Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 37

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 37
35 af N-áburði á tún gildir, að landið er nokkuð sandblandið og þurrara. Orsmáir kalblettir voru víða í tilraununum. Var sáð í þá alla strax um vorið (á klaka), en samt varð arfinn á undan sáðgresinu, og var því tekið það ráð, að slá snemma. Ekki þótti þó ráðlegt að taka þurrheyssýnishorn úr fyrri slætti 1951, vegna hins mikla arfa. Vegna þurrkanna varð seinni uppskera miklu minni en ella hefði orðið. Samanburður á frætegundum við rcektun rhela. a. SÍS-fræblanda 1951, b. Sandfax, c. Randagras. Sáð var 10. júlí. Slegið vegna arfa 24. september. Þar sem mikill arfi var í tilrauninni, þótti ekki tiltækilegt að halda henni áfram. Samanburður á grœnfóðurtegundum. Tilraun þessi misþroskaðist svo, vegna þurrkanna, að ekki þótti ráð- legt að uppskera hana sem tilraun. Samanburður á misrnunandi frceblöndum. Nr. 10, 1952. Þetta er ný tilraun, og átti að sá í hana eins snemma og tök væru á, en vegna þess, að tvær sendingar af smáragerlum misfórust á leiðinni úr Reykjavík, varð dráttur á sáningunni, og þegar smitið loksins barst, varð að bíða eftir kyrru veðri í nokkra daga, svo að ekki var liægt að sá í til- raunina fyrr en 2. júlí. Kom fræið því of seint upp, til þess að það gæti gefið uppskeru, þrátt fyrir vökvun. í september var kominn nokkurn veginn jafn þeli á alla reitina, og verði tilraunin ekki fyrir áfalli í vetur eða vor, ætti hún að gefa svar í sumar. Samanburður á einstökum grastegunclum. Nr. 11, 1952. Sama máli gildir um þessa tilraun og þá fyrri. Sáð var 2. júlí. Samanburður á byggafbrigðum. Sáð var 2. maí fjórum afbrigðum (Dönnesbyggi, Flöjabyggi, Sigur- byggi og Eddabyggi). Þroskaðist ekkert þessara afbrigða þannig, að um uppskeru yrði að ræða, Samanburður á hafraafbrigðum. Afbrigðin, sem reynd voru, voru Niðarhafrar og Svalöf Orion hafrar. Útkoma varð sama og á ofanskráðri tilraun, 3

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.