Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 11

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 11
9 verra nú. Flestöll túnin eru með stórum og smáum skellum, og er ekki sjáanlegt, að nokkur grastegund hafi lifað í kalskellunum, nema e. t. v. varpasveifgras. Síðustu 10 daga mánaðarins var heldur hlýrra í veðri, en þó engin veruleg hlýindi, svo að þau bættu upp kuldana 2/s hluta mánaðar- ins, enda var átt alltaf norðlæg. Þessi mánuður er sennilega einhver allra kaldasti júnímánuður, sent komið hefur hér á Akureyri, frá því að farið var að gera veðurathuganir. Sé miðað við tímabilið frá 1901 til 1930, var hitinn 3.4° undir meðallagi. Júli: Heldur tók að hlýna í veðri um mánaðamótin, og brá til suð- austanáttar í nokkra daga, eða fram að þeim 9., en úr því gekk aftur til norðurs og stóð svo út mánuðinn, en þó hlýnaði verulega í veðri um þann 20., og kom þá eiginlega fyrsta sumarveðrið. Þann 23. fór hitinn upp í 22°. Hiti var í kringum meðallag og úrkoma fremur lítil. Fyrri sláttur byrjaði þann 5., og var fremur hagstæð heyskapartíð allan mán- uðinn. Spretta var hins vegar lítil, enda stórfelldar kalskellur. Ágúst: Veðrátta var yfirleitt góð, átt breytileg og hiti tæplega í meðal- lagi. Frarn að 20. ágúst voru aðeins tveir úrkomudagar, en úr því var ttr- koma flesta daga til mánaðamóta. Mest rigndi dagana 27., 30. og 31., um 9—13.6 mm á sólarhring. Þann 12. og 13. kólnaði mikið, og í einstöku stað sá á kartöflugasi. Aðfaranótt þess 28. kólnaði mjög í veðri og þegar leið á nóttina fór að frjósa, og um morguninn var jörð alhrímuð, flög frosin og pollar skændir. Næstu nótt var frostið einnig mjög svipað. Lág- marksmælir sýndi frost báðar þessar nætur. í frostunum þann 28. og 29. gjörféll kartöflugras, þótt í einstöku stað sæjust grænir stöngulstubbar eftir frostin. Enginn hlýindakafli kom í mánuðinum, enda var meðal- hitinn um 1° undir meðallagi. Meðalhiti sólarhringsins fór aðeins þrjá daga í 12—13.1°, dagana 16.—18. Fleyskapartíð var fremur hagstæð fram að þeim 20. Endurvöxtur á túnum var alls staðar mjög lítill, nema þar sem kal var lítið og mikill köfnunarefnisáburður borinn á eftir fyrri slátt. September: Att var yfirleitt norðlæg í september, nema dagana 8.— 15., en þá var rakin sunnanátt með hlýindum. Þann 1. gerði nokkurn storrn, og komst vindhraðinn upp í 31 hnút þann 15. Þann 16. gerði einnig nokkurn storm af suðvestri og norðvestri, og var vindhraði 32 og 26 hnútar. Úrkoma var nálægt meðallagi, en meira en helmingur af þessu úrkomumagni kom þann 1., eða 27.8 mm. Kuldarnir, sem byrjuðu 27. ágúst, héldust frarn að 7. september, og var frost flestar nætur. Frá 8,—15. gerði sunnan hlýindi; var meðalhiti sólarhringsins 10.9—16.3° þessa daga. Mestur hiti á þessu tímabili varð 20.6°. Þann 16. brá aftur til kulda og gerði frost. Þann 17. sýndi lágmarksmælir -4-3.7°. F'rost voru síðan af og til fram að mánaðamótum. Heyskapartíð var hagstæð fram undir þann 20.,

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.