Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Síða 64
62
Vaxtartími Grómagn Hektólítri Þyngd 1000
dagar % þyngd kg korna í g
Flöjabygg ................. 110 100.0 63.4 36.8
Sv. Orion hafrar .......... 142 98.0 50.8 37.6
Sv. Samehafrar............. 137 100.0 46.8 39.4
r
Af framangreindu yfirliti má sjá, að bygg og hafrar hafa náð góðurn
þroska og reynzt með mjög góðu grómagni og kornþyngd.
Eins og venjulega, var selt kornútsæði, bæði bygg og hafrar, vorin
1951 og 1952. Vorið 1951 voru seld 4543 kg bygg og 1585 kg af höfrum
i 43 staði víðs vegar um landið, en rnest af þessu fór í Arnes- og Rangár-
vallasýslur, en einnig á stöku staði norðanlands. — Vorið 1952 var seld
í 40 staði; 3029 kg af byggi og 2002 kg af höfrum, allt ætlað til þroskunar.
Samtals hefur þá verið selt fyrra árið í rúma 30 ha og síðara árið í 25 ha
akurlendi, fyrir utan þá 11 ha, sem stöðin ræktaði heima á Sámsstöðum.
Bæði þessi ár hafa orðið vanhaldasöm fyrir kornrækt stöðvarinnar, og
allvíða hefur kornið ekki náð fullum þroska vegna tíðarfarsins fyrst og
fremst. Fyrra árið urðu vanhöldin vegna vorklakans en síðara árið vegna
frosta í ágúst, er tóku fyrir áframhaldandi þroskun.
Þó að undanfarin tvö ár hafi eigi verið hagstæð fyrir akuryrkju, þá
má það ekki hamla áframhaldandi viðleitni til kornyrkju, því að það
er ekkert einsdæmi, þótt vanhöld verði ár og ár á kornrækt hér á landi,
því svo hefur það verið í hlýrri löndum, án þess að hætt hafi verið. Þar
er staðfastlega haldið álram, og þannig jtarf það að verða einnig hér á
landi voru. Með bættum ræktunarskilyrðum, skjólgirðingum og betri
afbrigðum getur kornyrkjan fest rætur í atvinnulífi landsins. Hún er nú
30 ára á sl. hausti. Hefur hún oftast gefið góðan árangur, þegar vandað
liefur verið til framkvæmdanna og tíðarfarið verið í meðallagi eða betra.
e. Grasfrœrœktin.
Grasfræræktin hefur verið með minnsta móti bæði árin, en verður nú
aukin nokknð. Fræræktin hefur aðallega verið af háliðagrasi og tún-
vingli og framleiðslan verið lítil. Fræ stöðvarinnar hefur gróið allvel
bæði árin og verið selt til túnræktar með íblöndun af erlendu fræi. Hefur
fræið reynzt vel, og þeir, sem það hafa keypt, sækjast eftir því að fá það
aftur.
/. Grœnfóðurrœktin.
Hún hefur eingöngu verið belgjurta -og hafragrænfóður til síðsumar-