Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 55
53
Vigtað var af þessum tveim gróðurbeltum þar sem smárastofnunum
var sáð með vallarfoxgrasi, er nefnist A-belti, og B-belti þar sem eingöngu
var sáð smára.
Eftii’farandi tafla sýnir árangur tilraunarinnar.
Tatla XLIV. Tilraun með vallarfoxgras og sjálfgræðslu.
(Uppskera hey hkg/ha).
A. Vallarfoxgras B. Sjálfgrœðsla
Ár og innl. gróður af innl. gróðri
1931 ................................ 61.0 64.4
1933 .............................. 109.1 69.0
1934 ............................ 101.1 71.7
1935 ............................... 65.7 47.8
1936 ............................... 81.8 69.5
Meðaltal 5 ára......... 83.7 64.5
Hlutföll .............. 100 77
Tilraunin var gerð í þeim tilgangi að bera saman smárastofna, en
vegna þess að smárinn dó allur, varð tilraunin eingöngu til þess að leiða
í ljós mismun á sjálfgræðslu og sjálfgræðslu með 15 kg af vallarfoxgrasfræi
á ha eða þeim innlenda gróðri, sem lifði í tilraunalandinu. Að meðaltali
hefur A-liður gefið 23% meira hey en B-liður. Á báða liðina var borinn
jafn mikill áburður. — Þegar um sjálfgræðslu er að ræða, virðist geta
verið hagstætt að sá eingöngu vallarfoxgrasi með rótgræðslunni.
Vegna þess að smárinn dó allur út árið 1932, var ekki vegin uppskera
af tilraunalandinu það ár.
b. Tilraun með vaxandi magn af hvítum og rauðum smára
í venjulega fræblöndu.
Tilraunin, sem skýrt er frá í töflu XLV greinir frá árangri af mis-
munandi smáramagni í venjulegri S. í. S.-fræblöndu, en í henni var þetta
fræmagn: 35% háliðagras, 17% vallarsveifgras, 30% vallarfoxgras, 5%
hávingull, 9% língresi, 2% hásveifgras og 2% hvítsmári. Tilraunin er
gerð á tveggja ára forræktuðu mólendi, og sáð var 23. maí 1938, án skjól-
sáðs. Áburður var sáðárið 60 smál. af haugi á ha. Útsæðismagn fyrir alla
liðina var 30 kg fræ á ha. Notaðar voru tvær tegundir af smára, Molstad-
rauðsmári og Morsö-hvítsmári í blöndu til helminga. Uppskera af til-
rauninni var ekki tekin sáðárið, en næstu 5 ár, eða frá 1939 til 1943.