Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 14

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 14
Múlaþing heppilega leið og samferðamenn hans höfðu misjöfn áhrif. Þó gekk nú allt þolanlega meðan fóstra hans lifði. Hann var latur að læra Kverið en snemma viljugur á að lesa sögur og kvæði og endaríma vísur. Sögðu vinir hans að hann myndi vera efni í skáld - sem lítt hefur rættst - En aðrir töldu það leir sem hann rímaði, því engi gæti verið skáld nema lærðir menn. Samt var hörð ástríða til að yrkja, þótt í óþökk allra væri, og hneigðist hann því til glettni. Hann var trúhneigður og síhugsandi um Guð og það háa og mikilvæga í tilverunni. En jafnframt fjarlægðist hann hin hálfu góðmenni sem svo margt var af. Þetta leiddi til þess að hann varð fremur ómannblendinn æ síðan og lítill fjöldans maður, einlyndur nokkuð og einrænn og lifði af mjög í sjálfum sér. Handrit Æviþáttar bls. 7 Mynd Ríkarðs Jónssonar af Sigfúsi sem m.a. prýðir minnisvarðann í Sigfúsarlundi. „...sem lítt hefur rættst“ segir Sigfús urn skáldspár sér til handa - ef til vill af uppgerðar- hógværð? Svo mikið er víst að margt rímað og stuðlað liggur eftir Sigfús og er það á köflum prýðis-skáldskapur. Svo segir hann í Æviþætti sínum um ljóðasmíð sína, þá er hann hélt sig -ranglega - búinn að koma útgáfu þjóðsagnasafnsins í höfn árið 1906: Sigfús tók nú til óspilltra mála við vinnu sína; hneigðist nú hugsun hans að vísna- og ljóðagerð er hann hugði sig lausan við safnið. Var hann undir niðri leiður á hinu tilgangslausa lífi og orkti löngum, til að reyna að gleyma umkomuleysinu en sá sig engan kost eiga þess er bætti úr einstæðingsskap hans, en sá sér lítinn vinning er kostur var á. Var og fost og fom tryggð flestu nýju til fyrirstöðu. Hann var fastur í lund og þó hvarflandi mjög. I skrifum sínum um Sigfús tilfærir Jón Hneftll Aðalsteinsson þessa ljóðaperlu Sigfúsar er hann orti um „forlög sín, einstæðingshátt og umkomuleysi“: Enginn man af mengi mér hvað þröngva gerir; veit ég einn hve eitrar ólga í brjósti fólgin líf og lengir kíftð, langar mig að fanga frið svo fljótt eg biði fró í hjarta óróu Æviþáttur III bls. 67 Þetta er kveðskapur sem hefði verið sjálfum Páli Olafssyni sæmandi. Og fróðlegt um það að fræðast í skrifum Jóns (og Sigfusar) að þessir tveir ljóða-lofðungar Austurlands kynntust og bjuggu um hríð undir sama þaki. Jón birtir í skrifum sínum tvær vísur Sigfúsar frá Hallfreðarstaðaskeiði hans, hvora annarri betri („Vor“ og ,,Haust“)3 En auk þess segir Sigfús svo frá í Æviþætti I: 3 Bls. 148-9. 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.