Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 130

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 130
Múlaþing Margir hér eystra hafa fetað í fótspor Páls Ólafssonar og kemur Hákon Aðal- steinsson frá Vaðbrekku (f. 1935) fyrst upp í hugann í því sambandi. Hákon býr yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu á skálda- málinu, bæði fomu og nýju, er sérlega orð- hagur og munu fáir eða engir standast hon- um snúning í gerð gamanvísna og skemmti- kvæða. Hákon hefur einnig fengist við alvarlega ljóðagerð en fer þar troðnar slóðir einhvers konar rómantíkur. Venjulega er þó grunnt á gamanseminni eins og í kvæðinu „Skáldaraunum“ þar sem þetta er fyrsta erindið: Glitra daggir glampa vogar gullnum bjarma slær á hafið í mildum skýjum morgunn logar merlar fagurt litatrafið. Sólin dreifir ljúfu ljósi logagyllir fjallakórinn aleinn staddur úti í fjósi er ég nú að moka flórinn.3 Iðkun skáldskapar liggur greinilega í ættum hér eystra eins og t.d. má sjá af því að allmörg systkini Hákonar hafa fengist við skáldskap og er Ragnar Ingi (f. 1944) að sjálfsögðu þeirra þekktastur. Þá má nefna systumar frá Heiðarseli í Jökuldalsheiði, þær Arnheiði, Erlu, Sólveigu og Hallveigu sem allar yrkja. Hallveig sendi frá sér bókina Stiklað á steinum 1990 og eftir Erlu hafa komið út kverin Ruglað rím og grín (1990) og Vísur Erlu (1998). Skáldskapur þeirra byggir á gömlum grunni sem auðvelt er að rekja til skálda eins og Páls Ólafs- sonar. Raunsæi á 19. öld Árið 1879 birtist í Skuld stutt tilvitnun í fræga fyrirlestra sem danski bókmennta- fræðingurinn Georg Brandes flutti við Hafnarháskóla um meginstraumana í bók- menntum 19. aldar (//ovedstromninger i det 19de Aarhundredes Litteratur). Jón Ólafs- son nefnir Brandes aldrei öðru vísi en að hlaða á hann lofi. í fyrirlestrunum boðaði Brandes Norðurlandabúum nýja bók- menntastefnu sem á íslensku hefur verið nefnd raunsæi og er uppmnnin í Frakklandi. Samkvæmt því sem Brandes boðaði áttu rit- höfundar fyrst og fremst að fjalla um vandamál líðandi stundar, t.d. varðandi eignaréttinn, hjónabandið og trúarbrögðin. Þeir áttu að vera „líflæknar mannlegs fje- lags“4 eins og Jón Ólafsson komst að orði í Skidd. Upphaf raunsæis í íslenskum bók- menntum er oftast rakið til smákvers sem nokkrir íslenskir stúdentar gáfu út í Kaup- mannahöfn 1882 og nefndist Verðandi. Stóð til að þetta yrði fyrsta hefti að nýju tímariti fyrir íslendinga en ffamhaldið kom aldrei. Einn af útgefendum Verðandi, og helsti brautryðjandi raunsæisstefnunnar á Islandi, var ungur prestssonur ættaður af Austurlandi, Einar Hjörleifsson Kvaran. Hann fæddist í Vallanesi 1859 þar sem afi hans var prestur. Einar var á fyrsta árinu þegar foreldrar hans fluttu norður í Húna- vatnssýslu og tengist ævi hans Austurlandi ekkert eftir það. Þó má geta þess að fyrsta bók hans, sagan Hvorn eiðinn á ég að rjúfa, var gefm út á Eskifírði sem fýlgirit Skuldar. Blómaskeið raunsæisstefnunnar á Is- landi stóð frá 1880 og fram yfir aldamót og bar ríkulegan ávöxt, sérstaklega í smá- sagnagerð. Auk Einars Kvaran nægir að nefna höfunda eins og Gest Pálsson, Guð- 3Hákon hefur gefíð út þrjú ljóðakver: Bjallkollu 1993, Oddrúnu 1995 og Imhnt 2002. „ Skáldaraunir “ birtist í þeirri fyrstu, bls. 20-21. ^Skuld, V. árgangur, nr. 155, Reykjavík 1S82, bls. 58. 128
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.