Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 62

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 62
GO liðið sumar. Þetta er í rauninni álveg ný bygging, 14 X 5.5 m að flatar- máli. Öll er bygging þessi gerð úr vikursteypu, steypt í hólf og gólf, með járnbendu lofti yfir kartöflugeymslu, en á loftinu er stofa fyrir frærann- sóknir og innitilraunir, svo og 9 X 5.5 m stórt rúm fyrir kartöfluflokkun. Byggingin er með timburklæddu bárujárnsþaki og öll hin vandaðasta. Bú stöðvarinnar er, hvað nautgripaeign snertir, það sama og verið hefur. Nú síðastl. ár voru þar 19 kýr, 4 vetrungar og 1 kálfur. Hross eru nú aðeins 7, og fer þeim fækkandi, því að vinna með hestum er alltaf að minnka, en vélavinnan fer vaxandi í stað hestavinnu. Kúabú stöðvar- innar fer batnandi. Bezta kýrin mjólkaði síðastl. ár um 4600 kg, en sú kýrin, sem minnst mjólkaði, hafði 2200 kg ársnyt. Ræktunarland stöðvarinnar árin 1951 og 1952 hefur verið eins og eftirfarandi yfirlit sýnir og uppskera af því. Árið 1951: Tún 37.0 ha 1000 hestar taða Kartöflur 0.8 - 183 tunnur kartöflur Bygg 5.0 - 50 tn. byggk., 150 h. hálmur Hafrar 6.2 - 67 tn. hafrakorn Grænfóður 1.0 - 50 hestar, þurrir Grasfræ 1.0 - 150 kg -þ 30 h. hálmur 1952: Tún 38.0 ha 1300 hestar taða Kartöflur 1.0 - 82.5 tunnur kartöflur Bygg 5.5 - 48 tn. bygg, 100 h. hálmur Hafrar 6.0 - 52 tn. hafrak., 100 h. hálmur Grænfóður 1.0 - 50 hestar, þurrir Grasfræ 1.0 - 150 kg -|- 20 h. hálmur Auk þessa hafa aflazt rúmlega 100 hestar útheys hvort árið. b. Túnrœktin. Túnræktin hefur aukizt um rúma 4 ha bæði árin. Eftir stærð tún- anna gefa þau minna af sér en þau hafa gert áður, og stafar það af litlum áburði og svo allmiklu kali, sem varð vorið 1951, sem landið bjó einnig að árið 1952. Fyrra árið varð meðaluppskeran tæpir 30 hestar heys af ha, en einnig bætist við þann afrakstur beit í þrjá mánuði fyrir 25 nautgripi.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.