Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Qupperneq 28
Múlaþing
Um róður Njarðvíkinga:21
Svona fór um sjóferð þá
sem og margar fleiri.
Ætli farist oss að lá
yfirsjón ei meiri?
Eins er gjamt að yfirsjá
ítum viskuslyngum:
Fleirum gat það orðið á
en þeim Njarðvíkingum.
Hendi þig sjálfan heimskan ein
hyggðu að orðum mínum:
Allir róa einhvem stein
aftan í bátnum sínum.
Heppilegast öllum er
inn að hirða tógið,
hálfur sigur sýnist mér
samt ef vel er róið.
Konungs minni
Seyðisfírði 22. júní 1926.
Velkominn sjóli
vin með þinna
göfúgu liði
gjálfurs of slóð.
Konungs frá stóli
kominn að fmna
fomhæfa, hrausta,
fámenna þjóð.
Fögnuði lýsir
Ijallkonan hvíta,
samhuga þjóð vor,
samróma öll.
Hvar sem þú vísir
vilt okkur líta,
hljómi þinn heiður
hæðir og fjöll.
Yndi og gleði,
öðling, þér veiti
bygðir og býli,
blómskari lá'r,
rammbygðir hamrar,
háfjöll og sveitir,
fallþungir fossar,
flæður og ár.
Mannúð og menning
margfaldist, lifi,
öðlings og þegna
ástsældum bætt.
Sól meðan rennur
sælöndum yfir
lifi þú, sjóli,
lifí þín ætt!
Þér fagnar Isafoldin há,
vort fósturland í ægi blá,
með hæðir,dali, hamrafjöll
og hátt-syngjandi vatnaföll.
Með eld í hjarta'er um þar brýst,
af ísum sorfm, bylgjum gnýst,
með hvíta skautið himingeislum lýst.
í fomöld sjóli Gorms af gmnd
lét galdra-Finnann þreyta sund
og leiðir finna'að landi her,
á land þá aldrei komst hann hér.
En, lofðung kær, á landi hver
nú landsins vættur fagnar þér.
Þér heilla ann og óskar hvað þig sér.
Og þjóðarhugsun ávalt í
men endurminning vinar hlý,
um bjarta kynning blómgast vel
og birta viðkvæmt ástarþel.
Þótt héðan frá oss hverfír þú,
vor hilmir kær, það er vor trú,
að Islands niðjum aldrei gleymist þú.
21 Sambr. alkunna sögn af kaupstaðarferð Njaðvíkinga tii
Seyðisfjarðar.
26