Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 11

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 11
„Látið mig segja það sem sagan þarfnast“ eins og hann sjálfur komst að orði um annan kappa. Frábært harðmenni í hverri raun. Andlitið var nokkuð stórskorið og beinabert, fastmynntur var hann og kjálkagrannur, nefið allhátt og íbjúgt, augun hvöss og lágu djúpt. Gráir brúnaskúfar héngu alla jafna alveg niður fyrir augun. Ennið afarmikið og upplitið djarft, oftast alvöruþrungið en bæði gáfulegt og höfðinglegt. Sjón hafði hann misst á öðru auga í gaddhríð á Fjarðarheiði. Var blinda augað allt eitt hvítt vagl er gneistaði all-ískyggilega er honum rann í skap. Sigfús var ágætlega máli farinn, lá allhátt rómurinn og þó karlmannlegur. Hraðmælskur var Sigfús ekki en talaði jafnt og þétt, ákaflega skýrt og greinlega. En það sem gerði málfar hans og flutning ógleymanlegan var hinn óbifanlegi sannfæringarkraftur og fomeskjulegt hyldýpi þar sem engu varð um þokað. Með oddi og egg Ævisaga Ríkarðs Jónssonar. Nokkrar sögur segir Ríkarður af tilsvörum Sigfúsar. Eitt sinn var Sigfús á ferð frá Dvergasteini og var að segja sögur. Þá grípur frammí fyrir honum gömul kona og segir: „Þetta var nú ekki alveg svona, Sigfús minn!“ Þá svarar sá gamli: „ Nú erþað EG sem tala!" En orðtak hans var: „Sagan heimtar sinn rétt! “ Mynd Ríkarðs sýnir hinn aldna sagnaþul við skriftir með fjaðrapenna í hendi. Með tilliti til þess að safn Sigfúsar er eitt hið alstærsta í heiminum sem eftir einn mann liggur á þessu sviði, má rétt ímynda sér hverju hann hefði afkastað, hefði hann haft ferðatölvu og upptökutæki nútímans í farteski sínu. Ef til vill má nefna þennan mann „sannasta Austfirðinginn“. Því Austurlandi unni hann alla ævidaga og sýndi það og sannaði í verki sem við nútímamenn getum notið og metið fyrir sakir framúrskarandi elju hans og atorku. I skrifum Sigfúsar rís gamla Austurland og lifnar að nýju; menn jafnt sem og málefni, enda er safn hans ekki síður þjóð- ,sagn- og ættfræði en þjóðsögur. Og víst hefði verið fengur í að sjá hann feta við vegarbrúnina, manninn sem þræddi fótgangandi slóðana allt frá Bakkafírði suður í Hornafjörð sumarið 1921, þá langt hniginn á sjötugsaldur, til þess að safna áskriftum að fyrstu heftum þjóðsagnasafnsins mikla sem honum auðnaðist þó ekki að sjá á prenti í heild. Reikni svo hver kílómetrana fyrir sig! Safnið tók hann sér mjög að hjarta, svo sem best sést á sögunni sem Sigrún Dagbjartsdóttir frá Hjalla á Vestdalseyri, sem lengstum var kennd við Seldal í Norðfirði, sagði mér eitt sinn: Sigfús var afar draughræddur maður, Hann mun hafa haft í hyggju að gefa út sérstakt bindi með draugasögum og hugðist nefna það „Drauglu". Seldi hann áskrift að bókinni og kom þá m.a. til Oddnýjar ömmu minnar á Kirkjuhvoli þeirra erinda að bjóða henni áskrift að „Drauglu“ hinni væntanlegu. En amma mín, sem var kona guðhrædd, kvaðst heldur mundu kaupa einhverja guðsorðabókina. Svaraði þá Sigfús, stuttur í spuna: „Þetta er guðsorði betra!“ Margt er enn óútgefíð af skrifum hans, þar á meðal margháttaður kveðskapur og æviþættir hans - sem varðveittir eru í þremur útgáfum - og væri sannlega verðung að þrykkja þeim á prent ásamt ýmsum öðrum Ijársjóðum sem frá fjaðrapenna hans hrutu. Er það ekki vansalaust Sigrún Dagbjartsdóttir. Eig- andi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.