Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 95
93
sumri komi fiskimjöl að allgóðum notum, en þó nær það engri átt að
nota það til áburðar, ef tilbúinn áburður er fáanlegur. Fiskimjöl kemur
því verr að notum, sem veðráttan er kaldari hverju sinni. Þessar tilraunir
mæla ekki með því að nota fiskimjöl sem áburð við framleiðslu kartaflna.
d. Tilraunir með fiskimjöl og búfjáráburð á sandi.
TatJa LXXXVIII. Tilrann með mismunandi áburðartegnndir á sandjörð 1947.
(Uppskera hkg/ha).
Söluhæfar Samtals Hlutföll
1000 kg ammonphos, 300 kg brst. kalí................ 83.1 91.4 100
50 t. hesthúsh., 500 kg ammonph., 150 kg brst. kalí 118.1 133.7 146
2200 kg fiskimjöl, 300 kg kalí...................... 40.6 46.2 51
í töflu LXXXVIÍI er árangur af tilraun, þar sem saman er borinn
blandaður áburður í fyrsta lagi, í öðru lagi hesthúshaugur með viðbót af
blönduðum áburði og í þriðja lagi 2.2 tonn fiskimjöl -þ kalí.
Sumarið 1947 var kalt og óhagstætt fyrir kartöflurækt, enda kemur
þetta berlega fram í uppskerumagninu, en þó augljósast þar sem fiski-
mjölið var notað. Staðfestir það enn sem fyrr, að ekki er hagkvæmt að
nota fiskimjöl við kartöflurækt.
2. Tilraunir með tilbúinn áburð til kartöfluræktar.
a. Samanburður á dreifingaraðferðum á Ammophos til kartöfluræktar.
Tafla LXXXIX. Tilraun með dreifingartíma á tilbúnnm ábnrði 1946—1947.
(Uppskera hkg/ha).
1946 1947 Meðalt. Hlutf.
a. 300 kg brst. kalí, 800 kg ammonph., dr. fyrir pl. 337.6 70.4 204.0 100
b. Sami áburður, lierfaður niður 286.2 71.3 178.8 88
c. Sama dr. eftir rásum, jafnt á hryggi og rásir . . 350.1 93.1 221.6 109
í töflu LXXXIX sést árangurinn af tveggja ára tilraun með ammon-
phos til kartöfluræktar -j- kalí. Er hér verið að leita eftir því, á hvern hátt
er hagkvæmast að dreifa áburðinum, svo að hann nýtist sem bezt. Þrjár
aðferðir hafa verið reynar, eins og taflan sýnir. Talsverður munur er á