Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 65

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Page 65
63 fóðrunar lianda kúm stöðvarinnar. Þessi ræktun hefur alltaf reynzt ör- ugg og sparað talsvert af fóðurbæti frá því um miðjan ágúst og fram yfir miðjan október. Með því að nota ertur og fóðurflækjur með böfrum fæst notadrýgra grænfóður, auk þess sem það sparar köfnunarefnisáburð að mestu við ræktunina, næst í eggjahvítuauðugt og notadrjúgt fóður fyrir mjólkurkýrnar. Muna verður eftir því, að smita fræið áður en því er sáð, svo að ræktunin takist veh g. Heymjölsframleiðsla. Bæði árin befur verið framleitt beymjcil og það selt til Sambands ísl. samvinnufélaga. Árið 1951 voru framleiddar 24.5 smálestir og árið 1952 28.5 smálestir. Þessi framleiðsla er gerð með of seinvirkum vélum, svo að nota befur þurft útiþurrkun á grasið til þess að ná mesta raka þess burt, áður en hraðþurrkun hefst. Af þessum orsökum og fleiri hefur mjölið ekki verið eins eggjahvíturíkt og erlent belgjurtamjöl. Hins vegar liafa rannsóknir sýnt það, að bægt er að búa til eins gott mjöl og það, sem inn hefur verið flutt, en til þess þarf fljótvirkari vélar og betri út- búnað á ýmsan hátt. Athuganir, sem gjörðar hafa verið á karotinmagni í íslenzku grasi, hafa bent til þess, að hér haldist það lengur í grasinu en t. d. danskar rannsóknir hafa sýnt þar í landi. Þessi framleiðsla er vanda- söm og þarf miklu betri og fullkomnari útbúnað, til þess að framleiðslan jafnist fyllilega á við erlent ,,alfalfa-mjöl“. íslenzka 'mjölið hefur verið lyktargott, og það ilmar meira en erlent mjöl. Kýr hafa verið mjög fíkn- ar í það. — Allt er enn í óvissu um það, hvort unnt verður að umbæta þessa framleiðslu stöðvarinnar á næstu árurn, en reynt verður að halda framleiðslu og rannsóknum á heymjöli áfram. h. Aðrar framkvœmdir. Af öðrum störfum, sem unnin hafa verið nndanfarin tvö ár, má nefna ræktnn í sandgirðingu stöðvarinnar á Rangárvöllum. Þar hefur verið sáð byggi og höfrum til þroskunar og til grænfóðurs. Einnig hefur verið ræktað þar dálítið af kartöflum. Einnig sáð þar grastegundum til fræ- ræktar, aðallega túnvingli og hávingli. Öll ræktun á sandinum þessi tvö sumur hefur gefið verri raun en áður, og valda því aðallega þurrkarnir. Korn hefur að vísu þroskazt þar en gefið litla uppskern, en þroskunin liefur orðið 8—10 dögum fyrr en á Sámsstöðum og kornið verið fullt eins þungt. Þá hafa verið gerðar athuganir á áhrifum skjóls á kornþroskun, og

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.