Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 8
6
en á flatlendi. Alls staðar þar sem vatn rann yfir túnin, kom kalið fram,
þegar þau komu undan snjó, og fraus svo um nætur. Mátti víða sjá,
hvernig afrennslisvatnið frá fönnum skildi eftir sig dauðar kalskellur.
Útivinna gat ekki hafizt fyrr en 15. maí, því að allt land var mjög
blautt, og víða voru skaflar, sem héldu aðliggjandi svæðum vatnssósa.
Þegar fannirnar hurfu loks, þornaði tiltölulega fljótt, því að úrkoma var
mjög lítil og veður hlýtt, miðað við Jrennan tíma árs. Það hjálpaði einnig
til, að frost var mjög lítið í jörð og sums staðar ekkert. Umferð um tún
og garða gat því hafizt um 18. maí og jarðvinnsla um þann 20. I lok
mánaðarins voru tún orðin græn á að líta og skógur orðinn grænn til að
sjá og töluvert útsprunginn.
Júni: Veður var yfirleitt bjart í mánuðinum og sólskin flesta daga,
en átt norðlæg og fremur köld. Grasvöxtur var því fremur hægur. Kýr
voru látnar út 1. júní, en þeim gefið frarn undir þann 10. Sláttur hófst
23. júní. Heitasti dagur sumarsins var 30. júní, og komst hitinn upp í
25.2° C.
Júlí: Fyrstu tvo daga mánaðarins rigndi dálítið (7.2 mm), og fór
jörð rnikið fram við Jtað. Síðan er úrkomulaust fram að þeim 15. og
yfirleitt góðir þurrkar flesta daga og gekk því heyskapur ágætlega, og var
fyrri slætti lokið hér 20. júlí. Aðfaranótt 22 .júlí kólnaði í veðri og snjóaði i
víða í fjöll, og urðu jafnvel umferðatafir í Siglufjarðarskarði vegna
skafla. F.kki gerði J)ó frost á láglendi hér um slóðir. Att var yfirleitt norð-
læg. Stormar voru engir. Mesti vindhraði varð 18 hnútar (þann 13.).
Mesti hiti var þann 1., 20.2° C. Mest úrkoma var þann 21., 11.8 mm.
Margir bændur hér við Eyjafjörð byrjuðu ekki slátt fyrr en um miðjan
mánuðinn, vegna þess að víða spratt seint, þar sem kal var mikið. Bænd-
ur áttu því mikið óhirt af fyrri slætti um mánaðamótin.
Ágúst: Fyrsta vika mánaðarins var fremur köld, en þó voru norðan-
þurrkflæsur, og hafði svo verið frá 22. júlí. Þann 8. ágúst kólnar enn
meir, og gerði frost allvíða að morgni þess 8. Lágmarksmælir sýndi hér
1° hita. Þann 12. og 13. gerði aftur frost, og var þá lágmarkið 0.6° C.
báða dagana. Fraus nú kartöflugras til stórskemmda, bæði hér og víða
annars staðar. Þar sem kartöflugras var lágvaxið, gjörféll það, eins og
til dæmis á Gullauga, Skán og Ben Lomond. Þar sem gras var mikið, eins
og á Rauðum íslenzkum, en þær voru í elztu görðunum hér í Tilrauna-
stöðinni, féll grasið ekki alveg, þannig að neðstu blöðin sluppu óskemmd
og nokkuð af stönglunum. Frostskemmdir voru einnig mismunandi eftir
legu garðanna. Urðu skennndir mestar í görðum á lítið hallandi landi
eða flatlendi. Þurrakuldar héldust til 18. ágúst, og voru nokkrir þurrkar
hér, því að sólskin var oftast á daginn. Úrkoma byrjaði þann 18., og