Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 30
Múlaþing
Um þangskógadalina fleti og fjöll,
þar fólk vort og dýrin sveima.
Þeim stað væru glöp að geyma.22
List og sannleikur23
Marglofuð meistarasmíði
mikið þótt bókmentir prýði.
Öfgar og ýkjur í Njálu
athyglið virðingu stálu.
22 Við þennan texta hefur varðveist lag sem að líkindum er ffá hendi
Inga T. Lárussonar. í ljóðahandritinu DAGRÚNU eftir Sigfinn
Mikaelsson er að fínna kvæðið RITDÓMUR, „ort er höf. sá
kvæðið Margýgjuljóðin eptir Sigf. Sigfússon sagnfræðing.“
Bera ljóð þín lista smekk,
lands um sögu horfna.
Áttu sæti á ysta bekk,
með Agli, Grím og Forna.
23 Þetta og næstu 5 vísur Sigfúsar eru teknar úr ritinu „Stuðlamálum“,
vísnasafni 20 alþýðuskálda sem Margeir Jónsson safnaði og
Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri gaf út árið 1927. Þar segir svo
um Sigfús:
„Sigfús Sigfússon þjóðfræðasafnari (Sigfús sagni), fæddist árið
1855 að Miðhúsum í Eiðaþinghá. Foreldrar hans voru Sigfús
Oddsson og Jóhanna Þorsteinsdóttir. Sigfús misti á fyrsta ári
föður sinn og ólst upp til 16 ára aldurs hjá föðursystur sinni. Eftir
það rjeðist hann í vinnumensku um skeið. 33 ára gamall fór hann
í Möðruvallaskóla og útskrifaðist þaðan eftir tvo vetur, vorið
1891. Þegar á unga aldri hóf Sigfús þjóðsagnasöfnun og eftir að
hann kom úr skóla, þá hjelt hann því starfi áfram, en annars
stundaði hann bamakenslu á vetmm um mörg ár, en var í
kaupavinnu á summm. Sigfús hefir varið öllum afgangsstundum
sínum og ekki fáum nóttum til þjóðsagnasöfnunar sinnar, og er
safn hans orðið risavaxið og útgáfubyrjun þess hafin (komin 3
bindi). Um nokkur ár hefír Alþingi veitt honum árlega dálítinn
Qárstyrk í viðurkenningarskyni fyrir þjóðsagnasöfnunina og
seinustu árin mun Seyðisfjarðarkaupstaður hafa veitt honum
einhvem styrk í sama skyni. En enn betur ætti þó hinni íslensku
þjóð að auðnast að ljetta honum lífið í ellinni, því að safn hans
mun talið dýrmætur fjársjóður eftir fáein árahundruð.
Sigfús hefir orkt mikið, og mun af flestum Austfirðingum, er
best þekkja kvæði hans, vera talinn meðal þeirra fremstu skálda.
(„Stuðlamál“ bls. 14)
En víðsýna vitið og snildin
vandlega framreiðir gildin.
En listin og fegurðin leika
líklega' á skynsemi veika.
Sambandslagafrumvarpið 1908
Danastjómar hyggjan hög
hylur slægan vilja,
hún hefur sett oss sambandslög,
sem að engir skilja.
Prestur ávítar
Finst þjer von jeg fái hrós
fyrir birtu mína,
fyrst þú, Drottins dýrðarljós,
dugir lítt að skína.
Eftir lestur sorgarkvæðis
Heimur margra hrygðarkvöl
harms í ljóðum gelur;
(en) þekkir ei hið þyngsta böl,
sem þögnin í sjer felur.
Fregn um ósigur Þjóðverja24
Keisarinn gæfu sína seldi
sinnar þjóðar, vina og kyns,
svona launa of gott eldi
elikálfar mannkynsins.
Viðhöfn með og vits ágæti
vildi hann stjóma öllum heim,
en liggur nú í lamasæti
lítið varð úr drottni þeim.
24 Væntanlega ort í nóvember 1918.
28