Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 74
72
d. Tilraunir með samanburð á köfnunarefnisáburði 1930—’34.
Tafla LXVII. Tilraun með köfnunarefnisáburðartegundir 1930—1933.
(Uppskera hey hkg/ha).
a. b. c. d. e.
Enginn 226 kg 227 kg 300 kg 600 kg
Ar N-áburður brst. amm. kalkamm. kalksaltp. kalksaltp.
1930 34.22 58.84 62.54 62.90 77.54
1931 40.95 73.77 67.33 67.48 94.96
1932 ................... 49.80 65.00 73.00 69.00 79.40
1933 ................... 45.26 72.04 73.30 76.00 88.76
Meðaltal 4 ára......... 42.26 67.41 69.04 68.85 85.17
Hlutföll .................. 100 158 162 162 200
1 kg N gaf kg hey/ha 53.40 57.00 56.50 45.80
Á alla liðina var borið 320 kg superfosfat 20%, og 250 kg kalí 40%.
Árið 1930 var byrjað á tilraunum með köfnunarefnisáburðartegundir,
eins og sjá má af töflu LXVII hér á undan. Er greint frá fjögurra ára til-
raunum með brennisteinssúrt ammoniak, kalkammonsaltpétur og kalk-
saltpétur. Tilraunin var gerð á gömlu valllendistúni og hafðar fimm
endurtekningar, eins og í flestum öðrunr áburðartilraunum og var til-
raunin alltaf tvíslegin. Á þeim árum, sem tilraunin var gerð, var tíðarfar
mjög hagstætt, svo að uppskera varð mikil fyrir ekki meiri áburð. Enginn
teljandi munur er á þessum áburðartegundum við heyframleiðslu, og
má segja, að það fari eftir verðlagi áburðarins, hvaða tegund beri að nota
hverju sinni. Það skal þó tekið fram, að brennisteinssúrt ammoníak er
ekki lientugur áburður til langframa á sama tún, því að sú tegund sýrir
jarðveginn, þegar til lengdar lætur, sbr. töflu LXV.
e. Samanburður á kalksaltpétri borinn á í einu og tvennu lagi.
í töflu LXVIII er greint frá tilraun, sem gerð var 1931—1933, einnig
á gömlu valllendistúni, með kalksaltpétur. Þessi tilraun átti að leiða það
í ljós, hvort ávinningur væri að bera þennan áburð á í tvennu lagi, það
er að segja að vori og á milli slátta.
Á tilraunina var borið öll árin: 320 kg superfosfat og 250 kg kalí 40%.
Enginn saltpétur var borinn á a-lið, en árið 1931 var borið á b-lið 400 kg
á ha af saltpétri (15.5% N) í einu lagi, og á c-lið einnig 400 kg, en tví-