Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 51
49
Tafla XLI. Tilraun nr. II með fræblöndur, 1933—1941.
(Uppskera hey hkg/ha).
Ár 1. 2. 3. 4. 3. 6.
1933 .............. 103.9 68.1 61.5 63.3 55.8 80.8
1934 ................ 93.3 88.2 90.9 85.0 82.5 89.8
1935 ................ 65.4 64.1 63.7 63.8 57.2 76.9
1936 ........•. .. . 88.9 69.2 78.7 81.4 80.7 98.2
1937 ................ 75.6 52.5 62.4 66.9 65.3 87.3
1938 ................ 69.1 59.9 69.2 64.7 66.1 73.9
1939 ................ 76.3 52.3 61.2 65.3 60.2 69.3
1940 ................ 55.6 49.1 59.7 61.1 59.4 58.5
1941 ................ 63.2 49.7 54.3 56.5 51.2 60.4
Meðaltal ............ 76.8 61.5 66.9 67.6 64.3 77.2
Hlutföll .......... 100 80 87 88 84 101
Báðar þessar tilraunir sýna yfirleitt hliðstæðan árangur. Ef túnvingull,
vallarsveifgras og snarrót eru hver um sig notuð sem aðalgrastegund í fræ-
blöndur, gefur túnið minni töðu af ha en t. d. fræblanda nr. 1 og 6, sem
hafa meira af stórvaxnari tegundum. I báðum þessum tilraunum var al-
ráðandi sú tegund, sem mest var haft af í hverri fræblöndu, og því segja
tilraunirnar skýrt til um gildi hverrar tegundar fyrir heymagn hverrar
fræblöndu um sig. Það er því ekki ráðlegt til heyframleiðslu, að nota
þessar þrjár tegundir í fræblöndur með því að láta hverja þeirra vera sem
aðaljurt túnsins. í S. í. S. blöndunni gœtti aðeins tveggja tegunda, vallar-
foxgrass og háliðagrass, en língresis, hávinguls og túnvinguls ekkert. Þegar
notað er þetta mikið sáðmagn, virðist þýðingarlaust að hafa þessar gras-
tegundir í blöndunni. Hvítur smári sást ekki fyrr en árið eftir fyrstu
uppskeru. Þó sást hann lítið eitt árið sem sáð var. í nr. 6, sem gefur eins
mikla heyuppskeru og S. í. S. blanda, var háliðagras einrátt, en þó vottur
af túnvingli, vallarsveifgrasi og snarrót. Sú fræblanda sýndi, að íslenzkt
grasfræ gat gefið eins mikla uppskeru og fræblanda af erlendu grasfræi,
en þó einhæfari töðu, þar sem heyið var að rnestu háliðagras.
Efnagreiningar voru gerðar á heyi frá hverri fræblöndu 1937, og segja
þær til um proteininnihald heysins frá tilraun L Ef gert er ráð fyrir því,
að svipað gildi um meðaltalsheymagn og uppskeru 1937 í nefndri tilraun,
þá verður próteinmagn, sem fæst af ha miðað við nreðaltal frá 1932—41
í tilraun I eins og hér greinir:
4