Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 24
Múlaþing
er það dýrt og eignir mínar hrökkva ekki
til að borga það allt með styrknum 500
krónum. Þeir vilja heimta hundrað krónur
um mánuðinn fyrir hús og fæði. Þetta er
í skuldum miklum. Nú vil eg eigi ausa út
miklum vaðli heldur spyrja þess góðlátlega
hvort eg fái enga framlengingu á þeim
styrk sem þið veittuð mér í heiðurs- og
góðvildarskyni. Eg lít auðvitað öðruvísi á
það fé en það sem eg fyllilega vinn fyrir.
En við lendum meira og minna á herðum
annarra er orka lamast og elli sækir að.
Eg veit að þið eruð einnig í þröng. En eg
geri þetta eigi að gamni mínu. Eg veit þú
skilur mig og orðlengi þetta eigi meira.“
Þess má geta að bæjarstjóm Seyðisfjarðar
sá sér ekki fært að framlengja styrkinn, enda
kreppan þá skollin á.
Síðustu ævidögum Sigftisar lýsir Ríkarður
Jónsson á þessa leið:
„Hann lá nokkra mánuði í kör efitir snert af
heilablæðingu. En sú var Iíkn í þraut - og
hún ekki lítil - að hann hafði ekki hugmynd
um annað en að hann væri alltaf að skrifa
fræði sín og vildi jafnan sýna manni sitt
nýjasta ritsmíð sem væri undir höfðalaginu.
En átakanlegt var að sjá hina síblessuðu
eljuhönd gamalmennisins fálma eftir því
sem ekki var undir höfðalaginu."
Hann andaðist á Gmnd 6. ágúst 1935.
Sagnaritarinn Sigfús Sigfússon frá
Eyvindará hefur löngu hlotið uppreist æru.
Ljóðskáldið bíður enn síns vitjunartíma.
Heimildaskrá
Eiríkur Sigurðsson. Af Héraði og úr jjörðum.
Austfirskirþcettir. Reykjavík. Skuggsjá. 1978.
Eiríkur Sigurðsson. Með oddi og egg. Minningar
Ríkarðurs Jónssonar. Reykjavík. Skuggjá.
1972.
Guðmundur G. Hagalín. Ekki fæddur í gœr. Séð,
heyrt, lesið og lifað. Reykjavík, Almenna
bókafélagið. 1982.
Guðmundur G. Hagalín. Stóð ég úti í tunglsljósi.
Séð, heyrt, lesið og lifað. Reykjavík. Almenna
bókafélagið. 1973.
Guðlaug Sigmundsdóttir. Minningabrot. Heima
er best, 1988.
Helgi Hallgrímsson. Fjölþætt skrifog heimildaskrá
um Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara.
Huldumál, hugverk austfirskra kvenna. Ritstj.
Guðborg Jónsdóttir. Reykjavík. Pjaxi 2003
Jón Þórarinsson tónlistarmaður. Oprentuð
minningabrot. Reykjavík. 2002.
Sigfús Sigfússon. Islenzkar þjóðsögur og sagnir.
Seyðisf. / Hafnarfj./ Reykjavík. (Ymsir
útgefendur). 1922-57.
Sigfús Sigfússon. lslenskar þjóþsögur og sagnir
I-XI. Ný útgáfa. Oskar Halldórsson, Grímur
M. Helgason og Helgi Grímsson bjuggu til
prentunar. Reykjavík. Þjóðsaga.1982-1993.
Sigfús Sigfússon frá Eyvindará. Kappaslagur eða
rímað afreksmannatal úr fornöld Islendinga.
Seyðisfirði. Prentsm. Sig. Þ. Guðmundssonar
1926.
Sigfús Sigfússon frá Eyvindará. Glámsrímur, ortar
í febrúar 1912. Reykjavík. 1930.
Sigfús Sigfússon frá Eyvindará. Óprentuð handrit
í vörslu Þjóðarbókhlöðu (sjá handrit.is)
Stuðlamál. Vísnasafn 20 alþýðuskálda. Margeir
Jónsson safnaði. Akureyri. Þorsteinn M.
Jónsson.1927.
Tíminn 4. des. 1977: Viðtal við Eirík Eiríksson frá
Dagverðargerði.
Einkasamtöl höfundar við:
Sigrúnu Dagbjartsdóttur frá Vestdalseyri.
Sigurð Magnússon frá Þórarinsstöðum.
22