Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 94
92
Tafla LXXXVI. Tilraun með síldarmjöl 1941.
(Uppskera hkg/ha).
Tegund: Ben Lomond Söluhæfar Samtals Hlutföll
a. 800 kg túnnitrophoska 296.7 330.9 100
b. 1244 kg síldarmj., 240 kg sup., 257 kg kalí 237.5 259.0 78
c. 1244 kg síldarmjöl 177.5 199.3 65
mikið af kalí og fosfór og a-liður, en í c-lið var kalí og fosfór sleppt. Kart-
öfluafbrigðið var Ben Lomond. Vaxtartími kartaflnanna var 122 dagar,
og sumarið var hagstætt fyrir ræktun kartaflna.
Eins og tafla LXXXVI sýnir, hefur síldarmjölið reynzt miklu verr til
kartöfluræktar en nitrophoska. Sömu efni í mjölinu gefa 22% minni
uppskeru en í nitrophoska, og enn liallar undan fæti, ef síldarmjölið er
ekki bætt upp með kalí og fosfór. Árangurinn er hliðstæður í þessari til-
raun eins og við grasrækt. Síldarmjöl er of dýr og ónógur áburður miðað
við tilbúin áburðarefni.
c. Tilraunir með fiskimjöl, vaxandi magn.
Tilraunirnar eru gerðar á tveggja ára forræktuðum móajarðvegi, sjá
töflu LXXXVII. Kartöfluafbrigðið var Ben Lomond, og meðalvaxtar
tími 120 dagar.
Tafla LXXXVII. Tilraun með fiskimjöl 1946 og 1947.
(Uppskera hkg/ha).
Söluhœfar Samtals Hlutföll ’46+’47 1947
Áburðarlaust 91.3 106.5 50 42
300 kg kalí, 800 kg ammonphos 191.1 215.8 100 100
300 kg kalí, 1200 kg fiskimjöl 147.5 170.7 80 67
300 kg kalí, 1600 kg fiskimjöl 157.3 178.6 82 66
300 kg kalí, 2000 kg fiskimjöl 178.9 200.2 92 67
Tafla LXXXVII sýnir árangur tveggja ára. Annað árið, 1946, var
gott kartöfluár, en árið 1947 mjög slæmt, eins og hlutfallstölurnar sýna
fyrir það ár. Meðaltal beggja ára sýnir betri árangur af notkun fiskimjöls-
ins, en þó hvergi nærri það góðan, að hægt sé að mæla með notkun þess
við kartöflurækt. Uppskerutölurnar 1946 benda til þess, að í hlýju