Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 67
65
í fræblöndu I var: 35% háliðagras, 30% vallarfoxgras, 17.5% vallar-
sveifgras, 9% língresi, 2% hásveifgr., 2% Morsö-hvítsm., 4.5% hávingull.
í smárablöndunni var: 25% vallarfoxgras, 10% hávingull, 10% rý-
gresi, 5% axhnoðapuntur, 25% rauðsmári og 25% hvítsmári.
Þessar tilraunir sýna yfirleitt allar, að bezt er að sá grasfræi sem fyrst
á vorin, sérstaklega þegar um smárafræblöndur er að ræða, því að bæði
rauður og hvítur smári varð mest ráðandi eftir fyrsta sáðtíma, og upp-
skeran varð mest þá. Hins vegar má telja, að þessir 3 sáðtímar hafi verið
innan þeirra tímatakmarka, sem grasfræsáningin á að geta tekizt vel og
gefið gott tún. Áhrif sáðtímanna eru greinilegust fyrsta og annað árið,
en jafnast svo meira út, þegar frá líður, eins og sjá má nokkuð af tölun-
um, sbr. þriðja sáðtíma á þriðja ári.
Tilraunir þær, sem hér hefur verið sagt frá, benda til þess, að hag-
kvæmast sé að sá grasfræi til túnræktar eins snemma á vorin og kostur er
á hverju sinni. Með því móti næst í vetrarraka jarðvegsins, og vaxtartími
fyrsta árs verður lengri, heldur en ef seint er sáð, t. d. í júní eða júlí.
d. Skjólsáðtilraunir.
Tilraunir með skjólsáð hafa ekki verið fjölbreyttar í túnrækt. Reglan
var hér á búinu fyrstu 15 árin, að sá einvörðungu grasfræi, en nota ekki
einærar jurtir eins og bygg og hafra með grasfræinu. Hins vegar er það
almennt viðurkennt, að landið gefur af sér meira fóður sáðárið, ef bygg
eða hafrar eru ræktaðir með á fyrsta ári, en á hitt er líka að líta, að þess-
ar einæru jurtir geta staðið í vegi fyrir góðum árangri af grasfræsáning-
unni. Frekar er hætta á gróðurlausum blettum í túninu árið eftir sán-
ingu en ella, og einnig að það getur dregið nokkuð úr vexti grassins árið
eftir, ef mikil grózka hefur verið í skjólsæðinu. Þetta virðist þó nokkuð
vera háð því, hvenær sáð er. Ef sáð er seint, t. d. síðast í júní, og notað
skjólsáð, er nokkur hætta á að árangur verði minni af fræsáningu, en ef
sáð væri með skjólsæði fyrst í maí. Þetta hefur m. a. komið fram við rækt-
un túnanna á Sámsstöðum. Byggi hefur verið sáð sem skjólsæði með
grasfræi sl. 10 ár, og það tekið þroskað. Flafrar hafa einnig verið notaðir
til skjólsáðs og látnir þroskast, en þeir hafa reynzt verr en byggið, en
hafa þó gefið ágætan árangur. Þegar þessi aðferð er notuð, verður að sá
korni og fræi fyrst í maí eða siðast í apríl, svo að uppskerutími falli ekki
mjög seint að hausti. Með þannig sáðaðferð liafa tún gefið góða og mikla
5