Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 75
73
skipt, 200 -f- 200 kg. Árin 1932 og 1933 var borið 600 kg af saltpétri í
einu lagi á b-lið, en sama magni tvískipt á c-lið.
Tatla LXVIH. Tilraun með saltpétur 1931-1933.
(Uppskera hey hkg/ha).
a. b. c.
Ár Enginn saltp. Saltp. i einu l. Saltp. i tvennu l.
1931 ...................... 45.85 66.46 71.56
1932 ...................... 50.35 77.65 79.67
1933 . .................... 38.18_______________77.20______________71.40
Meðaltal . ................. 44.79 73.77 74.21
Hlutföll .................... 100 165 166
Árangur tilraunarinnar virðist ekki mæla með því að bera tvisvar á,
þar sem vaxtaraukinn varð það lítill, að hann nægir ekki til að greiða
fyrirhöfnina við að dreifa tvisvar í stað einu sinni. Tilraun þessi var allt-
af slegin tvisvar, og varð uppskeran jafnari í báðum sláttum, þar sem
tvisvar var borið á. Það virðist því ekki liafa teljandi þýðingu að skipta
400—600 kg kalksaltpéturskammti. Hins vegar er ekki hægt að draga þá
ályktun af tilrauninni, að það borgi sig ekki að bera á á milli slátta, því
að gæði heildaruppskerunnar hafa verið rneiri í c-lið en b-lið, vegna tví-
skiptingar áburðarins. Getur því af þeirri ástæðu verið réttmætt að skipta
þessu N-magni í tvennt, einnig til þess að fá jafnari uppskeru í báðum
sláttum.
f. Samanburður á þremur köfnunarefnisáburðarteg. árin 1945—'50.
Árið 1945 var byrjað á tilraunum með samanburð á þremur köfnun-
arefnisáburðartegundum á fimm ára gömlu túni með erlendri grasfræ-
blöndu. Reyndar voru 3 tegundir, eins og tafla LXIX sýnir. Á alla liðina
voru borin 200 kg kalí og 300 kg superfosfat.
Enginn teljandi munur virðist vera á notum köfnunarefnisins, hvort
heldur notaður er ammoníaksaltpétur með 33.5% N eða karlsaltpétur
með 15.5% N eða brennisteinssúrt ammoníak með 20.5% N. Jafn mikið
af N er borið á b, c og d-liði, en á e-lið er borið % rneira, og virðast not
köfnunarefnisins verða svipuð, þótt þetta mikið magn hafi verið borið á.