Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 97
95
c. Samanburður á köfnunarefnisáburðartegundum.
Tafla XCI. Samanburður á fjórum N-tegundum 1948—1950.
(Uppskera hkg/ha).
a. b. c. d. e.
Enginn 585 kg 585 kg 360 kg 462 kg
N-áburður kalkamm. brst. amm. amm.saltp. amm.saltp.
Ár Söluh. Alls Söluh. Alls Söluh. Alls Söluh. Alls Söluh. Alls
1948 ...... 117.6 134.7 166.2 186.1 174.5 196.7 148.6 171.4
1949 ....... 45.8 63.2 147.6 177.1 119.5 140.0 113.5 134.2
1950 ....... 74.7 88.0 141,3 158.3 139.3 152.0 143.3 158.6 132.7 149.4
Meðaltal . 79.4 95.3 151.7 173.8 144.4 162.9 135.1 154.7 132.7 149.4
Hlutföll .. 100 182 171 162 157
Kartöflur í kg fyrir 1 kg N 65.4 57.3 49.5 45.1
I töflu XCI er greint frá árangri þriggja ára tilrauna með köfnunar-
efnisáburðartegundir. Á alla liði voru borin 300 kg brennisteinssúrt kalí
og 700 kg superfosfat. Árið 1950 voru borin á e-lið 312 kg þrífosfat í
staðinn fyrir superfosfat. Allur áburðurinn var borinn á samtímis setn-
ingu kartaflnanna, og dreift var á rásaðan garðinn fyrir setningu.
Tilraunin sýnir það, að köfnunarefnið gefur verulegan vaxtarauka,
eins og vænta mátti. Kalkammonsaltpétur og brennisteinssúrt ammoniak
hafa reynzt beztu tegundirnar, en ammoniaksaltpétur (33.5% N) og amm-
onsulfatsaltpétur (26% N) hafa reynzt heldur lakar. Enginn kláði eða
sjúkdómar voru á kartöflunum, og voru þær, að því er virtist, jafnar að
gæðum frá öllum liðum tilraunanna. Mætti því, eftir þessum niðurstöð-
um, mæla með kalkamtnonsaltpétri og brennisteinssúru ammoniaki til
kartöfluræktar í stað ammoniaksaltpéturs (sjá d- og e-lið).
d. Tilraun með vaxandi skammta tilbúins áburðar.
Tilraunin varð gerð á mögru mólendi, og afbrigðið var Gullauga.
Tafla XCII sýnir árangurinn af eins árs tilraun, og er henni haldið
áfram. Tilefni þessarar tilraunar er það, að sums staðar var byrjað á að
nota stærri skammta af tilbúnum áburði en ráðlagt hafði verið samkvæmt
tilraunum, en tilraunir með áburð til kartöfluræktar höfðu verið gerðar
á fremur frjóu landi á tilraunastöðvunum. F.n nú eru víða ræktaðar kart-
öflur í nýræktarlöndum, þar sem oft er þörf meiri áburðar en á gamal-