Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Lágstemmdar fámennar hátíðir þar sem skynsemi og sóttvarnir ráða. Þetta er meginstef komandi verslunarmannahelgar. Fólk sem Morgunblaðið ræddi við ætlar að gera sér glaðan dag; hittast í vinaranni, fara í gönguferðir, grilla, syngja og spila. Góða skemmtun! „Við gerum það besta sem hægt er í stöðunni,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. „Auðvitað eru vonbrigði að Þjóðhátíð hafi verið frestað, annað árið í röð, og enn verra að kórónuveiran hafi aftur látið á sér kræla. Við höfum færst aftur um reiti á langri vegferð en við því er svo sem ekkert að gera eða segja nema halda baráttunni áfram. Ég hlakka til þjóðhátíðarhelgarinnar, þar sem við systkinin og makar okkar – auk vinafólks – ætlum að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman með krökkunum okkar. Eyjarnar bjóða upp á svo margt og við Vestmannaeyingar er- um þekkt fyrir gleði og stemningu.“ Rétt eins og hæfir verður margvíslegt góð- gæti á borðum hjá Írisi og hennar fólki um þjóðhátíðarhelgina. Reikna með kjötsúpu á föstudagskvöldið, út að borða á laugardeginum og lunda á sunnudag. „Við erum búin að út- vega okkur lunda, sem er alveg ómissandi núna. Stefnt er að því að halda einhvers konar útgáfu af þjóðhátíð síðar í ágúst ef sóttvarnir og staða faraldursins leyfa. Að minnsta kosti er nánast allt tilbúið inni í Herjólfsdal; skreyt- ingar, myllan er á sínum stað, búið að hlaða brennuna á Fjósakletti og svo mætti áfram telja.“ Þjóðhátíð á sér fastan sess í tilveru fólks í Eyjum og lengi hefur tíðkast að samin séu sér- stök lög fyrir hátíðina. „Þjóðhátíðarlagið sem er í mestu eftirlæti hjá mér er Þar sem hjartað slær. Grípandi og fallegt lag, sem jafnframt er sigurlag ÍBV og heyrist því oft á leikjum eða við önnur tilefni hér í bænum þar sem íþrótt- irnar eru alltaf stór þáttur af mannlífinu. Við reynum því að vera bjartsýn og látum þetta ástand ekki ræna okkur gleðinni,“ segir Íris. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjakona Búin að útvega okkur lunda, sem er alveg ómissandi, segir Íris Róbertsdóttir. Látum ekki ræna gleðinni „Þessa helgina gildir að ferðast í garðinum heima. Sitja á sólpallinum, fara í gönguferðir, spila golf og fleira skemmtilegt,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra. „Hjá mér og mínum stóð til að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem hefur verið aflýst eins og öllum fjölmennari viðburðum sem voru á dagskrá nú um helgina. Í staðinn ætla ég að fara á hinn frábæra golfvöll Odd- fellowa í Heiðmörkinni, þar sem teknar verða 18 holur sem eru um það bil tíu kílómetra og fjögurra klukkustunda ganga og útivera. Al- gjör vítamínsprengja í fallegu umhverfi þarna innan um hraun og skóg. Nei, ég er ekkert sérstaklega góður í golfi eða með lága forgjöf. En íþróttin sem slík er afar skemmtileg og það finnst mér vera kjarni málsins.“ Þegar golfinu sleppir segist Víðir reikna með að verða eitthvað að vinna um helgina, því nú þurfi að fylgjast vel með stöðu mála vegna Covid-19. Gripið verði til aðgerða skapist slík- ar aðstæður og þörf krefji. „Núna á þriðjudaginn smituðust 115 manns, sem er vissulega ógnvekjandi há tala. Þessi nýjasta bylgja smita ætlar að verða mjög brött, aldrei frá því faraldurinn hófst fyrir um einu og hálfu ári hafa fleiri smit greinst en ein- mitt í þessari viku. Ég ber ákveðinn ugg í brjósti gagnvart verslunarmannahelginni fari fólk óvarlega og hafi ekki smitvarnir og al- menna skynsemi að leiðarljósi í daglegu lífi. Allra næstu dagar skera væntanlega úr um hvort fólk veikist alvarlega af þeim smitum sem hafa dreift sér, en góðu heilli hafa ein- kennin hingað til í flestum tilvikum verið væg,“ segir Víðir. Morgunblaðið/Ásdís Kóróna Fólk hafi smitvarnir og almenna skynsemi að leiðarljósi, segir Víðir. Ferðast heima og spilar golf „Veðurspáin segir að hér í sveit verði algjör bongóblíða um helgina og slíkt veit á gott. Hit- inn gæti alveg farið í tuttugu stig en hitinn hér hefur aldrei stigið svo hátt í sumar,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir sem rekur Kaffi Langbrók í Fljótshlíð. Staðurinn er því sem næst fyrir miðri sveit og er fjölsóttur. Gildir það bæði um tjaldsvæðið og eins kaffihúsið þar sem um helgar er gjarnan talið í, sungið og spilað. Þar fer hljómsveitin Hjónabandið, þar sem Ingibjörg er söngkona, Auður Halldórs- dóttir syngur og leikur á harmoniku og Jens Sigurðsson eiginmaður hennar spilar á gítar. „Við flytjum bæði frumsamin lög og svo ís- lenska slagara sem flestir kunna. Stemningin sem hér er ríkir er oft alveg frábær og sama fólkið kemur hingað helgi eftir helgi,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Hingað koma mikið gestir sem dveljast í felli- eða hjólhýsum sem eru á langtímastæð- um jafnvel allt sumarið. Langbrókin er í raun lítið samfélag; búbbla eins og þetta er oft kall- að í dag. Aðrir eru auðvitað skemur hér, kannski bara eina eða tvær nætur, og sumir dveljast í tjöldum. Útfærslurnar á þessu eru margar,“ segir Ingibjörg sem telur ógerlegt að segja eitthvað til um hve margir mæti á Lang- brókina um verslunarmannahelgi. Slíkt ráðist meðal annars af veðráttu og hvernig stemn- ingin sé í þjóðfélaginu á hverjum tíma. „Í sumar hafa oft verið í kringum 100 manns hérna um helgar, stundum fleiri. Nú þarf reyndar að sníða þessu öllu nýjan stakk sam- kvæmt sóttvarnareglum, sem ætti samt ekki að verða neitt stórmál. Svo er líka alltaf tals- verð umferð hér um sveitina, enda margir vin- sælir staðir hér í grennd,“ segir Ingibjörg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Söngur Við flytjum bæði frumsamin lög og svo íslenska slagara, segir Ingibjörg. Bongóblíðuspá á Langbrókinni „Fjölskyldan, við afkomendur Signýjar Rós- antsdóttur móðurömmu minnar, ætlum um verslunarmannahelgina að vera í sumarhúsinu okkar sem heitir Hjallakot og er við Ísafjarð- ardjúp,“ segir Sigurður Bogi Ólafsson tækni- maður hjá Exton. „Hefð er fyrir því að við fjöl- skyldan hittumst einu sinni á sumrin fyrir vestan, þar sem rætur okkar liggja. Húsið okkar er austanvert við hinn langa og breiða Skötufjörð og stendur þar niður af eyðibýlinu Hjöllum. Þarna verður alveg frábær hópur og sennilega verðum við einhvers staðar á bilinu 10-15 sem mætum.“ Margt má finna sér til dundurs á fallegum dögum í Djúpinu. Við Hjallakot er árabátur til- tækur og margir nýta tækifærið og róa út á Skötufjörðinn, sem á veðursælum dögum er spegilsléttur og oft sjást þar hvalir á svamli. „Mér finnst ofsalega gaman að veiða úti á firð- inum, en þarna má oft fá þorsk, ýsu og jafnvel makríl. Svo er kveikt í varðeldinum og þá kem- ur oftast í minn hlut að stjórna söngnum. Að minnsta kosti tek ég gítarinn með mér, eins og svo oft áður,“ segir Sigurður Bogi sem býr með fjölskyldu sinni á Akureyri. Stundar þar nám í rafeindavirkjun og lýkur sveinsprófi nú um áramótin. „Sumarið hjá mér hefur annars að mestu farið í vinnu, reyndar mjög skemmtilega svo ég kvarta ekki. Við hjá Exton sjáum um hljóð og mynd á ýmsum viðburðum og við önnur tækifæri. Annar partur af tilveru minni eru svo störf með björgunarsveitinni Súlum á Akureyri. Tvívegis núna í vor fór ég með fé- lögum mínum þar á vaktina við eldgosið í Geld- ingadölum, verkefni sem ég gleymi ekki í bráð,“ segir Sigurður Bogi Ólafsson. Morgunblaðið/Eggert Náttúrubarn Mér finnst ofsalega gaman að veiða úti á firðinum, segir Siguður Bogi. Með frábærum hópi í Hjallakoti Gönguhátíð í Súðavík er einn fárra formlegra viðburða um verslunar- mannahelgina sem ekki hafa verið blásnir af. Farið var yfir alla dag- skrána með það fyrir augum að fækka öllum mögulegum snertiflöt- um og auðvelda fólki að halda fjarlægðarmörk. Göngudagskráin heldur sér en flestir viðburðir innandyra hafa verið felldir niður eða færðir út undir bert loft. „Megininntak þessa viðburðar eru auðvitað hinar mörgu og fjöl- breyttu gönguferðir og þar er til- tölulega einfalt að halda fjarlægð- armörk,“ segir Einar Skúlason, forsvarsmaður hátíðarinnar. „Veðurspáin er góð og því verður hægt að halda alla viðburði utandyra og auk þess verður tryggt að fjöldi á hátíðinni fari ekki yfir 200 manns. Því þarf ekki að skipta fólki niður í sóttvarnahólf. Okkar litla hátíð fellur vel að sóttvarnareglunum og það er mikilvægt að huga að lýðheilsu og hreyfingu og besti staðurinn til þess er í faðmi vestfirskrar náttúru.“ Meðal viðburða á hátíðinni í Súða- vík er gönguferð á milli Álftafjarðar og Önundarfjarðar, þar sem lagt verður upp kl. 8.30 á föstudags- morgun. Ganga á Súðavíkurfjall frá Arnardal í Álftafirði er á dagskrá á laugardagsmorgun kl. 9. Á sama tíma á sunnudagsmorgun kemur fólk saman og fer í Skálavík vestan við Bolungarvík þar sem gengið verður um Bakkaskarð að Galtarvita. Vega- lengdin 12 km og 880 m uppsöfnuð hækkun í sex til átta stunda ferða- lagi. – Loks má nefna göngu frá kirkjustaðnum Ögri í Djúpi á sunnu- dag kl. 12. Þar verður gengið á út- sýnisstað þar sem má sjá glæsilegt útsýni yfir Skötufjörð, Vigur, Ísa- fjarðardjúp og Æðey. Gönguhátíð í Súðavík þrátt fyrir sóttvarnamörk Fjarlægðarmörk í ferðum upp um fjöll og firnindi fyrir vestan Morgunblaðið/Sigurður Bogi Súðavík Fallegt umhverfi og marg- víslegir möguleikar til útivistar. Einar Skúlason Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun selena.is * Stuttermabolur 11.800 kr.- * Stuttar buxur 8.900 kr.- * Langerma bolur 13.800 kr.- * Síðar leggingsbuxur 11.800 kr.- litir: svart og kremað Vefverslun selena.is Ullar og silki nærföt fyrir útileguna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.