Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 39
37
heldur en hina svonefndu skyndiræktun. Ástæðan fyrir því, að menn
hafa komizt á þessa skoðun, er efalaust sú, að land, sem fær f—3 ára for-
rækt, fær miklu meiri búfjáráburð lreldur en það land, sem aðeins fa-r
áburð einu sinni, þ. e. árið, sem því er breytt í tún. Jarðvinnslan hefur
að sjálfsögðu áhrif í forræktun, en áhrif hennar eru þó sennilega veiga-
minni en áburðurinn, sem gefinn hefur verið árlega, á meðan landið er
í forræktun.
Tvær tilraunir hafa verið gerðar á Sámsstöðum á móajörð og mvri,
til þess að rannsaka áhrif forræktar á grasvöxt árin á eftir.
1. Tilraun með forrœktun mólendis.
Tilraunin á mólendi hófst 1933 og var lokið 1942. Tilgangurinn var,
að rannsaka það, hver áhrif misjafnlega löng forrækt hefði á allan nytja-
gróður, sem sáð var til á tilraunatímabilinu, bæði meðan á forræktinni
stæði og eins eftir grasfræsáningu til túnræktar
Forræktun á móajarðvegi var hagað þannig, að eftir vissan árafjölda
fékk hver liður jafnan áburð, og allir liðir fengu í eitt skipti 100 tonn
af búfjáráburði. Til kornræktar voru borin á 300 kg/ha nitrophoska,
nema þegar gefinn var búfjáráburður. Þegar forrækt var lokið og í landið
sáð til túnræktar árið 1937, var síðan nppskorið í 6 ár. Þá var áburðurinn
356 kg/ha túnnitrophoska fyrstu þrjú árin, en svo tilsvarandi áburður í
superfosfati, kalí, Chilesaltpétri, kalkammonsaltpétri og brennisteinssúru
ammoníaki þrjú síðari ár ræktunarinnar.
Tilhögun tilraunarinnar var þannig:
Rœktun byrjuÖ: 1933 1934 1933 1936
a. Engin forrækt, en sáð til túns 1933.
b. 3 ára forrækt Bygg Bygg Kartöflur Tún
c. 3 ára forrækt Bygg Bygg Bygg Tún
d. 2 ára forrækt Bygg Bygg Tún
e. 1 árs forrækt Bygg Tún
f. Engin forrækt Tún
Árið 1936 var sáð í liði b,—f. venjulegri S. í. S. grasfræblöndu með
höfrum sem skjólsáði, og var búfjáráburður notaður á c—f. liði, en ekki
á b-lið, því þar var notaður búfjáráburður við kartöfluræktina, en b fékk
eftir árum jafnan áburð og c, sem eingöngu var kornyrkja. Eftirfarandi
yfirlit sýnir áhrif forræktar á bygguppskeru í c- og d-lið árið 1935, en
til samanburðar er e-liður.