndum og gjarn- an tekið nærmyndir. Þá hefur hann unnið myndirnar í myndvinnslu- forritum og náð fram litbrigðum sem gera myndirnar ólíkar því sem fólk á að venjast. „Ég hika ekki við að ýkja liti og draga fram þá liti sem ber minna á,“ segir hann. Áskell var meðal annars blaðamaður og síðar ritstjóri Dags. Síðar stofnaði hann Bænda- blaðið fyrir Bændasamtök Íslands og ritstýrði blaðinu um árabil. Ljósmyndir og litaflóð Áskels í Deiglu Áskell Þórisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.