Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 61
59
Af hvítsmára eru Morsö-hvítsmári frá Danmörku og Svea-hvítsmári
frá Svíþjóð álitlegastir til rœktunar. Af rauðsmára eru afbrigðin Molstad
og Toten frá Noregi harðgerð, þótt seinvaxin séu. Frá Svíþjóð Merkur-,
Östgota og Offer, en eru þó ekki eins þolnir og norsku stofnarnir. Her-
snaps danskur er einnig notlicefur.
Við venjulega túnrækt getur vel verið réttmætt að nota rauðsmára
með hvítsmáranum, því rauðsmárinn gefur meiri uppskeru tvö fyrstu
uppskeruár túnsins, en hvítsmárinn getur síðan gert sig gildandi á tún-
inu, þegar lengra líður frá. Bezt og öruggast er að nota búfjáráburð í sáð-
landið, þegar fræinu er sáð, smita fræið og sá því snemma vors.
Rauðsmárinn má aldrei vera snöggsleginn undir veturinn, því að það
veikir vetrarþol hans.
3. Tilraunir varðandi framkvæmd grasfræsáningar.
Tilraunir þær, sem hér verður getið um, fjalla um myldun á grasfræi,
sáðtíma grasfræs, skjólsáð við grasfræsáningu og sáðmagn til túnræktar.
a. Samanburður á sáðaðferðum á grasfræi.
Um myldun eða niðurfellingu grasfræs liafa verið gerðar tvær til-
raunir, og er greint frá tilhögun og árangri þeirra í töflu LI og LII. í
fyrri tilraunina var sáð árið 1932 án skjólsáðs, en í hina síðari árið 1934,
einnig án skjólsáðs. Báðar tilraunirnar eru gerðar á fremur frjósömu mó-
lendi og tveggja ára forrækt með byggi. Við fyrri tilraunina hefur ein-
göngu verið notaður tilbúinn áburður, en við síðari tilraunina var not-
aður búfjáráburður, 45 smál. á lia sáðárið, og þá ekki annar áburður.
Uppskeruárin öll er notaður tilbúinn áburður, 300 kg nitrophoska á ha.
Oll árin eru tilraunirnar tvíslegnar. í báðar tilraunirnar var sáð 40 kg af
S. I. S.-grasfræblöndu. Þær aðferðir við niðurfellingu grasfræs, sem hér
voru reyndar, voru þessar:
1. Grasfræið aðeins valtað niður.
2. Grasfræið herfað með léttherfi og valtað.
3. Grasfræið herfað með lítið skekktu diskaherfi og valtað.
4. Landið valtað, fræinu sáð, herfað með lítið skekktu diskaherfi og
valtað síðan.
Árangurinn er í töflu LI.