Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 76
74
3. Starfsskýrsla 1951 og 1952.
a. Framkvœmdir 1951.
Byggð voru fjárhús, með þurrheys- og votheyshlöðum. Stærð bygg-
ingarinnar er að grunnfleti því sem næst 28 X 28 metrar. Fjárhúsin
eru 8 talsins og taka alls 560—600 fjár. Hlaðan er að grunnfleti (innan-
mál) 27.7 X 7.5 m. I henni eru tvær votheysgryfjur við bakvegg, fyrir
miðju. Þær eru að grunnfleti (innanmál) 3 X 3.5 m, með hálfs meters
steypu úr hornum. Hæðin er 5.6 m. Einfalt járnþak á langböndum er á
allri byggingunni. Steyptur áburðarkjallari er undir grindum í helmingi
húsanna, og er 0.8 m hæð undir grindur. Bygging þessi er mjög mikið
mannvirki, en henni varð ekki með öllu lokið. Verkið hófst um 20. júní,
og var unnið að þessu til nóvemberloka, með þriggja vikna hléi um
gangnaleytið. — Yfirsmiður við bygginguna var Sveinlaugur Helgason,
byggingameistari á Seyðisfirði. Kostnaðarverð byggingarinnar við árslok
1951 var kr. 374.022.17. — Nánari grein er gerð fyrir byggingunni og
kostnaðinum við hana í grein í Frey, sem birtist þar vorið 1952.
Skurðgrafa vann að áframhaldi framræslunnar, og voru grafnir 6800
lengdarmetrar, sem eru 22.542 m3. Þar er talinn með áveituskurður úr
Jökulsá yfir VaJþjófsstaðarnes, sem Skriðuklaustur kostaði að öllu, 698
m í landi Valþjófsstaðar, suður fyrir landamörk Skriðuklausturs, og að
hálfu móti Valþjófsstað úr því, en allur er áveituskurðurinn 1632 metra
langur. En hlutur Skriðuklausturs í áveituskurðinum er tekinn með í
ofangreindum tölum um framræsluna á Skriðuklaustri í heild, bæði um
lengd og rými. Kostnaðarverð á grafinn rúmmetra varð kr. 2.48. Skurð-
gröfustjórar voru Kristinn Jónsson frá Þverspyrnu, Árnessýslu, búfræði-
kandidat frá Hvanneyri, og Ellert Tryggvason, frá Stað í Reykhólasveit.
Á Kirkjutúninu var jafnað úr skurðruðningum, gömlum garðbrotum
og sáð í 1 ha grasfræi. Jafnað var kringum fjárhúsin um miðjan nóvem-
ber og fyllt að bakvegg hlöðunnar. Einnig var jafnað úr skurðaruðning-
um á suðurtúninu, í nátthögunum og inn á Hamtóarmýrum. Ennfremur
var jafnað allmikið meðfram skurði neðst í Haganum. Alls vann jarð-
ýtan í 90 stundir. Var síðast unnið með ýtunni 1. desember, en þá var
orðið nokkuð frosið og tíð tekin að spillast. Jarðýtustjóri um haustið var
Stefán Jónsson frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð.
Dálítið var unnið að girðingum meðfram vegi að neðan, frá túngirð-
ingu á Hamborgarmörk og þaðan niður í skurð á merkjum Hamborgar
og Skriðu.