Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 14

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 14
12 engir samreitir voru hafðir, og uppskerureiturinn aðeins 5 fermetrar. Heyprósentan var um 30 af hávingli og vallarsveifgrasi. Þá var tekið af hávingli og vallarfoxgrasi fræ á álíka stórum reitum, og virtist það við uppskeru vera sæmilega þroskað, en við rannsókn á því var 1000 korna þyngd á hávingul 8 gr. og 2 gr. af vallarfoxgrasi. Gró- magnið var því sem næst ekkert, eða 1.5% af hávinglinum og 0.4% af vallarfoxgrasinu. Hver ástæðan var fyrir því, að gæði fræsins reyndust svo lítil, veit ég ekki, nema ef vera kynni að kuldarnir 12.—13. ágúst 1951 liafi eyðilagt spírunarhæfni þess, en þó mætti ætla, að það hefði þá einnig átt að koma frarn á korninu. Arið 1952 var sáð eftirgreindum tegundum í afbrigðatilraunir. Stærð reita var 20 m2. Samreitir voru fjórir. Sáð: Skriðið: Skorið: Dönnesbygg 19/5 6/8 Þroskaðist ekki Flpjabygg 19/5 6/8 Eddabygg 19/5 12/8 Sigurkorn 19/5 12/8 -„- Herta Kárn 19/5 25/8 Vorhveiti (sænskt) . 19/5 30/8 -„- Niðarhafrar 19/5 25/8 Sv.orion 19/5 25/8 -„- Same hafrar 19/5 25/8 í frostunum 27. og 28. ágúst eyðilagðist möguleiki kornsins til kjarna- myndunar, því frostið kom á versta tíma. Öxin hvítnuðu og visnuðu eftir þessar frostnætur. Annars var að sjálfsögðu fyrir löngu augljóst að þroskun var útilokuð þetta sumar, þar sem engin tegundin skreið fyrr en komið var nokkuð fram í ágúst. c. Garðrœktin. Tilraunastöðin hefur eins og að undanförnu haft á hendi stofnrækt- un á kartöflum fyrir Grænmetisverzlun ríkisins, af afbrigðunum Rauð- ar íslenzkar, Skán og Ben Lomond. Selt var stofnútsæði, sem hér segir: Rauðar ísl. 1951 .... 35.0 hkg 1952 .... 47.5 hkg Skán Ben Lomond 17.0 hkg 0.0 hkg 10.5 hkg 13.0 hkg L

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.