Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 7

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 7
A. Veðurathuganir Veðurathuganir þær, sem hér birtast, yfir hitann og úrkomuna á Sámsstöðum frá 1928—1950, eða í 23 ár, ná aðeins yfir apríl—sept. Má segja, að þetta tímabil sé mun hlýrra en áratugina á undan (smbr. Rvík), en úrkoman heldur meiri og einnig fleiri úrkomudagar. Öll þessi sumur hafa haft það mikið hitamagn, að það nægði til þess að fullþroska bygg og hafra, ef nægilega snemma hefði verið sáð. Misgóð eru þó sumrin á þessu tímabili, og er hægt að flokka þau niður eftir því. Frá 1928 til 1936 eru yfirleitt liagstæð sumur fyrir alla jarðrækt, þannig að tíðarfarið hamlaði ekki að neinu verulegu leyti góðum árangri, ef öll aðbttð við jarðræktina var í sæmilegu lagi. Þessi níu sumur voru það góð, að korn, kartöflur og gras náði góðum vexti hér á Suðurlandi. Þó voru haustin 1929, 1931 og 1933 slæm fyrir nýtingu á lieyi og korni, svo að heyskapar- lok urðu viða slæm. Sumurin 1937 til 1950 eru mun lakari fyrir alla gróðurframleiðslu. Á þessum 14 sumrum eru 6 sumur, sem eru með mjög gölluðu veðurfari, lágum hita, mikilli úrkomu og sterkum veðr- um, er torvelduðu mjög góðan árangur jarðræktarinnar á Suðurlandi. Eru þetta sumurin 1937, 1940, 1943, 1945, 1947 og 1949. Þegar þessi sumur eru borin saman við hin, sem hafa hærri hita og minni úrkomu, kemur í ljós að uppskera í tilraunum verður mun minni slæmu sum- urin. Nægir í því efni að benda á það, að land, sem fær fullkomið og nægilegt áburðarmagn frá ári til árs, gefur minni uppskeru slæmu árin. Gildir það líka um korn, kartöflur, frægras og töðuframleiðslu. í lieildinni má segja, að þetta tímabil sé yfirleitt hagstætt jarðrækt. Áhrif veðurfarsins koma þó oft greinilega fram í niðurstöðum tilrauna. Yfirleitt virðist mestur munur á korni og kartöflum, því að þar ræður svo mjög hitinn og úrkoman í júlí og ágúst um árangur, en gras til töðu- framleiðslu er ekki líkt því eins háð þessum tveimur veðurþáttutn í júlí og ágúst, hvað vöxt snertir, en ræður þó miklu, hver nýtingin verður. Slæm heyskapartíð í júlí og ágúst dregur mjög úr notum góðrar gras- sprettu. Svo varð til dæmis sumurin 1940, 1943, 1945, 1947 og 1949.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.