Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 96
94
þeim þremur aðferðum, sem reyndar voru í góðu og slæmu kartöflu-
ári. Dreifing þessa áburðar hefur gefið bezta raun, þar sem borið er á
upprásaðan garðinn og kartöflurnar settar í rásirnar eftir dreifingu. Við
þessa aðferð hefur náðzt mesta uppskera. Þar næst verður niðurplæging
áburðarins bezt, en lakast reynist að herfa áburðinn niður áður en rásað
er fyrir kartöflusetninguna. Vel má nota áburðardreifara, þó að dreift
sé eftir að garðlandið hefur verið rásað fyrir kartöflusetningu, með því
að aka langs eftir röðunum.
b. Samanburður á nitrophoska, jafngildi og vaxandi magni af kalí.
Tafla XC. Tilraun með nitrophoska, jafngildi og vaxandi skammta af kalí 1938—40.
(Uppskera hkg/ha).
a. b. c. d.
800 kg garð- 800 kg brst. kali 320 kg brst. kali 330 kg brst. kali
nitrophoska 383 kg brst. amm. 583 kg brst. amm. 583 kg brst. amm.
Ár Söluh. Alls Söluh. Alls Söluh. Alls Söluh. Alls
1938 ......... 186.7 211.1 180.9 206.4 178.2 202.3 170.9 195.0
1939 ......... 218.0 242.8 244.0 273.2 264.0 283.6 240.0 278.0
1940 .......... 56.5 68.1 79.2 90.8 79.2 92.2 86.1 98.6
Meðaltal .. . 153.7 174.0 168.0 190.1 170.5 192.7 172.3 190.5
Hlutföll .... 100 109 111 109
í töflu XC er greint frá þriggja ára tilraun. Borið er hliðstætt nær-
ingarefnamagn á alla liði af N og P, en kalí er vaxandi í b, c og d-lið. í b,
c og d-lið er borið 667 kg superfosfat. Garðanitrophoska innihaldur 15%
N, 15% P205 og 18% K20.
Gullauga var notað í tilraunina, og hún var gerð á móajörð, forrækt-
aðri í tvö ár. Það sem tilraunin sýnir í aðaldráttum, er þetta: Sömu nær-
ingarefni í nitrophoska og einstökum tegundum (b-liður) gefa 9% minna
að meðaltali, og kemur hér svipað fram með nitrophoska og við grasrækt.
Þar reyndist þessi blandaði áburður verr en jafn mikið af næringarefnum
í kalí, superfosfat og brennisteinssúru ammoniaki. Ekki benda c- og d-
liðir tilraunarinnar til þess, að aukið kalí hafi nein teljandi áhrif til auk-
innar uppskeru, enda er tilraunin gerð á landi, þar sem ekki var kalívönt-
un við grasrækt. 300 kg af brennisteinssúru kalí hafa því nægt sem kalí-
forði við kartöfluræktina þessi ár.