Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 6
4
gangi starfseminnar og getið ýmissa athugana, tilrauna og rannsókna.
Til dœmis hafa þar alltaf hirzt rannsóknir á íslenzku grasfrœi og korni,
þannig að þar má finna, hvernig grómagn og fræþyngd grasfrcetegunda
og korntegunda hefur verið á fyrrgreindu timahili.
Sumar af þeim tilraunum, sem teknar hafa verið í þessa skýrslu, hafa
áður verið birtar en á við og dreif, i Búnaðarriti, Búfrceðingi og Frey.
Arið 1946 var gefin út skýrsla um allar kornyrkjutilraunir stöðvarinnar
til ársins 1940 af Atvinnudeild Fláskóla íslands. Það eru þvi aðeins fáar
kornyrkjutilraunir, sern birtast i þessari skýrslu, eða aðeins þcer, sem
gerðar hafa verið frá 1940—1950.
Um grasfrcercektina er getið þeirrar reynslu, sem fengizt hefur, jafn-
hliða þvi að geta árangurs, sem fengizt hefur af rannsóknum þeirra teg-
unda, er cetla má að séu hcefastar til fræframleiðslu hér á landi.
I þessari skýrslu birtast allar þœr tilraunir, sem gerðar hafa verið fram
til ársins 1950, sem eg hef talið nýtilegar og álitið að gcetu haft nokkurt
gildi fyrir almenna jarðrœkt. 1 þessari skýrslu er leitazt við að skýra frá
aðalniðurstöðum tilraunanna, bceði í töflum og með umsögnum um þcer.
Eigi hefur þótt fcert að hafa linurit eða hlutfallsmyndir rúmsins vegna,
en yfirleitt eru tilraunirnar þannig fram settar, að auðvelt cetti að vera
fyrir hvern og einn að skilja þcer.
Flokkun tilrauna er, eins og efnisyfirlitið ber með sér, þannig, að
hver rcektunargrein er út af fyrir sig með öllum þeim tilraunum, sem
gerðar hafa verið og hér eru birtar, fyrir hverja rcektunargrein i einum
flokki (t. d. allar tilraunir i túnrækt i einum flokki).
Vonast ég til þess, að flokkun þessi geri efni skýrslunnar aðgengilcgra,
og að sá árangur, sem fengizt hefur, t. d. varðandi túnrœkt, verði hverjum
sem er auðskilinn með þeirri framsetningu, sem hér er gerð.
Pálmi Einarsson landnámsstjóri og Árni Jónsson tilraunastjóri hafa
lesið handritið af skýrslu þessari yfir og gert nokkrar breytingar á text-
anum, til þess að gera efnið aðgengilegra og skýrara fyrir þá, sem ó-
kunnugir eru framkvcemd tilrauna. Árni Jónsson hefur auk þess séð um
prófarkalestur.
Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri hefur prentað skýrsluna af
sinni alkunnu vandvirkni. Kann eg bæði Pálma, Arna og starfsfólki
Prentverks Odds Björnssonar beztu þakkir fyrir.
Sámsstöðum, 1. marz 1953.
Klemenz Kr. Kristjánsson.