Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 48
EVRÓPUKEPPNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik á langbestu mögu- leikana af íslensku liðunum þrem- ur til að komast í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í fót- bolta en Breiðablik, FH og Valur leika öll síðari leiki sína í 2. um- ferð keppninnar í dag. FH og Valur eiga erfið verkefni fyrir höndum í Noregi. FH-ingar mæta Rosenborg í Þrándheimi eft- ir 0:2-ósigur í Kaplakrika síðasta fimmtudag og Valsmenn sækja heim meistarana Bodö/Glimt sem unnu þá örugglega, 3:0, á Hlíðar- enda sama dag. En það er Breiðablik sem allra augu beinast að eftir jafnteflið, 1:1, í fyrri leiknum gegn gamla stórveldinu Austria Wien í Vín- arborg. Ekki bara fyrir úrslitin heldur hvernig Blikarnir spiluðu þann leik. Þeir stýrðu leiknum stóran hluta hans, voru óhræddir við að vera með boltann og sköp- uðu sér betri færi en Austurrík- ismennirnir sem þó höfðu 6.000 háværa stuðningsmenn með sér í liði. Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvellinum í dag og hefst kl. 17.30 en áhorfendur þar geta aðeins verið 700 talsins vegna sóttvarnaráðstafana. „Hugarfarið þarf að vera rétt og við megum ekki fara í þennan leik til að verja eitthvað sem við eigum, heldur sækja það sem við eigum ekki og sjá hverju það skil- ar okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þor- valdsson þjálfari Blika í viðtali í Morgunblaðinu eftir fyrri leikinn þar sem hann ræddi möguleikana í seinni leiknum. Alexander Helgi Sigurðarson skoraði mark Blika í Vínarborg en þeir máttu þola óvænt tap gegn Keflavík á sunnudagskvöldið, 2:0. Austria hóf keppni í A-deildinni heima fyrir á sunnudaginn og tap- aði þá 2:1 fyrir Ried á útivelli. Lið- ið kom til Íslands í gær og er með óbreyttan hóp. Patrick Wimmer missti af fyrri leiknum vegna meiðsla og er áfram frá og fram- herjinn Noah Ohio sem félagið fékk frá Vitesse í vikunni er ekki orðinn löglegur. Manfred Schmid þjálfari Austria sagði á heimasíðu félagsins í gær að lið sitt myndi leggja allt í sölurnar á Íslandi til þess að komast áfram í keppninni. Fellur Austria Wien úr keppni á Kópavogsvelli? Morgunblaðið/Unnur Karen Heimasigur Blikar fagna eftir að Jason Daði Svanþórsson kom þeim yfir gegn Racing Union í fyrstu umferð keppninnar á Kópavogsvelli. 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Breiðablik................................. 2:2 Stjarnan – Selfoss .................................... 2:1 Staðan: Valur 12 9 2 1 33:14 29 Breiðablik 13 9 1 3 46:20 28 Stjarnan 12 6 1 5 15:17 19 Þróttur R. 12 5 3 4 26:23 18 Selfoss 13 5 3 5 18:17 18 ÍBV 12 5 1 6 20:27 16 Þór/KA 13 3 5 5 14:20 14 Tindastóll 12 3 2 7 9:18 11 Keflavík 12 2 3 7 10:21 9 Fylkir 11 2 3 6 10:24 9 Lengjudeild karla Fjölnir – Grindavík .................................. 2:1 Vestri – Grótta ....................................... (1:0) _ Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. 2. deild karla Leiknir F. – KF ........................................ 2:2 Völsungur – Haukar................................. 2:1 Kári – Reynir S......................................... 3:3 Þróttur V. – ÍR ......................................... 0:0 Magni – Fjarðabyggð .............................. 4:2 KV – Njarðvík........................................... 3:1 Staðan: Þróttur V. 14 8 5 1 29:11 29 Völsungur 14 8 2 4 31:25 26 KV 14 7 4 3 28:20 25 KF 14 7 3 4 27:20 24 Njarðvík 14 5 7 2 28:16 22 Magni 14 5 5 4 29:28 20 Haukar 14 5 4 5 29:26 19 ÍR 14 4 6 4 23:21 18 Reynir S. 14 4 5 5 25:27 17 Leiknir F. 14 4 2 8 19:32 14 Kári 14 1 4 9 19:33 7 Fjarðabyggð 14 0 5 9 8:36 5 Meistaradeild karla 2. umferð, seinni leikir: Neftchi Bakú – Olympiacos.................... 0:1 - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. _ Olympiacos áfram, 2:0 samanlagt. CFR Cluj – Lincoln Red Imps................. 2:0 - Rúnar Már Sigurjónsson skoraði og átti stoðsendingu fyrir Cluj. _ CFR Cluj áfram, 4:1 samanlagt. Midtjylland – Celtic ................................. 2:1 - Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður Midtjylland en Mikael Anderson var ekki í hópnum. _ Midtjylland áfram, 3:2 samanlagt. Sheriff Tiraspol – Alashkert ................... 3:1 _ Sheriff Tiraspol áfram, 4:1 samanlagt. Galatasaray – PSV Eindhoven................ 1:2 _ PSV áfram, 7:2 samanlagt. Ludogorets Razgrad – Mura .................. 3:1 _ LR áfram, 3:1 samanlagt. Young Boys – Slovan Bratislava............. 3:2 _ Young Boys áfram, 3:2 samanlagt. Rauða stjarnan – Kairat Almaty ............ 5:0 _ Rauða stjarnan áfram, 6:2 samanlagt. Sparta Prag – Rapid Vín ......................... 2:0 _ Sparta Prag áfram, 3:2 samanlagt. Ólympíuleikar Karlar, A-riðill: Frakkland – Japan ................................... 0:4 Suður-Afríka – Mexíkó ............................ 0:3 _ Lokastaða: Japan 9, Mexíkó 6, Frakk- land 3, Suður-Afríka 0. Karlar, B-riðill: Rúmenía – Nýja-Sjáland ......................... 0:0 Suður-Kórea – Hondúras ........................ 6:0 _ Lokastaða: Suður-Kórea 6, Nýja-Sjáland 4, Rúmenía 4, Hondúras 3. Karlar, C-riðill: Ástralía – Egyptaland.............................. 0:2 Spánn – Argentína ................................... 1:1 _ Lokastaða: Spánn 5, Egyptaland 4, Arg- entína 4, Ástralía 3. Karlar, D-riðill: Þýskaland – Fílabeinsströndin ............... 1:1 Sádi-Arabía – Brasilía.............................. 1:3 _ Lokastaða: Brasilía 7, Fílabeinsströndin 5, Þýskaland 4, Sádi-Arabía 0. Noregur Odd – Sandefjord..................................... 2:3 - Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn og skoraði fyrir Sandefjord. Lilleström – Sarpsborg........................... 2:0 - Emil Pálsson kom inn á hjá Sarpsborg á 64. mínútur. Haugesund – Strömsgodset ................... 2:1 - Ari Leifsson lék allan leikinn með Strömsgodset en Valdimar Þór Ingimund- arson var ekki í leikmannahópnum. 4.$--3795.$ Ólympíuleikar Karlar, A-riðill: Frakkland – Þýskaland ...................... 30:29 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Noregur – Argentína ........................... 27:23 Brasilía – Spánn.................................... 25:32 _ Frakkland 6, Spánn 6, Noregur 4, Þýska- land 2, Brasilía 0, Argentína 0. Karlar, B-riðill: Danmörk – Barein................................ 31:21 - Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Japan – Egyptaland ............................. 29:33 - Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. Svíþjóð – Portúgal ................................ 29:28 _ Danmörk 6, Svíþjóð 6, Egyptaland 4, Portúgal 2, Barein 0, Japan 0. %$.62)0-# Eistland og Ísland mættust í vin- áttuleik í körfuknattleik karla í Eistlandi í gær. Eistland hafði bet- ur 91:79 samkvæmt upplýsingum á samfélagsmiðlum KKÍ. Ekki var um opinberan landsleik að ræða en liðin mætast hins vegar aftur í dag í vináttulandsleik.Margir af atvinnu- mönnum Íslands eru ekki með í ferðinni en gætu verið með í ágúst þegar Ísland leikur í forkeppni HM. Ægir Þór Steinarsson var at- kvæðamestur. Skoraði hann 14 stig og gaf 4 stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig. Ægir Þór var at- kvæðamestur Ljósmynd/KKÍ/Jónas Stigahæstur Ægir Þór Steinarsson skoraði 14 stig gegn Eistlandi. Víkingar leika í úrvalsdeild karla í handknattleik á næsta keppnis- tímabili. HSÍ skýrði frá því í gær að þeir hefðu þegið boð um að taka sæti Kríu frá Seltjarnarnesi sem vann sér keppnisrétt í úrvalsdeild- inni en hefur dregið lið sitt úr keppni. Þá kom fram í tilkynningu frá Víkingum að venslalið þeirra, Berserkir, myndi væntanlega taka sæti þeirra í 1. deild. Víkingar end- uðu í öðru sæti 1. deildar í vetur, með jafnmörg stig og HK sem vann deildina, en Víkingar töpuðu fyrir Kríu í umspilinu um að fara upp. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Upp Víkingar verða með lið í úrvals- deildinni á næsta keppnistímabili. Víkingar verða í úrvalsdeildinni ÞÓR/KA – BREIÐABLIK 2:2 0:1 Agla María Albertsdóttir 5. 1:1 Colleen Kennedy 8. 1:2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 23. 2:2 Arna Sif Ásgrímsdóttir 90. M Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA) Shaina Ashouri (Þór/KA) Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Áslaug Munda Gunnlaugsd.(Bbliki) Chloé Vande Velde (Breiðabliki) Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðabliki) Rautt spjald: Engin. Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 8. Áhorfendur: 137. STJARNAN – SELFOSS 2:1 0:1 Cathy Heap 15. 1:1 Úlfa Dís Úlfarsdóttir 54. 2:1 Úlfa Dís Úlfarsdóttir 80. MM Úlfa Dís Úlfarsdóttir (Stjörnunni) M Anna María Baldursd. (Stjörnunni) Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni) Gyða Kristín Gunnarsd. (Stjörnunni) Hildigunnur Benediktsd. (Stjörnunni) Ingibjörg Ragnarsdóttir. (Stjörnunni) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Benedicte Håland (Selfossi) Emma Checker (Selfossi) Rautt spjald: Engin. Dómari: Helgi Ólafsson – 5. Áhorfendur: 93. FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Hörð barátta á milli Vals og Breiða- bliks virðist vera fram undan um Ís- landsmeistaratitil kvenna í knatt- spyrnu rétt eins og undanfarin keppnistímabil. Breiðablik fékk eitt stig í gær á Akureyri þegar Íslands- meistaraliðið heimsótti Þór/KA. Eft- ir 2:2 jafntefli fór Breiðablik upp í 28 stig eftir þrettán leiki. Er liðið stigi á eftir toppliði Vals en langt er í næsta lið sem er Þróttur. Þór/KA jafnaði undir drama- tískum kringumstæðum í gær því liðið fékk hornspyrnu þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af uppbót- artíma. Varnarjaxlinn Arna Sif Ás- grímsdóttir kom knettinum í netið hjá Blikum og varð þá síðust til að snerta boltann í leiknum. Breiðablik var 2:1 yfir að loknum fyrri hálfleik og lagði undir lok leiks- ins áherslu á að verja þá stöðu sem virtist ætla að ganga upp þar til á lokasekúndunum. „Seinni hálfleik- urinn var töluvert rólegri. Ekki mik- ið markvert gerðist fyrr en á loka- mínútu leiksins þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir, sem var orðinn fremsti maður Þórs/KA undir rest- ina, potaði inn boltanum eftir rosa- legt klafs eftir hornspyrnu Jakobínu Hjörvarsdóttur. 2:2 jafntefli nið- urstaðan, líklega sanngjarnt, en Blikar stjórnuðu ferðinni í fyrri hálf- leik en heimakonur sóttu í sig veðrið í þeim seinni,“ skrifaði Aron Elvar Finnsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. _ Landsliðskonan Agla María Al- bertsdóttir var á skotskónum í gær og skoraði sitt ellefta mark í deild- inni. Er hún markahæst í Pepsi Max-deildinni. Úlfa skoraði tvívegis Stjarnan hafði betur gegn Selfossi 2:1 í Garðabænum en leiknum lauk rétt áður en blaðið fór í prentun. Úlfa Dís Úlfarsdóttir reyndist Sel- fyssingum erfið í gær og skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Selfoss náði forystunni á 15. mín- útu en það dugði ekki til. „Úlfa Dís hóf leikinn djúpt á miðjunni en í hálf- leik var hún færð fremst á miðjuna þar sem hún blómstraði hreinlega og uppskar tvö verðskulduð mörk, en hún ógnaði stöðugt með hættulegum hlaupum inn fyrir vörn Selfyssinga,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. í umfjöllun sinni á mbl.is. _ Leik Fylkis og Vals sem fram átti að fara í kvöld var seinkað til föstudags eftir að smit kom upp í leikmannahópi Fylkis á dögunum. Arna jafnaði á elleftu stundu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Heiðdís Lillýardóttir og Arna Sif í skallaeinvígi í gær. - Skoraði gegn meisturunum með síðustu snertingu leiksins á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.