Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 26
Múlaþing
Um fímmtu vísu:
Nú gerðist það að bróðir Stefaníu kvæntist.
Þurfti hann þá ekki á henni að halda sem
ráðskonu, en það hafði hún verið þá í nokkur
ár. Fór Stefanía þá með annað bamið sem með
henni hafði verið á ágætt heimili í Fellum en
hitt varð eftir hjá bróður hennar.
Eftir tæpt ár eða svo fór það að kvisast
að Stefanía væri kona „eigi ein saman“ eins
og gömlu rithöfundarnir komast að orði. Það
fréttist einnig að Halldór teldi það ekki af
sínum völdum. Þá kvað Sigíús:
Allir breyskir erum vér,
enn kom fregn að nýju,
„Kúði“ vill ei kannast við20
króga í Stefaníu.
Um sjöttu vísu:
Hér talar Sigfús um mann sem þótti nokkuð
ásthneigður. Var það almæli á Héraði að
Sigfús hefði sagt um hvem vísan væri. Ekki
er ástæða til að nefna það hér.
Þótt þig vanti vit og þrek
veiztu samt af hinu
að þú ert einslags apótek
ætlaður kvenfólkinu.
Um sjöundu og áttundu vísu:
Þessar tvær vísur vora kallaðar kersknisvísur
þegar ég lærði þær fyrir um - eða yfir - sextíu
árum. Þær sýna að Sigfús var - stundum að
minnsta kosti - ekki ánægður með umhverfi
sitt og fannst hann misskilinn og einmana.
Það kemur ekki málinu við hvað sagt var um
það á sínum tíma hvar þær urðu til:
Hér má engin heyrast saga,
hér má ekki líta í skræður,
engin skrítla, engin baga,
allt eru tómar barlómsræður!
20 Líklega misminnir Sólrúnu hér. Vísast hefur línan verið svo:
,JCúðF vill ei kenna sér... og svo frv.
Næsta vísa lýsir sams konar sálarástandi:
A matarins sælgæti fæðir þú fólk
en fátt áttu'í andlegum sjóði.
Mér skilst eins og vatnsblönduð skilvindumjólk
skrafið þitt, vinur minn góði!
Um níundu og tíundu vísu:
Sigfús frétti að ortur hefði verið um hann
níðbragur á Seyðisfirði er byrjaði á þessa leið:
Sigfús rauði, sá er kauði ljótur... og svo
framvegis. Sigfús reiddist en samt var haft
eftir honum að þetta væri fáfengilegt og
ómerkilegt hnoð. Orti hann brag á móti. Ekki
veit ég hvað hann var mörg erindi. Eg kann
aðeins tvö þeirra. Er fyrri vísan upphaf:
Mér hefur verið sagt í svip,
sem ég þó ei mikils virði,
að lyga-slúðurs lekahrip
lasti mig á Seyðisfirði.
Tíunda vísan er ef til vill niðurlag:
En svo ég um það segi frómt
-þótt suma ég þar mikils virði -
að utan gyllt en innan tómt
er svo margt á Seyðisfirði.
Um elleftu vísu:
Ekki veit ég hvenær eftirfarandi vísa varð
til en hún er frá þeim tíma þegar Sigurður
Johansen var verslunarstjóri á Seyðisfírði.
Hafði Sigfús viðskipti við hann, var þar í
reikningi eins og sagt var. Þó Sigfús væri alltaf
einhleypur, gekk honum stundum erfíðlega
að kvitta sína reikninga. Ekki var hann þó
eyðslumaður en vinnan varð frádráttarsöm
hjá honum. Fer ég ekki út í það frekar. En
einhvem tíma er Sigfús á Seyðisfírði og biður
Johansen um vöraúttekt. Þótti Sigfúsi hann
önugur í svöram og segir eftir litla þögn:
24