Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 23

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 23
og siðferðilegum þversögnum. Ef fylgja þarf vaxandi skattheimtu eftir með æ umfangsmeira og víðtækara skatteftirliti er stutt í að velferðarríkið breytist í lögregluríki. Þegar skatt- svikin eru orðin mjög almenn og væn- legasta leiðin sem fólk eygir til að sjá sér og sínum farborða, eru flestir orðnir sekir um eitthvað. Þá geta óvandaðir valdhafar beitt réttvísinni eftir geðþótta. Svipað ástand og í Sov- étríkjunum og fleiri skyldum þjóðfé- lögum getur skapast. Þar geta ein- staklingarnir ekki lifað nema með því að múta og notfæra sér persónuleg sambönd til þess að komast yfir lífs- nauðsynlegan varning og þrauka í daglegri lífsbaráttu. Þar geta valdhaf- arnir fundið eitthvað á alla ef þeir kæra sig um. Skattarnir mega því Vegna þess aö tekið er meðaltal af tekjum þriggja ára kemur úthlutun- in oft skringilega út í augum margra. Til dæmis er hægt að taka mann sem hefur haft lágar tekjur af hálfri vinnu tvö ár en byrjar síðan að vinna fyrir miklu kauþi. Vegna meðaltalsreglunn- ar getur hann með góðri samvisku framvísað tekjuvottorði frá skattinum sem er langt innan við þau mörk sem sett eru við úthlutun íbúða í verka- mannabústöðunum. Hann veröur að- eins að hafa unnið 1032 stundir á ári aö meðaltali. Þá geta menn orðið há- tekjumenn eftir að þeir eru fluttir inn, því ekkert eftirlit er með tekjum manna, eftir að þeim hefur verið út- hlutað íbúðunum. Lánskjör eru mjög góð, miðað viö önnur lán til íbúða. Lánstíminn er mun lengri en við al- aldrei verða svo háir að skattsvik verði almenn og ef til vill eina raunhæfa leiðin til að komast sæmilega af. íslenska velferðarkerfið saman- stendur af fjórum meginhlutum: framfærslukerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og félagslegri aðstoð við fullfrískt fólk. Sé litið á velferð- arkerfið í heild sinni þá gæti það kom- ið á óvart að töluverður hluti þess er á vegum einkaaðila. Nægir að nefna alla samningsbundnu lífeyrissjóðina, sjúkrasjóði verkalýðsfélaganna ’og ýmsa starfsemi í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Til dæmis er at- hyglisvert að fyrirbyggjandi starf í heilbrigðismálum, eins og heilsurækt og íþróttaiðkanir hvers konar, skuli fyrst og fremst vera á vegum einka- aðila og að sama máli gegni um þær menn lán hjá Húsnæðismálastofnun og lánshlutfallið mun hærra, eða 80 prósent af verði íbúöarinnar til 43 ára. Flestir þeirra sem sækja um í verkamannabústöðum í Reykjavík láta fylgja vottorð frá borgarlækni um að þeir búi í heilsuspillandi húsnæöi. Þessi vottorð geta komið mönnum ofar á hinn langa biðlista sem að jafn- aði er eftir íbúðunum, og því verri, sem íbúðin er, því ofar á listann fara menn. Þess vegna eru dæmi um það að oftar en einu sinni hafi verið gefin út vottorð um sömu íbúðina í þessu skyni og jafnvel að níu fjölskyldur hafi notað sömu íbúðina til að flýta fyrir úthlutun í verkamannabústööum. Kári Jónasson tók saman. nýjungar sem fram hafa komið í menntakerfinu á sviði tölvumenntunar og menntunar í þágu atvinnulífsins. Þannig er það alls ekki sjálfgefið að sú starfsemi sem við köllum velferðar- kerfi þurfi endilega að vera í höndum hins opinbera; einkaaðilar geta líka haft þar hlutverki að gegna. f við nefnum aðeins nokkrar af brotalömunum í velferð- arkerfinu má fyrst taka fyrir lífeyriskerfið sem er uppi- staðan í framfærsluaðstoðinni. Lífeyr- istryggingar almannatrygginga munu í framtíðinni gegna sífellt minna hlut- verki við að tryggja öldruðum lífeyri á elliárunum. Lífeyrissjóðirnir standa hins vegar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar þegar fram líða stundir og reynd- ar er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins löngu gjaldþrota. Ríkissjóður legg- ur honum til yfir 300 milljónir króna á þessu ári, en starfsmenn ríkisins hafa löngum notið bestu lífeyrisréttindanna á vinnumarkaðinum. Aðstoð við einstæða foreldra er mikil og að komast á það stig að hið hefðbundna fjölskyldumunstur getur farið að verða fjárhagslega óhagstætt. Það sem mestu máli skiptir hér er skattlagning heimilisteknanna, en heimilin eru ekki skatteining heldur einstaklingarnir. Heimili með jafn miklar tekjur greiða misháa skatta eft- ir því hvernig teknanna er aflað. Heilbrigðiskerfið býr við þann grundvallarvanda að þriðji aðili, ríkið, þarf að greiða mestallan kostnaðinn af því sem læknarnir ákveða að gera fyrir sjúklingana. Slíkt leiðir alltaf til þess að ásókn verður í að eyða meiru og meiru í heilbrigðisþjónustuna. Enn- fremur verður uppbygging hennar mótuð samkvæmt vilja læknanna og áhuga þeirra á einstökum sjúkdómum og sjúklingum. Sífellt stærri hluti þjóðarframleiðslunnar fer til heil- brigðismála. Á árinu 1970 var hlut- fallið 5, l % en á árinu 1981 var þetta hlutfall komið upp í 7,5% og virðist enn fara hækkandi. Möguleikarnir til að eyða peningum í heilsugæslu eru óþrjótandi og hvert einasta mál er „gott mál“. Einhvers staðar verður þó að draga markalínuna og segja að nú viljum við eða getum ekki meira. Að sumu leyti er menntakerfið líkt heilbrigðiskerfinu þar sem starfs- 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.