Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 6
Kápumynd
Listakonan Yst er jafnframt sálfræðingur og ein af frumbyggjum Egilsstaða. Hún hefur numið
list sína og starfað að henni í hátt á annan áratug og var tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár fyrir
verkefnið Braggast á sólstöðum, sjá nánar á www.yst.is. Á bak við listamannsnafnið Yst
stendur Ingunn Stefanía Svavarsdóttir. Ingunn er búsett á Kópaskeri og rekur þar, við ysta
haf, gallerí í bragga sem hún hefur innréttað sem vinnustofu og sýningarrými.
Listakonan man það eins og það hefði gerst í gær þegar faðir hennar, Svavar Stefánsson
mjólkurbússtjóri, tók hana unga með sér í stutta heimsókn í kirkjuna til Jóns í Möðrudal á
ferðalagi yfir Fjöllin. Jón söng sálma fyrir feðginin á sinn einlæga og sérstæða hátt, af svo
mikilli innlifun og krafti að það greiptist í minni hennar um alla framtíð og úr varð verkið
Hvíti Kristur (2002 olía á striga 70x50 cm). Verkið er í eigu Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
Ljósmynd af verkinu tók Beata Fabian.
Höfundar efnis:
Amdís Þorvaldsdóttir f. 1945, starfsmaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, búsett á Egilsstöðum.
Baldur Grétarsson f. 1961, bóndi, Kirkjubæ í Hróarstungu.
Bára Stefánsdóttir f. 1969, forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, búsett á Egilsstöðum.
Bjami Guðmundsson f. 1943, prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Grétar Jónsson f. 1961, vegghleðslumaður, búsettur í Grindavik.
Halldór Pálsson f. 1887 - d. 1967, bóndi í Nesi í Loðmundarfírði.
Helgi Hallgrímsson f. 1936, líffræðingur og rithöfundur, búsettur á Egilsstöðum.
Hjörleifur Guttormsson f. 1936, náttúrufræðingur og rithöfundur, búsettur í Reykjavík.
Hrafnkell Lámsson f. 1977, sagnfræðingur, búsettur í Breiðdal.
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir f. 1971, þjóð- og íslenskufræðingur, búsett á Egilsstöðum.
Jóhann Magnús Bjamason f. 1866 - d.1945, rithöfundur og kennari í Kanada.
Jón B. Guðlaugsson f. 1959, flugþjónn og þýðandi, búsettur í Reykjavík.
Jón A. Stefánsson f. 1880 - d. 1971, bóndi í Möðrudal.
Jón M. Kjerúlf f. 1912 - d. 1970, bóndi, Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal.
Kristján Jónsson Vopni f. 1861 - d. 1943, lausamaður og bóndi víða á Héraði.
Sigmundur Vigfús Eiríksson f. 1922 - d. 1977, bóndi og verkamaður.
Sigríður Matthíasdóttir f. 1965, sagnfræðingur, búsett á Seyðisfirði.
Sigurður Z. Gíslason f. 1900 - d. 1943, sóknarprestur í Dýrafirði.
Sigurður Kristinsson f. 1925, fyrrverandi kennari ffá Refsmýri, búsettur í Reykjavík.
4