Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 22
20
kalí, eða annar tilbúinn áburður með tilsvarandi næringarefnamagn. —
Utsceðismagn öll 12 árin hefur verið fyrir bygg og hafra 200 kg á ha, og
sáð hefur verið fyrstu daga maí. Grœnfóður: 110 kg hafrar, 170 kg ertur
og vikkur, eða 280 kg á ha, sáð síðast í maí. Kartöfluútsœði um 27 tn. á ►
ha, og þær settar niður frá 14.—20. maí öll árin. Gert var ráð fyrir því, að
gras væri ræktað eftir hver 4 ár, eða þegar 1. umferð væri lokið. Þetta
hefur þó ekki heppnazt, vegna þess að grasfræ frá Norðurlöndum var
ekki fáanlegt fyrstu tvær umferðirnar, en síðasta umferð sáðskiptisins var
frá 1946—49, og var tilrauninni þá hætt eftir að hún hafði staðið 12 ár.
Árið 1938 var sáð í sáðskiptagraslendi, til þess að plægja upp eftir
fjögur ár, og voru eftirfarandi grasblöndur notaðar:
1. 30 kg fræbl. á ha, þar af 50% rauðsmári.
2. 20 - ----------------- 50%
3. 30 - ----------------- 60% -
4. 20 - ----------------- 60% -
Sáðárið voru 60 tonn af mykju plægð niður, og grasfræinu sáð 23. maí
án skjólsáðs, og þá ekki notaður annar áburður.
Grastegundir í fræblöndunni voru: 50% vallarfoxgras, 20% háving-
ull, 20% rýgresi og 10% axhnoðapuntur, eða tegundir, sem allar eru há-
vaxnar og ekki með skriðulu rótarkerfi. Sáðárið var uppskeran ekki vegin
af reitunum, en árin 1939, 1940 og 1941 var hún vegin, og árið 1942 var
landið plægt upp aftur og notað undir fjögra ára sáðskiptaröð með byggi,
höfrum, grænfóðri og kartöflum. Áburður þessi þrjú grasár var sem hér
greinir:
1939: 110 kg kalí, 200 kg superfosfat á ha.
1940: 100 kg kalí, 200 kg superfosfat á ha.
1941: llOkgkalí, 110 kg Ammonphos (48% P2O5, 11% N), 190 kg.
Chilesaltpétur.
Meðaluppskera þriggja ára varð í 100 kg heyhestum af ha: a-liður
74.7, b. 70.8, c. 73.8 og d. 75.8 (sbr. töflu X). — Fyrsta árið var uppskeran
mest, en minnst árið 1940, því að það var slæmt grasár, en varð þó 42
hestar af ha að meðaltali. Smáramagnið í heyinu var 1940 rúmlega 22%,
en síðasta grasárið var rauðsmárinn mjög genginn til þurrðar. Tilraunin
benti til þess: 1. að ekki er ávinningur að hafa meir en 50 % rauðsmára
i sáðskiptagraslendi, sem sáð er í með þessum grastegundum. 2. Að á 3. ári
frá sáningu þurfi að gefa meira af köfnunarefnisáburði en hér hefur
verið gert. 3. Að ekki er ráðlegt, ef að smárinn á að halda sér, í 3—4 ár,