Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 73

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 73
Matarlýsingar í íslenskum bókmenntum frá Snorra-Eddu til Tómasar Jónssonar Sésurnar streyma sunnanað Eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Sósurnar streyma sunnan að, sósurnar trítla norðan að, sósurnar labba austan að, sósurnar ærslast vestan að. (Þórbergur Þórðarson). bókmenntum mætra matar- menningarþjóða, svo sem Frakka, má víða finna lýsingar á matseld og borðhaldi, sem í senn eru Ijóðrænar og kitlandi fyrir bragðlauka lesandans. Ég nefni sem dæmi skáldsögu Marcel Proust (1871—1922), A la Recherche du Temps Perdu, þar sem hann lýsir í löngu máli Ijúfum minningum tengd- um aristókratísku borðhaldi á bernskuheimili hans. Auk þess hafa ótrúlegustu menn skrifað heilu bæk- urnar um sjálfar unaðssemdir matar- gerðarlistarinnar, þannig stílaðar að þær flokkast hikstalaust undir bók- menntir. Þar má nefna verk franska rithöfundarins Alexandre Dumas (1802—1870), Le Grand Dictionaire de Cuisine, þar sem hann útfærir m.a. margar borðhaldssögur af Napóleóni keisara, og verk franska hæstaréttar- dómarans A. Brillat-Savarin (1775— 1826), La Physiologie du gout. En hann hélt því fram að uppgötvun nýs réttar skipti velferð mannkyns meira máli en uppgötvun nýrrar stjörnu. Ósjaldan fara erótík og matur sam- an í heimsbókmenntunum. Nægir að nefna svo ólík dæmi sem Ljóðaljóð Gamla-testamentisins, hendingar á borð við: skaut þitt kringlótt skál, er eigi má skorta vínblönduna, kviður þinn hveitibingur kringsettur liljum; Eða þá nýlega skáldsögu þýska rithöfundarins Gúnther Grass, Der Butt (Flyðran), þar sem dásemdir kynlífs og matargerðar eru samtvinn- aðar og Ijóð bandarísku skáldkonunnar Ericu Jong, einkum í bókinni Fruits & Vegetahles, á borð við eftirfarandi: Bless, veifaði hann, á leið inn t eplið, álfkonuna rauðu. Hold hennar dökknar leiki of lengi um það loft — og hún opnaði fullkomnar kinnarnar til að bjóða honum inn. Hún tók við honum. Garðurinn hringsnerist í mjúkri holdslikju hennar. Bless. Ég held að menn þurfi ekki að vera þaullesnir í íslenskum bókmennt- um til að þeir treysti sér samt sem áður til að fullyrða að fátt muni vera þar um lystaukandi matarlýsingar, hvað þá lostafullar. Ýmsar ástæður má sjálfsagt tína til. í fyrsta lagi var mat- aræði Islendinga og matargerð fremur fábreytt langt fram eftiröldum. IVIenn lifðu hér einkum á kjöti, nýju, söltuðu eða reyktu, tólg, á slátri, nýju og súru, bjúgum, fiski, nýjum, signum eða hertum, á mjólk, rjóma, smjöri, osti, skyri og mysu, á berjum, sölvum og fjallagrösum. f öðru lagi má nefna að hin stranga raunsæishefð fornsagn- anna, sem jafnframt mótaði skáld- sagnahefð síðari tíma að miklu leyti, hefur vart leyft slíkan „hégóma“ sem matarlýsingar óneitanlega eru í sam- anburði við að höggva mann og annan. í þriðja lagi virðast áhrif dönsku mat- argerðarinnar á þá íslensku með til- heyrandi sykurbrenndum kartöflum, rauðkáli, og brúnni sósu, einkum á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20., svo og áhrif amerískrar matargerðar, í mynd brasaðs og djúpsteikts matar og hvers kyns „skyndibita", hafi farið fyrir brjóstið á mörgum málsmetandi rithöfundum ís- lenskum, og þeir því gert sér far um að lýsa borðhaldi landa sinna á fremur kaldhæðnislegan og lítt lystaukandi hátt. Nörg Eddukvæðanna eru vísast ort fyrir íslands byggð, frumbyggjar landsins hafa haft þau í farteski sínu er þeir flýðu hingað und- an skattheimtu Noregskonungs. All- tént bendir lífsskoðun vinsælasta kvæðisins, Hdvamdla, einna helst til víkingaaldar. Fyrsti hluti þess, Gesta- þdttur, hefst á því að gestur kemur á 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.